Tíminn - 29.01.1980, Qupperneq 2

Tíminn - 29.01.1980, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 29. janúar 1980 U'Miíi Kvikmyndin Land og synir frumsýnd Áhorfendur fögnuðu kvik- myndafólkinu að lokinni sýningu Við upphaf sýningarinnar. Frá vinstri Þórunn Friöriksdóttir, Indriði G. Þorsteinsson og forsetahjónin Kristján og Halldóra Eldjárn. FRI — Kvikmyndin Land og synir var frumsýnd í Austurbæjarbidi sl. föstu- dagskvöld fyrir þéttsetnu húsi. Á sama tíma var hún einnig frumsýnd á Dalvík. Ágúst Guðmundsson leikstjóri myndarinnar flutti stutta ræðu á undan sýningu myndarinnar. Þakkaði hann sérstaklega Kvikmyndasjóði það, að ráðist var í gerð myndar- innar svo og ómetanlega aðstoð Svarfdælinga við gerð hennar. Að lokinni sýningu kvað við dynjandi lófaklapp sýningargesta og voru að- standendur myndarinnar klappaðir upp á sviðið. í umsögn sinni um myndina segir Jónas Guð- mundsson (á bls. 9): „Það er auðséð á öllu, að annað hvort hafa kvikmynda- mennirnir legið vikum saman á grenjum, ellegar náttúran hefur i bókstaf- legum skilningi óskað að vera með i þessari mynd. Við sjáum fólk snúa heyi í þurrki..það er smalað f é í hríðaveðri. Heimalingur- inn fær sinn pela og er af réttri stærð um haust. Hundar fljúgast á eftir pöntun og Dixie Flyer kemur gljáandi fínn og „körer videre" eftir skip- an skáldsins sem hefur ekki einasta misst trúna á mæðiveikina heldur líka landið og skáldskapinn á þessari voðalegu jörð". Tímamyndir G.E. Ragnheiður Vigfúsdóttir og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri mæta á Agúst Guömundsson leikstjóri Lands og sona tekur á móti forsetahjón- frumsýninguna. unum þeim Kristjáni Eldjárn og Halldóru Eldjárn. Leiklistarfólk fjölmennti á frumsýninguna. Frá vinstri: Ólöf Stella Bjarnason, Kolfinna Bjarnadóttir og Hörður Frfmannsson. Guðmundsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Róbert Arnfinnsson og Klemens Jónsson. 1 iok sýningarinnar voru aðstandendur hennar kallaðir upp. Frá vinstri: Gunnar Reynir Sveinsson (tón list), Siguröur Sverrir Páisson (kvikmyndun), Jón Þórisson (leikmynd), Agúst Guðmundsson (leik stjórn og handrit) og Indriöi G. Þorsteinsson (höfundur sögu). Magnús ólafsson „kaupfélagsstjóri” og Jónas Tryggvason „bóndi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.