Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 22
Vegna mikillar sölu á Ford Edge í Ameríku koma fáir bílar hingað til lands. Ford Edge er nýkominn á markað en þrátt fyrir það er hann þegar farinn að narta í skottið á helstu keppinautunum. Sala hefur geng- ið vonum framar erlendis bæði hvað varðar sölutölur og hversu fljótt bílarnir fara, en að meðaltali stendur hver bíll aðeins í 20 daga á plani áður en hann selst. Hérlendis var salan í raun orðin góð áður en bíllinn var frumsýnd- ur, og voru til að mynda einhverjir búnir að panta bílinn áður en hann var fáanlegur í reynsluakstur. Vegna mikillar sölu í Ameríku fékk Brimborg aðeins tuttugu bíla, tíu eru nú þegar komnir og seldir, en hinir tíu koma á næsti tveimur mánðum. Ford Edge rokselst Illa gengur að selja Chrysler og virðast fáið hafa áhuga á að kaupa. Ekki er hægt að segja að tilboðun- um rigni inn í Chrysler, en Daimler- Chrysler leitar nú logandi ljósi að kaupanda. GM hefur reyndar boð- ist til að kaupa, eða öllu heldur taka við fyrirtækinu, og eru forsvars- menn fyrirtækisins tilbúnir að láta tæplega 10 prósenta hlut í eigin fyr- irtæki í skiptunum. Á sama tíma vilja þeir fá háar fjárhæðir frá Þjóðverjunum til að losa um heilbrigðistryggingar. Þegar dæmið er reiknað til enda kemur í ljós að tilboðið hljóðar að- eins upp á um 1,4 milljarða. Kanadíska varahlutafyrirtæk- ið Magna hefur hins vegar boðið 300 milljarða í Chrysler, sem hljómar töluvert betur í eyrum DaimlerChrysler-manna. Auðkýf- ingurinn Kerkorian hefur boðið svipaða upphæð en hann hefur lengi haft augastað á fyrirtækinu. Tvennum sögum fer af öllum til- boðum og stöðugt birtast fregnir um að ný tilboð berist eða fallið sé frá öðrum. Sama hvernig fer er ljóst að DaimlerChrysler hefur tapað gríð- arlegum fjárhæðum á Chrysler, en fyrirtækið, sem hét Daimler-Benz þá, borgaði 2.500 milljarða fyrir Chrysler árið 1998. Chrysler verðlaust? Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði ALLT UM HOLLYWOOD ENTERTAINMENT TONIGHT OG INSIDER 90% heimila ná Sirkus TV á ADSL kerfinu, Breiðbandinu, Digital Ísland en einnig er hægt að ná Sirkus TV með venjulegu UHF loftneti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.