Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 68
Spurning: Telurðu ekki að þú hafir gert mistök með því að sundra austurblokk sósíalísku ríkjanna í staðinn fyrir að bæta úr vanköntum hennar og styrkja þar með kosti hennar? Gerðirðu ekki vonir milljóna manna að engu sem þurftu á öðrum valkost- um að halda við þann veruleika sem þeir bjuggu við? Hugsan- lega væri heimurinn þá ekki jafn einskauta? - Aníbal Pérez Sorolla, Spáni. Svar: Þegar spurt er af einlægni þarf að svara af einlægni. Óbeint er þessi spurning gagn- rýni á perestroiku, kerfisumbæt- urnar, og allt sem við gerðum í landi okkar og um heim allan á þeim tíma. Ég er ósammála þeirri gagnrýni. Ég hóf að hvetja til perestroiku á miðjum níunda áratugnum til þess að endurskipuleggja og end- urbæta efnahagskerfi, stjórnkerfi og þjóðfélagskerfi Sovétríkjanna. Í Sovétríkjunum var stefnubreyt- ingar af því tagi einkum og sér í lagi þörf af innri ástæðum. Í land- inu ríkti kerfi sem Jósef Stalín byggði upp að grunni til. Skort- ur á lýðræði og frelsi hélt framtíð landsins í spennitreyju. Þíða Nikita Krústsjovs eftir tuttugasta flokksþingið árið 1956 og efnahagsumbætur arftaka hans Alexei Kosygin, sem lagð- ar voru til árið 1965 og miðuðu að því að skapa hvata fyrir fólk til að sýna frumkvæði, voru tilraunir til að bregðast við þörfinni fyrir raunverulegar breytingar. En báðar þessar tilraunir voru brotnar á bak aftur. Ráðandi stétt Sovétríkjanna ótt- aðist nýjungar og steig á brems- urnar, kom í veg fyrir allar um- bætur undir því yfirskini að verja þyrfti árangur sósíalismans. Um miðjan níunda áratuginn var hins vegar orðið ljóst að ef áfram væri haldið að ýta sovésku sam- félagi áfram eftir brautum Stal- íns myndi það enda í blindgötu. Alls staðar gerðu menn sér grein fyrir því að „við getum ekki leng- ur lifað svona“. Ég man eftir að hafa í mars árið 1985, daginn eftir að ég var kosinn aðalritari flokksins, talað við Andrei Gromyko, sem var ut- anríkisráðherra og sat í fram- kvæmdastjórn Kommúnista- flokksins. Ég spurði hvort hann teldi nauðsynlegt að hrinda af stað víðtækum breytingum í Sovétríkjunum. Hann svaraði því til að breytingum „væri ekki hægt að fresta lengur“ og að þær væru brýnar fyrir bæði sovéskt samfélag og austurblokkina alla. Ég sagði honum að öll skild- um við mæta vel hve erfitt þetta myndi verða. En við yrðum að láta til skarar skríða. Breytingar mættu ekki bíða. Gromyko sagð- ist vera algerlega sammála mér. Spyrjandi telur að við hefðum átt að verja og styrkja kosti sov- étkerfisins og bæta úr ágöllum þess. Þetta er það sem við reynd- um að gera í upphafi með því að leggja það til að framfarir í vís- indum og tækni yrðu notaðar til þess að hraða þróun þjóðfélags- ins. En fyrstu tvö árin af perest- roiku sýndu fram á að efnahags- og stjórnmálahjól Stalínkerfis- ins væru orðin svo stirð og ryð- guð að umtalsverðar framfarir væru ekki mögulegar nema gera á þeim breytingar. Íhaldsöflin í innstu valdaklíkunni, flokknum og stjórnsýsluskrifræðinu töfðu fyrir umbótum og litu á perest- roikuna sem tímabundið fyrir- bæri sem líða myndi hjá. Þeir virtust hugsa sem svo: „Við lifð- um af bæði Krústsjov og Kosygin og við munum lifa lengur en Gor- batsjov líka.“ Eina aflið sem gat brotið þessa mótspyrnu á bak aftur var alþýð- an. Við urðum að gefa henni tæki- færi til að taka þátt í breytinga- ferlinu. Þess vegna tókum við það róttæka skref að hrinda í fram- kvæmd allsherjar umbótum í stjórnmálum og koma á lýðræði alls staðar. Í raun og veru var perestroika áætlun um félagslegt lýðræði. Okkur tókst ekki alveg að koma hugmyndum okkar í framkvæmd. Það var erfitt verk að gera um- bætur á Sovétríkjunum, með sínu risavaxna her- vædda hagkerfi og fjöl- þjóðlega íbúafjölda. Við gerðum mistök - stund- um með því að vera of seinir til verka, stundum með því að reyna að hraða málum um of. Afdrifa- ríkt verðfall á olíu úr 25 dollurum á tunnu niður í 10 dollara á tunnu árið 1986 kom sér mjög illa fyrir efnahagsleg og félagsleg áform okkar með perestroikunni. Í ágúst árið 1991 settu aftur- haldssamir andstæðingar perest- roiku á svið valdarán. Þeir sendu hermenn út á göturnar og settu mig í einangrun á Krímskaga. Þeir reyndu að færa hjól tím- ans aftur til þess sem var áður en perestroika kom til sögunn- ar. Þeir voru að flýta sér vegna þess að fáum dögum síðar átti að undirrita nýjan samning um nýtt bandalag Sovétlýðveldanna. Þótt gömlu Sovétríkin hafi að nafn- inu til verið sambandsríki voru þau í raun og veru niðurnjörvað miðstjórnarríki. Nýi bandalags- samningurinn hefði veitt lýðveld- unum tækifæri til þess að þróast í æ meiri mæli með sjálfstæðum hætti sem hluti af lýðræðislegu sambandsríki. Valddreifing var sú leið sem fara þurfti til að forð- ast upplausn, byggja á árangri fortíðarinnar og þróast áfram til framtíðar. Valdaránið fór út um þúfur. Að- standendur þess voru handteknir. Samt sem áður var það alvarlegt áfall fyrir perestroiku. Banda- lagssamningurinn var aldrei undirritaður og grafið hafði verið undan trúverðugleika og áhrifa- valdi bæði mínu og hinna nýju lýðræðisstofnana. Þetta opnaði smugu fyrir annan hóp af andstæðingum perest- roiku - róttæka gervilýðræðis- sinna undir forystu Boris Jelts- ín Rússlandsforseta. Með því að eyðileggja bandalagið okkar steyptu þeir milljónum borgara þess í miklar þrengingar eftir að þeir voru skyndilega orðnir borg- arar í mismunandi ríkjum. Tímabil Jeltsíns var afneitun perestroiku, ekki áframhald henn- ar. Þetta tímabil leiddi af sér tví- þætta hnignun í framleiðslunni og olli djúpum klofningi í samfélaginu milli hinna fáu auðmanna og hinna fjölmörgu sem voru fátækir. Sá lærdómur sem við ættum að geta dregið af 20. öldinni er að fólk hefur hafnað bæði „sósíalisma“ Stalíns, sem var án lýðræðis, og einnig frelsinu og hinum „villta kapítalisma“ Jeltsínáranna. Samt sem áður hefur mikilvægasti af- rakstur perestroiku - lýðræðislegt frelsi ásamt pólitísku og efnahags- legu fjölræði - varðveist. Í Rúss- landi leita menn nú að leið Rúss- lands til samfélags frelsis og rétt- lætis. Ekki má heldur gleyma því að það var perestroika sem opnaði leið til þess að ljúka Kalda stríð- inu. Margar þjóðir fengu frelsi til að kjósa sér framtíð sína sjálfar. Hættuna á kjarnorkuhelför, sem hefði gert allt tal um aðra þróun samfélagsins marklausar, fólum við fortíðinni á vit. Ég er sammála spyrjanda um að hafna heimi sem er einskauta. En ég finn ekki til neinnar eftirsjár gagnvart átakaheimi fortíðarinnar og enn síður eftir veröld sem skipt- ist í andstæðar óvinafylkingar. Ef við skoðum grannt þann heim sem blasir við okkur í dag þá sjáum við strax að hann er ekki - og getur ekki verið - einskauta. Tilraunir til að stofna ný heimsveldi hafa farið út um þúfur. Jafnvel Banda- ríkin þurfa að viðurkenna, þótt þau séu treg til þess, að einhliða valdbeiting hefur ekki virkað. Ég er sannfærður um að stjórnmálastefnur sem byggðar eru á þeirri nýju hugsun sem leiddi af sér endalok Kalda stríðsins munu á endanum bera sigur úr býtum. Bæði hægri íhaldsöflin og vinstri sósíalist- ar ættu að skoða hvaða lærdóm draga má af 20. öldinni. Hægri- menn munu á endanum átta sig á því að sú stefna sem eykur bilið milli ríkra og fátækra er upp- skrift að þjóðfélagssprengingu sem hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér, og viðvörunarljósin má nú þegar sjá blikka í ýmsum heimshlutum. Hvað varðar vinstriöflin þurfa þau að læra að standast freisting- ar valdhrokans, sem dregur úr trúverðugleika sósíalískra hug- mynda, og losa sig við þá blekk- ingu að ríkisvaldið sé almáttugt. Valkosturinn sem þau bjóða upp á verður að vera lýðræðislegur. Ég vona að 21. öldin verði öld lýðræðislegrar keppni milli ólíkra leiða til að nálgast þróun þjóðfélagsins. Perestroika, sem stefndi að auknu frelsi, réttlæti og virðingarverðu lífi fyrir alla, var raunhæfur valkostur. Ég er sannfærður um að framtíðin mun staðfesta það. Perestroika var nauðsynleg Í þriðju grein sinni um heimsmálin segir Mikhaíl Gorbatsjov ekki hægt að byggja sósíalisma á öðru en lýðræði og ver tilraunir sínar til að koma kerfisumbótum í Sovétríkjunum á sínum tíma. Þeir virtust hugsa sem svo: „Við lifðum af bæði Krústsjov og Kosygin og við munum lifa lengur en Gorbatsjov líka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.