Fréttablaðið - 02.05.2007, Side 21

Fréttablaðið - 02.05.2007, Side 21
Á ferð um landið Nú stendur fundaferð forystu Sjálfstæðisflokksins um landið sem hæst. Á fundunum kynna Geir og Þorgerður stefnu flokksins í hinum ýmsu málum og svara fyrirspurnum fundargesta. Komdu á fund í þínu héraði – tölum saman. Við erum búin að heimsækja: 21. apríl Skagafjörður 22. apríl Húnavatnssýsla og nágrenni 23. apríl Borgarnes 25 apríl Vestmannaeyjar 29. apríl Höfn í Hornafirði 27 apríl Akureyri 27. apríl Dalvík 27. apríl Eyjafjarðarsveit 27. apríl Húsavík 28. apríl Egilsstaðir 1. maí Akranes Við eigum eftir að heimsækja: 2. maí Háskólinn á Bifröst 2. maí Selfoss 3. maí Reykjanesbær 5. maí Patreksfjörður og nágrenni 6. maí Ísafjörður og nágrenni 7. maí Ólafsvík Nýir tímar - á traustum grunni Gro Harlem Brundtland, Kofi Annan og Mona Sahlin voru sérstakir heið- ursgestir á landsfundi norskra jafnaðarmanna á dögunum. Gro, sem er sest í helgan stein en var hin síðari ár framkvæmda- stjóri alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar, var greinilega stjarna dagsins og norskir fjöl- miðlar gerðu ræðu hennar vel skil. Reyndar var fjallað á afar já- kvæðan hátt um boðskap jafnaðar- manna á þessum landsfundi. Þessi innkoma Gro á sviðið hjá jafnað- armönnum rifjaði upp kynni mín af henni og þann glæsilega feril sem Gro Harlem á að baki í norsk- um stjórnmálum. Hún kom óvænt inn í ríkisstjórn þegar Tryggvi Bratteli bauð þessum unga lækni að gerast umhverfisráðherra í rík- issstjórn sinni. Hún varð fljótt at- kvæðamikil í sínu ráðuneyti og það sópaði að henni þegar hún tók slaginn um vatns- aflsvirkjun á Hardang- ervídda sem í dag eru stærstu víðerni Evrópu eftir að við Íslending- ar virkjuðum við Kára- hnúka. Nýi umhverfis- ráðherrann vann þann slag í flokki og ríkis- stjórn og í dag myndi enginn Norðmaður láta sér detta í hug að virkja í þeim einstæða fjalla- sal sem Hardangervídda er. Gro Harlem Brundtland varð seinna formaður jafnaðarmanna og forsætisráðherra árið 1981. Gro ávann sér mikið traust á forsætis- ráðherraferli sínum og náði góðum tökum á stjórn efnahagsmálanna. Það var stórmerkilegt að sjá hægri blöðin í Noregi lýsa því yfir að at- vinnulífið vildi engan annan sjá sem forsætisráðherra. Þetta kemur líka vel fram í ævisögu hennar. Glæsilegur ferill Gro Harlem Brundtland var þó enginn dans á rósum. Fyrir utan alvarlegt per- sónulegt áfall í fjölskyldunni sem eflaust flýtti lokakaflanum í pólit- ísku lífi hennar fékk hún sannar- lega að finna fyrir neikvæðu um- ræðunni sem konur fá á sig þegar þær komast til áhrifa. Hvernig geturðu þetta Gro spurði móðir hennar í upphafi 9. áratugarins þegar henni fannst spjótin sem að dóttur hennar beindust óvægin og óréttlát en móðir Gro starfaði alla tíð í norska stjórnarráðinu. Á þessum tíma voru stöðugar fyrir- sagnir í blöðum sem gefa áttu til kynna klofning og átök í flokkn- um ásamt hefðbundnum athuga- semdum um að kona réði ekki við valdastólinn: „Gro óvinsæl í flokknum“, „Gro er ekki í takti við flokkinn sinn“, „Verkamanna- flokkurinn inn í ný persónuátök“ eru dæmi sem Gro tekur í ævi- sögunni um uppslátt um meint- an vanda hennar í flokknum. Og seinna þegar staða hennar var orðin óumdeild hjá þjóðinni: „Gro drottning“, „hún upphefur sig til drottningar í hinum konung- lega norska verkamannaflokki“, og „hún grobbar í flokknum af árangrinum“. Minnir þetta ein- hvern á athugasemdirnar sem aðrar konur í forystu hafa fengið um sig? Hin franska Royal, Hill- ary Clinton og hér heima Mar- grét Frímannsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Sól- rún. Jafnvel Vigdís Finnbogadótt- ir, okkar glæsilegi fyrrverandi forseti. Það er öllum hollt að lesa ævisögu Gro Harlem Brundtland. Líka körlum. Og það stendur upp úr að þar fór brautryðjandi, til- komumikill stjórnmálamaður og gífurlega sterk fyrirmynd fyrir konur í öllum stjórnmálaflokkum á Norðurlöndum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Áhrifamikill forsætisráðherra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.