Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 4
www.vg.is kynntu þér málið á TÆKIFÆRI TIL NÝSKÖPUNNAR Los Angeles er enn á ný í efsta sæti á lista Banda- rísku lungnasamtakanna yfir bandarískar borgir með mengað andrúmsloft. Hvergi í Bandaríkj- unum mældist andrúmsloft meng- aðra á tímabilinu 2003 til 2005. Auk þess að mæla ósonmengun mældu samtökin magn mengunar- agna í andrúmsloftinu sem eru sögð sérstaklega hættuleg eldri borgurum, börnum, fólki sem æfir utandyra og fólki með öndunarfærasjúkdóma. Næstum helmingur bandarísks almennings býr á svæðum þar sem mengun er talin yfir heilbrigðismörkum samkvæmt samtökunum. Mest mengun í Los Angeles Mun fleiri unglings- stúlkur telja að konur eigi að sjá um þvott nú heldur en var árið 1992. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Andreu Hjálmsdóttur við Háskólann á Akureyri. Hún segir greinilegt bakslag hafa orðið í jafnréttisbaráttunni. Í rannsókninni voru spurningar um kynin, hlutverk þeirra og stöðu inni á heimili og úti á vinnumark- aði lagðar fyrir helming allra nem- enda í 10. bekk árið 2006, og svör- uðu alls 2.022 þeirra. Útkoman var svo borin saman við svör jafn- aldra þeirra árið 1992 við sömu spurningum. „Samanburðurinn á því sem var og því sem nú gerist er sjokker- andi,“ segir Andrea. Sem dæmi um breytt viðhorf unglinga má nefna að í fyrri könn- uninni töldu 29 prósent unglings- stúlkna að eðlilegast væri að konur sæju um þvott á heimilinu ef um væri að ræða hjón sem bæði ynnu utan heimilis en 71 prósent þeirra fannst að hlutfallið ætti að vera jafnt. Árið 2006 töldu 45 prósent unglingsstúlkna hins vegar eðli- legt að konur sæju um þvottinn en 55 prósentum þeirra þótti rétt að verkið skiptist jafnt milli kynj- anna. „Það hefur verið lengi látið eins og jafnrétti sé rétt handan við hornið. Að það þyrfti ekki lengur að berjast því þetta væri allt rétt að bresta á. Svo virðist ekki vera,“ segir hún en bendir á að unglingar séu annars vel upplýstir um launa- mun og valdahlutverk á vinnu- markaði. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, menntunarfræðingur við Háskól- ann á Akureyri, segir að umræðan um að drengjum gangi verr í skól- um hafi haft skaðleg áhrif á jafn- réttisumræðuna. Þá sérstaklega þar sem látið sé eins og stúlkum gangi vel á kostnað drengjanna. Andrea kannaði einnig mismun- andi viðhorf aldurshópa til kyn- hlutverka. „Í rannsóknum hefur komið fram að almennt er yngra fólk neikvæðara gagnvart jafn- rétti en eldra. Kynslóðaskiptingin er samt mjög áberandi,“ segir Andrea og bendir á að þegar spurt var um hæfni kynjanna til þess að annast barnauppeldi hafi yfir 80 prósent kvenna á aldrinum 18 til 70 ára talið kynin vera jafnhæf til þess að annast uppeldi barna sinna en einungis 58 prósent stúlkna í 10. bekk. „Stjórnvöld hafa verið frekar andvíg jafnréttisbaráttu en henni þarf að koma á aftur miðað við þessar niðurstöður,“ segir Andrea. Unglingar segja konur frekar eiga að þrífa Hugmyndir unglinga nú um kynhlutverk eru mun íhaldssamari en árið 1992. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Andreu Hjálmsdóttur við Háskólann á Akureyri. Hún segir greinilegt bakslag hafa orðið í jafnréttisbaráttunni. Lokað verður fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum frá föstudeginum 11. maí að því er segir á vef Austurgluggans. Þar kemur fram að framkvæmdaráð Heilbrigðis- stofnunar Austurlands hafi brugðið á þetta ráð þar sem ekki hafi tekist að finna afleysingar- fólk fyrir sjúkraliða og hjúkrun- arfræðinga í sumar. Í tilkynningu frá heilbrigðis- stofnuninni segir að ákvörðunin verði endurskoðuð ef forsendur breytist. Lokað á fleiri innlagnir vegna manneklu Óður múgur réðst á laugardaginn á aldraða konu í litlu þorpi í Gíana í Suður- Ameríku og grýtti hana til bana. Þrír menn hafa verið handteknir og fleiri yfirheyrðir í þorpinu. Þorpsbúar töldu konuna vera eins konar norn eða blóðsugu, svokallaða „Old Higue“ sem getur breytt um ham og smogið í gegnum skráargöt. Samkvæmt gamalli þjóðtrú sjúga nornir þessar blóð úr ungbörnum. Konan vakti grunsemdir með undarlegri hegðun, en hún mun hafa þjáðst af geðtruflunum. Fólkið barði konuna með kúst þangað til hún lést og stráði síðan hrísgrjónum í kringum líkið. Múgur myrti aldraða konu Stjórnlagadómstóll Tyrklands hefur úrskurðað að fyrsta umferð forsetakjörs á þjóð- þingi landsins síðastliðinn föstudag hafi verið ógild þar sem ekki hafi nægilega margir þingmenn verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Ríkisstjórn Receps Tayyip Erdog- an forsætisráðherra er með góðan meirihluta á þingi og hugðist velja utanríkisráðherra sinn, Abdullah Gul, í forsetaembættið til að styrkja stöðu sína. Stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn tók hins vegar ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Hundruð þúsunda Tyrkja hafa mótmælt því að næsti forseti verði úr röðum stjórnarflokksins. Her landsins og fjölmargir ríkisstarfs- menn óttast að stjórnin vilji auka áhrif íslam opinberlega. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrk- lands er það þjóðþingið sem velur forseta landsins. Forseti skal kos- inn með tveimur þriðju hlutum atkvæða, en í þriðju umferð nægir einfaldur meirihluti þannig að á endanum myndi stjórnin ná því fram að Gul verði forseti þótt hún ráði ekki yfir tveimur þriðju hlut- um þingsæta. Haldi hins vegar stjórnarandstaðan áfram að mæta ekki, þá verður væntanlega ekki hægt að velja forseta nema nýtt þing verði fyrst kosið. Gerð verður önnur tilraun í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.