Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 68
Kl. 13.30 Málþing meistaranema í almennri bókmenntafræði við Háskóla Ís- lands verður haldið í stofu 101 í Odda. Flutt verða fjölbreytt erindi út frá B.A., M.A. og öðrum rann- sóknarverkefnum nemenda. Royal-búðingur og majónes Stríðið um þorskinn Hér á landi er staddur þýskur leikhópur, Das Letzte Kleinod, sem mun setja upp leiksýningu á harla óvenjulegum stað í kvöld. Hópurinn sem kennir sig við síð- asta fjársjóðinn leggur áherslu á frumsamin verk er byggja á sannsögulegum atburðum og hefur nú gert sér mat úr þorska- stríðinu. Leikritið Þorskastríðið var frumsýnt í netaverksmiðju í þýsku borginni Cuxhaven á dög- unum en þrjár sýningar verða í Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði, hin fyrsta í kvöld. Verkið segir sögu djúpveiða við Íslandsstrendur á árunum 1975-1976 og lýsir því hvernig deilurnar milli Íslendinga og Breta mögnuðust. Leikritið byggir á viðtölum við íslenska og þýska sjómenn um þorska- stríðið. Umgjörð og uppsetn- ing leikritsins í fyrrum netverk- smiðju í Cuxhaven og í húsi Fisk- markaðsins í Hafnarfirði gera sögur sjómannanna enn áþreif- anlegri. Í leikhópnum er íslensk leikkona, Bryndís Petra Braga- dóttir, og er leikið á þýsku, ensku og íslensku. Í gær var tilkynnt um úthlutanir til útgáfufyrir- tækja úr Þýðingasjóði en hann hefur reynst lesend- um, þýðendum og utgefend- um mikilvægur bakhjarl í vinnslu erlendra texta á íslensku. Hafa þýðendur haft mörg orð um hversu brýnt erindi hans sé eftir að þeir komu sér saman í félag. Margar umsóknir berast sjóð- stjórninni og ugglaust vandasamt verk að velja úr: umsóknir voru vel yfir hundrað í ár frá á fjórða tug útgefenda. Á listanum yfir styrkt verk kennir margra grasa, verk úr ensku eru í miklum meirihluta, bæði fyrir fullorðna og börn, nýleg verk og sígild. Þannig eru væntanlegar nýjar þýðing- ar á sögunum um Bangsimon eftir A.A. Milne á forlagi Eddu og Frumskógarævintýrum eftir Kipling en þessi sagnasöfn eru þegar til í eldri þýðingum. Ugla ætlar að gefa út hin sígildu rit eftir bandarísku sagnaskáldin Stephen Crane og F. Scott Fitzger- ald, The Red Badge of Courage og The Great Gatsby sem eru báðar meðal öndvegisverka banda- rískra bókmennta. Stórvirki í ljóðagerð heimsins eru væntan- leg í þýðingum: Myndbreyting- ar eftir Ovid, kvæði Allens Gins- berg og The Pisan Cantos eftir Ezra Pound. Þá eru bókmennta- fræðileg rit eftirtektarverð á list- anum og þeirra elst De vulgari eloquentia, ófullgerð ritgerð eftir Dante Alighieri, Mimesis eftir Auerbach sem er grundvallarrit í bókmenntasögulegri greiningu, hið merka verk Juliu Kristevu, Soleil noir - Dépression et mél- ancolie, heimspekileg og menn- ingarsöguleg verk eftir Jean- François Lyotard, Walter Benja- min og Paul Ricoeur. Almennir lesendur taka samt meira eftir skáldsög- um: hér eru styrktar þýðingar á verkum eftir Isabel Allende, DBC Pierre, Norman Mailer, Niccoló Ammaniti hinn ítalska; Milan Kundera, Paulo Coelho, John Steinbeck eru meðal ann- arra höfunda. Stóru forlögin eru fyrirferðar- mikil í áætlunum um þýðingar: Bjartur er með tíu verk í bígerð, Edda sjö verk og JPV sex verk. Smærri útgefendur færa sig upp á skaptið: Ari Útgáfa, Uppheim- ar, Brú, Salka og Græna húsið eru þeirra á meðal. Stærsti styrkurinn er upp á 800.000, en flestir telja þeir eitt til þrú hundruð þúsund. Þar sannast hið fornkveðna að mjór er mikils vísir. Styrktu verk- in eru öll yfirleguverk og taka marga mánuði í vinnslu. Vakna spurningar hvort ekki sé nær að fækka styrktum verkum en auka fjárhæðina. Merkar þýðingar í vinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.