Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 34
E kki eru nema fáein- ar vikur síðan ung- menni í Kaupmanna- höfn efndu til harka- legra mótmæla gegn aðgerðum stjórnvalda þegar Ungdómshúsið á Norðurbrú var rýmt og síðan rifið fáeinum dögum síðar. Dögum saman ríkti nánast stríðsástand í borginni og ákveðinn hluti mótmælenda vílaði ekki fyrir sér að beita ofbeldi, eins og að kasta grjóti í lögregluþjóna og kveikja í bifreiðum. Á mánudaginn mátti sjá sams konar myndir á ný frá Kaup- mannahöfn, en að þessu sinni var verið að mótmæla niðurrifi á hálf- brunnu húsi í fríríkinu Kristjaníu þar sem gamlir hippar og fólk sem telur sig ekki falla vel að samfé- laginu hefur skapað sér athvarf. Þetta hús var reyndar varla nema timburkofi, jafnan kallaður „Cigarkassen“ eða Vindlakassinn af íbúum Kristjaníu. Hann brann að hluta fyrir fimm árum og hefur staðið mannlaus síðan, þótt úti- gangsfólk hafi stundum leitað sér þar athvarfs. Í rauninni stóð að- eins eftir grindin ein. Viðbrögðin við niðurrifinu urðu miklu meiri og harðari en stjórn- völd og lögregla reiknuðu nokk- urn tímann með. Sannkallað stríðs- ástand skall á í Kristjaníu og næsta nágrenni þegar mótmæl- endur flykktust að, reistu götu- vígi og kveiktu í þeim, kveiktu í bifreiðum og köstuðu grjóti í lög- regluna. Bæði íbúar Kristjaníu og þeir sem skipulögðu mótmæli vegna Ungdómshússins hafa hins vegar svarið af sér alla ábyrgð á ofbeld- inu sem beitt var. Þeir segjast ekki hafa hvatt til ofbeldis. Þvert á móti hafi þeir hvatt fólk til að mótmæla með friðsamlegum hætti. „Þetta virðist vera aðallega ný kynslóð mótmælenda, fólk sem kemur hingað gagngert til að mót- mæla stjórnvöldum og lögreglu og hikar ekki við að beita ofbeldi. Þetta er mjög nýtt hérna í Dan- mörku,“ segir Jón Hnefill Jakobs- son, sem er búsettur í Kaupmanna- höfn og hefur fylgst grannt með málefnum Ungdómshússins og Kristjaníu undanfarið. „Þetta er fólk sem skipuleggur aðgerðir mikið til á netinu og með sms-skilaboðum. En lögreglan veit hverjir forsprakkarnir eru og það virðist duga þessi gamla taktík að taka burtu höfuðpaurana.“ Íbúar Kristjaníu mótmæltu vissu- lega aðgerðum lögreglunnar og beittu til þess ýmsum öðrum að- ferðum en ofbeldi. Meðal annars gerðu þeir sér lítið fyrir og reistu kofann á ný í skjóli nætur. „Þetta er bara Kristjaníuhúmor,“ sagði einn íbúa Kristjaníu um þær aðgerðir í viðtali við danska dagblaðið Polit- iken í vikunni. „Við gerum svolítið at í fólki til að leggja áherslu á að þetta var óþarfa valdníðsla.“ Yfir- völd segjast ætla að rífa niður ný- bygginguna við tækifæri. Valdníðslan felst í því að stjórn- völd ætli sér að grípa fram fyrir hendur íbúa Kristjaníu og í raun taka stjórnina í eigin hendur. Íbúar fríríkisins treysta ekki stjórnvöld- um og telja einsýnt að lögreglan, borgarstjórnin og ríkisstjórnin ætli til lengri tíma litið að svipta Kristjaníubúa þeirri sérstöðu sem þeir hafa haft síðustu áratugina. Sérstaðan felst ekki síst í því að inn á við er stjórnskipan Kristjan- íu byggð á opnu íbúalýðræði sem virkar þannig að allar ákvarðanir eru teknar á sameiginlegum íbúa- fundi, og ef einhver vill til dæmis flytja þangað þarf hann að fá sam- þykki til þess á slíkum fundi. Hver íbúi greiðir sömuleiðis fast mánaðargjald, eins konar leigu, í sameiginlegan sjóð sem meðal ann- ars er notaður til að greiða skatt til ríkisins og fyrir viðhaldi og endur- nýjun. Íbúarnir reka fjölmörg fyrirtæki af ýmsu tagi, ekki síst veitinga- rekstur, handverksiðnað og verk- stæði af ýmsu tagi. Þarna eru einn- ig nokkrir leikskólar enda stór hluti íbúanna á barnsaldri. Skoðanir fólks á Kristjaníu og íbúum þess, sem nú eru um 800 tals- ins, hafa hins vegar alla tíð verið skiptar. Margir líta á þetta litla þorp í hjarta Kaupmannahafnar sem hreina paradís þar sem mann- líf getur þrifist með allt öðrum hætti en venja er til í nútímasam- félagi. Öðrum er Kristjanía stór þyrnir í augum. Þeir sjá ekki betur en að þarna dafni hreinasti ólifn- aður og íbúarnir þykist geta verið „stikkfrí“ frá samfélaginu, skyld- um þess og sköttum. Þarna hafa meðal annars búið nokkrir Íslendingar, einkum á ár- unum um og upp úr 1980 en ekki er vitað til þess að neinn Íslendingur búi þar nú. Kristjanía var stofnuð haustið 1971 þegar hópur ungmenna lagði undir sig yfirgefnar herbúðir á Kristjáns- höfn stutt frá miðbænum í Kaup- mannahöfn. Frá upphafi var það yf- irlýst stefna íbúanna að Kristjanía skyldi vera „fríríki“, sérstakt sam- félag utan við dönsk lög og dansk- ar reglur. Því til áréttingar stend- ur skrifað stórum stöfum enn í dag innan á aðalhliði Kristjaníu: „Þú ert nú að fara inn í Evrópusambandið“. Þótt sérstaða Kristjaníu sé tölu- verð er þó engan veginn rétt að tala um „fríríki“ nema í afar tak- mörkuðum skilningi. Landsvæðið allt og gömlu byggingarnar, sem herinn notaði áður fyrr, eru til dæmis enn í eigu danska ríkisins. Íbúarnir greiða skatt eins og aðrir íbúar Danmerkur, hvort sem þeir sækja vinnu utan Kristjaníu eða stunda eigin atvinnurekstur innan svæðisins. Sum fyrirtækin í Kristjaníu eru opinberlega skráð og um þau gilda sömu skattaregl- ur og um önnur dönsk fyrirtæki, en sérstaðan felst að nokkru í því að óskráðum fyrirtækjum er heimilt að starfa innan Kristjaníu. Af þeirri starfsemi er hins vegar greiddur sameiginlegur skattur á nafni Kristjaníu. Árið 1989 voru sett sérstök lög um Kristjaníu þar sem íbúunum var formlega veitt heimild til sjálf- stjórnar á vissum sviðum, en jafn- framt gerðar kröfur til þeirra um að sinna viðhaldi svæðisins og húsakostsins þar. Árið 2004, þegar hægri stjórn var tekin við völd- um í Danmörku, voru síðan sett ný lög sem gera ráð fyrir tölu- verðum breytingum í Kristjan- íu á næstu árum, þótt engan veg- inn sé gert ráð fyrir því að leggja niður Kristjaníu. Í lögunum segir að markmiðið sé að setja almenna umgjörð um „nýja þróun á svæð- inu, með svigrúm fyrir fólk til að lifa annars konar lífi innan ramma almennra laga“. Jafnframt var umsjón svæðis- ins flutt frá varnarmálaráðuneyt- inu til fjármálaráðuneytisins og hefur síðan verið á hendi Slots og Ejendomsstyrrelsen, stofnun- ar sem heyrir undir fjármálaráðu- neytið og hefur á sinni könnu um- sýslu með höllum og öðrum fast- eignum danska ríkisins. Á vegum þessarar stofnunar var fljótlega hafist handa við að skipuleggja framtíð Kristjaníu- svæðisins, og er gert ráð fyrir að endurnýja húsakostinn að stórum hluta, hreinsa upp menguð svæði og vernda sögulegar minjar frá því danski herinn hafði þarna að- stöðu. Nú í haust náðist, að mati stofn- unarinnar, samkomulag við full- trúa Kristjaníu um þátttöku þeirra í þessum fyrirhuguðu fram- kvæmdum, en eftir áramót varð ljóst að almennt voru íbúar Kristj- aníu engan veginn sáttir við áform stjórnvalda. Íbúafundur hafn- aði þessum samningi. Eftir það hefur allt verið í járnum og íbú- arnir virðast margir hverjir telja aðgerðir lögreglunnar nú á mánu- daginn einungis lið í að brjóta samstöðu þeirra á bak aftur. Kristjanía brátt á tímamótum Fríríkið Kristjanía komst í fréttirnar nú í vikunni þegar harkaleg mótmæli brutust þar út eftir að danska lögreglan hófst handa við að rífa þar niður leifar af hálfbrunnum kofa. Guðsteinn Bjarnason fer yfir sögu og framtíðar- horfur Kristjaníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.