Tíminn - 11.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 11. april 1980 V. tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu^ múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 240.- Askriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent.; Afangar Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit Múslima-bræðra lagið ætlar að senda Assad sömu leið og íra TURKÉY . Latak,a^S„eé ' ^Sr.61^2' )Í T^.Hama \Z°' It C . S Y R 1 A \ )> LEBANONjlHoms Beirut Ijr \ R a n Damascus ^ JmSf&Goian Kgi Israeli- ISRAELí®He'9hís \ occupied \ o Miies ioo nskeisara í gær var þess minnst að fjörutlu ár voru liðin sið- an íslendingar tóku siðustu leifar erlends konungs- valds i sinar eigin hendur. Enginn maður mun á landi hér sá sem ekki sér hvarvetna skýran vitnis- burð þeirrar endurreisnar á öllum sviðum sem af þvi leiddi að þjóðin tók sjálf völd yfir eigin málum. íslenska þjóðfélagið er — þrátt fyrir alla van- kanta, vandamál og mistök — ef til vill ótviræðasta dæmi þess sem til er að best fer á þvi að menn og þjóðir ráði sér sjálfar, að smæðin og mannfæðin þarf síður en svo að vera til hindrunar framförum, og að fjarstýring og sundurleitar rikisheildir með þungu stjórnkerfi stuðla ekki að alhliða framförum og geta sjaldnast komið til móts við eðlilegar óskir og hagsmuni fólksins. Samhliða þróuninni i átt til stjórnarfarslegs sjálf- stæðis, sem lauk með stofnun lýðveldisins, urðu stórbyltingar i öllu þjóðlifi íslendinga og efnahags- lifi. Þessi framsókn hefur ekki verið stöðvuð þrátt fyrir margar ágjafir og margvislegan vanda sem að höndum hefur borið. Og svo mun verða áfram að þjóðin leysir sin vandamál meðan hún nýtur sjálf-' stæðis og frelsis i landinu. En sjálfstæðisbarátta fámennrar þjóðar i um- deildum heimshluta heldur áfram. Henni lýkur ekki, og ekkert bendir til þess að henni muni ljúka. Norður-Atlantshaf og Dumbshaf eru ekki lengur á enda veraldar, heldur liggja um þetta hafsvæði mörk áhrifasvæða stórvelda, i þessu hafi eru eftir- sóttar auðlindir og f jölmargar stórþjóðir telja mikið undir þvi komið hversu farið er með völd, stjórnun og nýtingu þessa svæðis. Og þessir erlendu aðilar spyrja ekki íslendinga um leyfi til afskipta — eða áhyggjur — af þessu svæði. Það þýðir ekkert I þessu sambandi fyrir sjálfan ólaf Ragnar Grimsson að dreifa sendibréf- um sinum meðal bandariskra þingmanna i heim- sókn hér. íslendingurinn verður ekki einhver „Palli var einn I heiminum” þótt gervallur þingflokkur Al- þýðubandalagsins telji að svo geti orðið. Sjálfstæðisbaráttu okkar er ekki lokið. 1 við- skiptamálum við útlendinga eigum við i harðri samkeppni og þurfum á öllu okkar atfylgi að halda til að sjá hagsmunum okkar borgið. Með sigrum okkar i landhelgismálinu fram til þessa höfum við tekið á okkur ábyrgð á mjög víðáttumiklu auð lindasvæði, og vafalaust verðum við á næstu árum að byggja upp miklu meiri varðskipaflota en við höfum nú á að skipa til þess að standa undir þeirri ábyrgð. Og við eigum enn langt I land með að taka I okkar hendur fjölmörg störf á sviði öryggis- og vamamála, en það er að sjálfsögðu frumskylda sjálfstæðrar þjóðar að annast eigin landvarnir eftir þvi sem fært er og i samstarfi við vinaþjóðir eftir þvi sem aðstæður krefjast og samkomulag tekst um. Nú stendur fyrir dyrum áfangi I þessari sjálf- stæðisbaráttu sem eru viðræðumar við Norðmenn um Jan Mayen. Vitaskuld er það ósk allra íslend- inga að gott og vinsamlegt samkomulag geti náðst og það sem fyrst. Það er mikið I húfi fyrir báðar þjóðirnar að óvissa rlki ekki um Jan-Mayen-svæðið og að nýting auðlindanna þar verði með skynsam- legum hætti. En frá Islensku sjónarmiði verður ekki dregin dul á það, að Jan-Mayen-málið er enn einn áfanginn i ævarandi sjálfstæðisbaráttu, og við höfum reyndar fyrr þurft að fást við Norðmenn I þeim málum. JS Sjaldan er ein báran stök i Miö-Austurlöndum. Eins og ljóst er af fréttum jaörar nú viö strlö milli nágrannanna Iraks og lrans. Palestinuarabar hafa aftur látiö til sín taka á sama tima og friöargerö Israels og Egyptalands er tekin aö falla úr skoröum og Israelsher hefur enn á ný ráöist inn i Llbanon. Þar meö er ekki allt taliö, þvl trúarhiti Irana hefur nú breiöst út til Sýrlands og stjórn Hafez- al-Assad er skyndilega oröin völt i sessi. Assad komst til valda I Sýr- landi áriö 1971 er hann steypti Salah Jedid, en Assad var varn- armálaráöherra i stjörn hans. Stjdrn Assads átti framan af miklum vinsældum aö fagna I Sýrlandi, þótti mildari og rétt- látari en fyrirrennara hans. En einn helsti agnúinn fyrir Assad er nú loks aö sýna sig ljóslega meö vaxandiandstööu i landinu, ekki sist eftir byltinguna i lran. Þessi agnúi a- aö Assad tilheyr- ir minnihlutahópi I Sýrlandi, mjög blönduöu „kyni” sem enskumælandi nefna „Ala- wites”, og er auk þess sértrúar- söfnuöur meöal Múslima. Um 70% ibúa Sýrlands eru aftur á móti Sunnitar og þeir hafa um aldir fariö meö völd i landinu. Andstaöa Sunnita gegn alræöi Alawita vex nú hrööum skrefum og kom f slöasta mánuöi til blóö- ugra bardaga eöa öllu fremur^ aftaka á Alawitum I noröur- hluta Sýrlands. Þaö er ekkert nýtt aö Alawitar séu teknir af llfi I Sýrlandi, en óeiröirnar og aftökurnar I borgunum Hama og Aleppo voru nýjung aö þvl leyti aö þeim fylgdu árásir á lögreglustöövar og aörar byggingar stjórnarinn- ar og óeiröirnar breiddust auk" þess út til Deir-ez-Zor, Lataklu og fleiri borga I landinu. Varö Assad aö kalla til hersveitir frá landamærum ísraels til þess aö skakka leikinn og eftir á aö hyggja er ekki ólíklegt aö sú ákvöröun Assads aö kalla heim herliö frá Llbanon standi i beinu sambandi viö vaxandi ókyrrö 1 Sýrlandisjálfu. Hitt er svo vafa- mál aö Assad geti þegar á hólm- inn er komiö reitt sig á sýr- lenska herinn fremur en keisar- inn I Iran á þann iranska ekki alls fyrir löngu. Þótt rót óánægjunnar i Sýr- landisé sú aö Assad er af öörum stofni, segir þaö ekki nema hálfa söguna. Þegar Assad tók völdin I landinu meö fulltingi Baath-sósialistaflokksins stóö hann þegar fyrir hreinsunum I flokknum, en þær beindust eöli- lega gegn fylgismönnum Salah Jedid. Siöan hefur hann stööugt unniö aö þvi aö treysta sig 1 sessi meö því aö skipa I allar trúnaöarstööur f flokknum og stjórnkerfinu kynbræöur sina og trúbræöur Alawita, en til þeirra teljast aöeins um 12% Sýrlend- inga. Stjórnarandstööuöflin i landinu fullyröa aö þetta gangi svo langt aö aörir eigi ekki kost á framhaldsmenntun i landinu en Alawitar. Ennfremur og aö likindum meöal slikra forrétt- indahópa, hefur spilling i stjórn- kerfinu stórvaxiö og allur annar bragur sagöur á heldur en á blómaskeiöi stjórnar Assads, þegar hann óvefengjanlega studdist viö meirihluta Sýrlend- inga. Enda haföi hann þá unniö sér álit meö þvi aö draga úr skoöanakúgun og öryggislög- reglukerfinu og efnahagur sýndi mikil batamerki. Forysta stjórnarandstööunn- ar, sem annars er margskipt, er^ óefaö i höndum svonefnds Múslima-bræöralags, en þaö hefurikjölfar atburöanna I Iran vaxiö aö umsvifum, þó aö sögu þess megi rekja allt aftur til 1950. Bræöralagiö lýtur heraga og vefst raunar mjög fyrir mönnum i Sýrlandi sem annars staöar, hver pólitlsk afstaöa þess er, önnur en sú um þessar mundir aö steypa Assad. Stjórn- arandstööuna skipa auk þess fylkingar hægri manna, fylgis- menn Salah Jedid sem nú býr i lrak, og ennfremur klofnings- armur i kommúnistaflokki Sýr- lands. Og þá má ekki gleyma einhverjum mikilvægasta hópi stjórnarandstööunnar, miöstétt landsins næstum eins og hún leggur sig, ekki síst kaup- mannastéttin sem löngum hefur veriö kjölfestan I Sýrlandi. Eng- um vafa er undirorpiö, hvaö svo sem segja má um aöra hópa " stjórnarandstööunnar, aö miö- stétt Sýrlands vill koma á 1 Sýr- landilýöræöi á vestræna visu og Hafez-al-Assad Sýrlandsforseti hvorki sósialisma, fasisma eöa islömsku lýöveldi. Reikna mætti meö aö Assad ætti aö vera styrkur af þvl hversu stjórnarandstaöa lands- ins er margklofin, en á móti því vega þyngst þau mistök Assads aöhygla um of trúbræörum sin- um. Sunnitatrúin sameinar gegn honum um 70% lands- manna þegar þvl er aö skipta. Gagnvart þeirristaöreynd þýöir lltiö fyrir Assad aö láta sem óeiröirnar og vaxandi andúö i landinu sé runnin undan rifjum Bandarikjamanna og innlends auövalds sem sameinast hafi um aö fella sósialska stjórn hans. Viöbrögö Assads viö óeiröun- um aö undanförnu hafa veriö tvenns konar. Hann hefur sent stjórnarfulltrúa til viöræðna viö fólkiö, og þegar þaö hefur ekki dugaö, hefur hann kallað til úrvalsliö hersins, undir stjórn bróður hans Rifaat, og auövitaö skipaö Alawitum. Múslima- bræöralagiö hefur hins vegar ekki fariö dult meö þaö aö hern- aðartækni þessi byggi á þvi aö auka á ofbeldi I landinu til þess aö neyöa stjórnvöld til þess aö kalla til sjálfan herinn til aö berjast viö fólkiö (Iran enn). Hernaöartækni þessi byggir á einfaldri staöreynd, sem sé þeirri, aö herinn er nær ein- göngu skipaöur Sunnitum, og Múslima-bræðralagið gerir sér vonir um aö viö ákveöiö álag muni hollusta hersins viö stjórn- völd bresta og hann snúast til liðsviö „fólkiö”. Enn sem kom- iö er hefur þeim ekki orðið fylli- lega aö ósk sinni, þar sem her- inn hefur aöeins veriö haföur til taks en úrvalsdeildunum einum beitt. Hitt er fullvist, aö magnist andstaöan og óeiröir i landinu, veröur ekki margra kosta völ fyrir Assad, og þegar sú stund kemur, ef hún kemur, aö Assad neyöist til þess aö gripa til hers- ins, hefur hann spilaö út sinu siöasta trompi og engin trygg- ing fyrir því aö þaö veröi i rétt- um lit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.