Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 4
Borgardómur Kaup- mannahafnar dæmdi í gær danskan ríkisborgara af mar- okkóskum uppruna í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reka áróður fyrir hryðjuverk- um í nafni „heilags stríðs“ gegn Vesturlöndum. Það gerði hann á stafrænum myndbandsupptökum sem dreift var um alla Evrópu. Hinn dæmdi, Said Mansour, er sá fyrsti sem dæmdur er sam- kvæmt hryðjuverkavarnalög- um sem sett voru árið 2002. Sam- kvæmt þeim er refsivert að reka áróður fyrir hryðjuverk- um eða veita hryðjuverkamönn- um liðsinni. Mansour hefur verið í varðhaldi síðan í september 2005. Arabi dæmdur fyrir áróður Ekki verða sett lög um frídreifingu dagblaða í Dan- mörku. Þetta sagði danski sam- gönguráðherrann Flemming Hansen í gær, í kjölfar þess að kvörtunum vegna dreifingar frí- blaða heim til fólks gegn vilja þeirra hefur stórfækkað. Ráðherrann hafði gefið frí- blöðunum frest til 1. apríl til að sjá til þess að kvörtun- um fækkaði, og það gekk eftir. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem lögð hefur verið fyrir ráðherrann, eru slík- ar kvartanir komnar niður í um 100 á mánuði. „Það samsvarar 25 kvörtunum á mánuði á hvert blað, sem er lítið. Mér sýnist sífellt vera að draga úr þessum vanda,“ hefur fréttavefur Politiken eftir Hansen. Engin lög sett um dreifinguna Tæplega tvö þúsund manns hafa rétt til setu landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins sem hefst í Laugardalshöll síðdegis í dag og stendur fram á miðjan sunnudag. Fundurinn bæði hefst og lýkur með ræðu formanns, Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Nítján fagnefndir starfa á lands- fundi og halda eigin fundi í Höll- inni og öðru nærliggjandi funda- rými, til dæmis í höfuðstöðv- um flokksins í Valhöll, á Grand hóteli við Sigtún og í félagsheim- ili Þróttar og á Sporthóteli ÍSÍ í Laugardal. Þá mun landbúnaðar- nefnd funda í sal í nýreistri stúku Laugardalsvallar. Sérstakir kjördæmafundir verða haldnir á morgun og dreif- ast þeir um fundasali á Grand hót- eli, Hótel Nordica og Hótel Sögu. Á landsfundinum er kosið um ellefu sæti í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins en enginn hefur tilkynnt um framboð gegn sitjandi for- ystu sem kjörin var fyrir tveim- ur árum. Við setninguna í dag munu Diddú og Jóhann Friðgeir syngja með Léttsveit Reykjavíkur áður en Geir H. Haarde flytur ræðu sína. Í fyrramálið verða almennar umræður, auk þess sem fram- kvæmdastjóri flokksins, Andri Óttarsson, flytur skýrslu sína. Eftir hádegi verður fyrirspurnar- tími ráðherra. Landsfundurinn settur í dag Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Fiskveiðikvóti jókst mest í Grindavík, Snæfells- bæ og Vestmannaeyjum á árunum 2002 til 2006, samtals um 22 þús- und þorskígildistonn. Á sama tíma misstu Akureyri, Þorlákshöfn og Skagafjörður mestan kvóta, eða rúm sextán þúsund tonn. Samkvæmt upplýsingum sem Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur tekið saman voru Vestmannaeyjar og Grindavík með mestan fiskveiðikvóta af sveitar- félögum landsins í fyrra, fjörutíu þúsund þorskígildistonn hvort um sig. Í þriðja sæti er Akureyri með 37 þúsund tonn. Árið 2002 var Akureyri með af- gerandi mesta kvótann af sveitar- félögunum á landinu. Þá voru Vestmannaeyjar í öðru sæti og Grindavík í því fjórða. Sé litið á kjördæmi landsins tap- aði Norðausturkjördæmi mestum kvóta frá 2002 til 2006 á meðan Suðurkjördæmi og Norðvestur- kjördæmi bættu við sig. Suð- vesturkjördæmi og Reykjavíkur- kjördæmi, bæði norður og suður, bættu hvorki við né misstu mikið af þeim kvóta sem þau hafa. „Ég er ekkert hissa á þessum tölum,“ segir Eiríkur Tómasson, forstjóri útgerðarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Hér hafa verið mjög öflugar útgerðir í gegnum árin og í raun aldrei orðið nein niðursveifla eins og hefur gerst á öðrum stöð- um.“ Hann segir útgerðir hafa þurft að taka bæði erfiðleikum og velgengni. „Mottóið er samt að gefast ekkert upp.“ Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri útgerðarinnar Auðbjargar í Þorlákshöfn, telur meginorsök- ina fyrir kvótatapinu vera sam- einingu útgerðarinnar Meitils við Vinnslustöðina, sem síðan fór til Vestmannaeyja. „Sameining átti að leysa vand- ann en það fór ekki betur en svo að útgerðin hvarf úr bænum. Miðað við atvinnuástandið eru horfurnar ekkert slæmar en útgerðin þyrfti að vera öflugri en hún er. Það eru fáar útgerðir eftir hérna.“ Grindvíkingar sópa til sín aflaheimildum Grindavík hefur bætt mestum kvóta við sig undanfarin ár en Akureyri hefur tapað mestum kvóta. Á fjórum árum fór helmingur kvótans í Þorlákshöfn úr bænum. Útgerðarmaður í Þorlákshöfn kennir brotthvarfi fyrirtækja um. Kaþólska kirkjan hefur keypt íbúðarhúsið að Kolla- leiru í Reyðarfirði af Fjarða- byggð til að stofna þar kaþólskt munkaklaustur og prestakall. Að því er segir í frétt á vefsetri Fjarðabyggð- ar er gert ráð fyrir að starf- semi hefjist í Kollaleiru í vor. Þar segir einn- ig að það séu kapúsínar eða hettumunkar sem stofni klaustrið. Það sé hið fyrsta sem sé stofnað hér á landi frá siðaskiptum. Íbúð- arhúsið í Kollaleiru er 314 fer- metrar og lóð klaustursins verð- ur tveir hektarar. Kollaleira er lögbýli rétt yfir innan þéttbýlið í Reyðarfirði. Stofna klaustur á Kollaleiru Íranar hafa veitt íröskum uppreisnarmönnum úr röðum sjía þjálfun í að setja saman skæð- ar vegkantssprengjur sem geta gatað í sundur brynvörn herbíla. Þetta fullyrti talsmaður banda- ríska herliðsins í Írak í gær. „Við vitum að þessar sprengjur eru framleiddar og þeim smyglað inn til þessa lands, og við vitum að þjálfunin á sér stað í Íran fyrir menn sem læra að setja þær saman og beita þeim,“ sagði tals- maðurinn, William Caldwell, á vikulegum blaðamannafundi. Í byrjun þessa árs sögðu full- trúar Bandaríkjahers að slíkar vegkantssprengjur hefðu banað að minnsta kosti 170 bandarískum hermönnum í Írak. Sakar Írana um sprengjugerð Vinstri grænir ríf- lega fjórfalda fylgið í Suðurkjör- dæmi frá síðustu kosningum, sam- kvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar fyrir Stöð 2. VG fær 17,6 prósent og tvo alþingismenn en hefur engan þingmann í kjör- dæminu nú. Sjálfstæðisflokkur fær 30,4 prósent og þrjá menn. Framsóknarflokkurinn tapar 7 prósentustigum, fær 16,7 prósent og tapar öðrum þingmanna sinna. Frjálslyndir fá 6,3 prósent og tapa manni. Samfylkingin fær 25,4 pró- sent, tapar 4 prósentustigum en heldur þremur mönnum. Íslands- hreyfingin fær 2,1 prósent og Bar- áttusamtökin fá 1,5 prósent. VG fjórfaldast í Suðurkjördæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.