Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 29. janúar 1980 Regína Thorarensen lýsir flokki sínum: Flokkur súkkulaðidrengja með skakkt uppeldi Forystuliðið álíka veiðið og kampklipptir kettir „Birgir minn, farðu nií á sjó i fimm ár samfleytt eða vertu þrjú ár vinnumaður i sveit. Eft- ir þann tima getur þú orðið góö- ur til að stjórna flokknum okk- ar. Og þá fyrst gæti þjóðin trúað þér til að skipta þjóðarkökunni jafnt á milli okkar litlu þjóöar, fyrrekki. Taktu Friðrik Sóphus- son, og fleiri af ykkar kyn- bræðrum, sem hafa ótakmark- aö sjálfsálit, á sjóinn meö þér. Einnig vil ég benda þér á að hættá að skrifa svona ábyrgðar- laust um borgarstjórnina eins og þú hefur gert siðan þú hættir aö vera borgarstjóri. Þd þoldir ekki aö falla og heldur, að eng- inn geti stjórnað nema þú”. Þannig kemst einhver mesta skörungskona i Sjálfstæðis- flokknum, Regina Thorarensen frá Gjögri.nUbúsett á Eskifirði, aðorði igrein um flokkinn sinn I Dagblaöinu á laugardaginn var. Regina tekur forystumenn Sjálfstæðisflokksins hvern af öðrum til bæna i þessari grein. Hún byrjar á Birgi ísleifi Gunnarssyni og vitnar I grein, sem hann skrifaöi i Morgun- blaðið i desember mánuði i vet- ur: „Hann segir þar meöal ann- ars, að við höfum lagt gífurlega vinnu i að móta stefnu flokksins, og harmar hann mjög kosninga- úrslitin sem skiljanlegt er. Ég vil bara segja við Birgi: — Ósköp er leitt til þess að vita, hve blindur þú ert, og einnig aðrir ráðandi menn í Sjálf- stæðisflokknum, að taka þig i innsta hring fbkksins til að skipuleggja og auka fylgi flokksins eftir þær hörmungar, sem þú fékkst i siöustu borgar- stjórnarkosningum. Eins og alþjóð veit, var Sjálf- stæðisflokkurinn búinn að stjórna Reykjavikurborg i nær- fellt fimmti'u ár. En eftir stutta veru þina sem borgarstjóri varstu ekki beysnari en þaö fyr- ir siðustu borgarstjórnarkosn- ingar, aö þegar þið Guðrún Helgadóttir komuð fram i sjón- varpinu, hakkaði Guðrún þig I sig, og þú gazt litlu sem engu svarað. Bara ranghvolfdir augunum og varst vandræða- legur. Þá vorkenndi ég þér mik- ið og hélt, að augu þín kæmust ekki aftur á sinn rétta stað.” Regina talar margt um „súkkulaðidrengina” og veitist harðlega, að „dekurdrengjun- um, sem fengið hafa skakkt uppeldi, þeim sem aldrei hafa mátt vinna neitt við atvinnuveg- ina”, og gerir þvi sérstaklega skóna um Birgi, „hann sé einn af þessum ekta silkkulaði- drengjum, sem hafa aldrei unn- ið við atvinnuvegi þjóðarinnar og alltaf verið nilmer eitt á sinu heimili og allt verið látiö eftir honum, og þar af leiðandi aldrei verið andmælt”. HUn veitir flokknum tiltal fyr- ir hugmyndina um „leiftursókn- ina” og brotthlaup úr þingsölun- um, þegar ræöa átti afleiðingar sumarkuldanna i sveitum landsins og viðbrögð við þeim: „En þá hlupu þingmenn Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksins út, án þess að gera grein fyrir af- stöðu sinni. Er hægt að hugsa sér meiri skollaleik og ábyrgðarleysi? Og þar var Geir Hallgrimsson, formaður flokks- ins i fararbroddi”. Hún hæðir Geir einnig fyrir orö, sem hann lét falla i' sjón- varpinuum stúlku i fiskiðjuveri, sem undraðist, að hér skyldi ekki unnt að borga sama kaup og i' Færeyjum fyrir sömu vinnu við afurðir, sem fara á sama markað: „Ég vil spyrja Geir Hallgrimsson, af hverju hann kom ekki á samsvarandi kaupi hér á landi og er i Færeyjum, þegar hann var forsætisráð- herra?” HUn gagnrýnir Birgi Isleif Gunnarsson fyrir, að atvinnu- fyrirtæki færðu sig um set Ur borginni I önnur byggðarlög til að „losna við hin háu gjöld Reykjavikurborgar” i borgar- stjóratið hans, og þykir litil rök- visi hans, að „óskapast yfir há- um gjöldum vinstriflokkanna” og verða lika að viðurkenna, að önnur byggðarlög hafi látið sér nægja lægri útsvör og minna fasteignagjald. „ÞU mátt ekki kasta svona ryki i augu fólks eðahalda það svona gleymið og vitlaust, aö það muni ekkert”. En ekki þar fyrir: „Það eru fleiri en þU af Sjálfstæðismönn- um, sem halda alþýöufólkið svo heimskt.” Hún dregur Geir Hallgrimsson einnig i þann dilk- inn. Þá þykir henni i meira lagi hlálegt, að á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik voru i siðustu kosningum efstir sjö lögfræðingar og einn heild- sali, og telur það ekki skarta á flokki allra stétta. Hún vikur einnig að þeim Haukdal og Sólnes: „Þaö hefði orðið glæsilegur sigur hjá Sjálfstæðisflokknum, ef hann heföi ekki verið svona sigurviss, og menn eins og þið, þessir blessaðir súkkulaði- drengir, hefðu ekki ráðið ferð- inni með ykkar leiftursókn, og Haukdal og Sólnes. Og ljúga sið- an I þjóðina, aö það hefði ekki verið hægt að hafa prófkjör. Þá voruð þið hátt uppi I skýjunum aðbola Jóni frá til að koma ein- um súkkulaðidrengnum enn á þing. Er leitt til þess að vita, að kjósendur Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra skuli vera svona máttfarnir aö treysta sér ekki i prófkjör, og það I slátur- tiðinni, þegar nóg er að borða”. A einum stað segir hUn: „Ég hef aldrei vitað, að Sjálf- stæöisflokkurinn væri nein gustukastofnun, en ég álykta, að svo sé nú siðustu árin, þvi verk- in tala. Það eru skipaöir menn i alls konar störf af Sjálfstæðis- flokknum, bara ef þeir eru flokksbundnir og þægir, þrátt fyrir það að þeir hafa ekkert vit á þeim stiá-fum, sem þeir eiga að framkvæma”. A öðrum stað vikur hUn að þvi, aðekki séá góðu von, þegar flokksforingjarnir láti „verkin tala svo, að þeir hafi ekki einu sinni hálft skepnuvit.” Henni er tortryggni á Guð- mundi H. Garðarssyni: „Ég er vissum, að Guðmund- ur H. Garðarsson hefði ekki skrifað fyrri grein sina i Mogg- ann um Sjálfstæðisflokkinn, ef hann hefði ekki fallið. Þetta herti Guðmund I að skrifa. Já, mótlætið er alltaf góður lifeskóli ogherðir oftupp litla menn, það er að segja þá, sem geta tekið mótlæti”. Henni þykir að vonum bág- lega komið fyrir Sjálfstæðis- flokknum: „Leitt er til þess að vita, hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokknum, þaö erhve blindur hann er orðinn”. Hún segir, að ekki séu lengur „góðir veiðikettir” innan hans — „sennilega búið að klippa öll veiðihárin af þeim, svo getu- lausir eru þeir”. Lokaorð hennar eru: „Ef ég mætti ráða, væri ég búin aö reka alla alþingismenn heim til sin, svo ábyrgðarlausir eru þeir, og láta þá borga til baka kaup sitt frá 15. tiunda siðast liðnum, ásamt allri þeirri upphæð, sem kosningarnar kostuðu þjóðarbúið. Þessa upp- hæð eiga Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokkur aö borga”. Og siðan ósk til Sjálfstæðis- flokksins um betri framtíð. Þeir flugfarþegar sem hér eftir þurfa að bfða flugs frá Eyjum, vegna áleitins skýjaslæðings og striðinna vindstiga ættu að geta látið fara betur um sig i hinum nýja 200 fermetra vistlega farþegasal, en i þrengslunum á afgreiðsiunni á Skólaveginum, sem menn hafa orðiðað búa viðf mörg ár. Tlmamynd Tryggvi. Ný flugstöö vígö í Vestmannaeyjum: Ráðherra: „Merkum áfanga lokið” Vantar á annan milljarð enn segir flugmálastjóri HEI — A sunnudaginn vigði Magnús H. Magnússon, ráðherra, nýja 580 fermetra flugstöðvar- byggingu i Vestmannaeyjum, meö hinni mestu viðhöfn. Magnús kom frá Reykjavik ásamt friðu föruneyti og einnig voru við- staddir margir Vestmannaey- ingar, bæði framámenn bæjarins og starfsmenn við flugið I Eyjum. t ræðu MagnUsar kom fram, að með þessari nýju flugstöövar- byggingu ásamt nýjum flugturni, sem tekinn var I notkun fyrir nokkru, væri lokiö merkum áfanga i samgöngumálum Vest- mannaeyinga, sem að vonum hefðu verið miklir áhugamenn um flugsamgöngur. En stöðugt áætlunarflug hafi verið til Eyja frá árinu 1946. Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Tómasson, sagði á ávarpi, að þjónusta við flugfarþega i Eyjum hafi lengi veriö óviöunandi, en hann vonaöi að með tilkomu þess- arar glæsilegu byggingar mundu flugsamgöngur aukast á ný og ná sinum fyrri sess I samgöngum Eyjanna. Flugmálastjóri Agnar Kofoed Hansen, sagði að meö þessum áfanga mætti segja að fram- kvæmdir varðandi flugvöllinn i Eyjum væri hálfnaöar. Ennþá vantaði 100 milljónir til aö malbika stæðið fyrir framan flug- stöðina og 1000 milljónir til að malbika flugbrautirnar. Bað hann viðstadda þingmenn að leggja þetta á minnið. Agnar Kofoed flutti Steingrimi Arnar sem starfaöhefur við flug- völlinn i um tvo áratugi, sér- stakar þakkir. Sagöi að án manna einsoghans, sem værubrennandi i andanum, vildu framkvæmdir oft ganga næsta litið, en sem betur fer ættum við íslendingar marga slika menn. Einnig gat hann þess, aö Garðar Sigurösson, alþingismaöur ætti heiður skilið vegna þessa framtaks. En hann hefði meðsetu sinniiFlugráði séð um að halda mönnum við efnið. W! Nýja flugstöðin, sem vigö var á sunnudaginn og I baksýn i nýi flugturninn, sem tekinn var i notkun fyrir nokkrum mánuðum. Lúðvík Jósepsson: Rangfærslur leiðréttar 1 frásögn ýmissa blaða af blaöamannafundi Benedikts Gröndals, er þvi haldiö fram, að éghafineitaðöllum viðræðum við Benedikt um stjórnarmyndun og hafnað efnahagstillögum hans án þess að lesa þær. 1 fullyrðingum þessum er mjög hallað réttu máli. 1 viðræðum Benedikts við mig sagði hann, eins og reyndar kemur fram i frásögnum blaða- manna, að hann myndi i stjórnar- myndunarviðræðum sinum ræða við hvern stjórnmálaflokk fyrir sig og kanna möguleika á mynd- un nýsköpunarstjórnar, Stefaniu- stjórnar og stjórnar allra flokka. Þessusvaraði ég þannig, að ég teldi nýsköpunarstjórn þegar vonlausa þar sem þar hlyti aö koma upp sama óleysanlega ágreiningsefnið um ráðstafanir I efnahagsmálum, á milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Umræðurnar um stjórn allra flokka taldi ég ótímabærar og fráleitar á meöan rætt væri um aðra stjórnarmyndunarmögu- leika, eins og þriggja flokka stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Égtaldi þvi eðlilegt aö við þess- ar aðstæöur, þ.e.a.s. á meöan til- raunir til myndunar Stefaniu-- stjórnar færu fram værum við Alþýðubandalagsmenn út úr myndinni. Það er misskilningur að ég hafi hafnað tillögum Alþýðuflokksins án þess að lesa þær. Hið rétta er, aðBenedikt Gröndal fórvandlega yfir allar tillögur flokksins, lið fyrir lið. Mér gafst nægur timi til að lesa um öll aðalatriðin I til- lögugerðinni, eins og um lög- bindingu ákauplækkun, landbún- aðarstefnu Alþýðuflokksins, stór- aukið vald Seölabankans, byggingu flugstöðvar, erlenda stóriðju og um að leggja niður Byggðasjóð. Allt lá þetta ljdst fyrir mér eftir hálftima fyrirlestur Gröndals. Ég þakkaði fyrir móttöku þess- ara tillagna og sagöist myndi af- henda þær þingflokki Alþýðu- bandalagsins. Að lokum tók ég fram, að ég væri tilbúinn að ræða við Benedikt Gröndal formann Alþýðuflokksins hvenær sem væri um stjórnarmyndunarvanda- málið og um hugsanlega stjórnarþátttöku, enda væri þá um að ræða alvöru-viðræður viö Alþýðubandalagið á þeim grund- velli sem einhverjar líkur væri á til samkomulags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.