Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 41
Sænska úrvalsdeildin Sænska 1. deildin Ítalska úrvalsdeildin Danska úrvalsdeildin Danska 1. deildin Norska bikarkeppnin Sænska úrvalsdeildin Skoska úrvalsdeildin Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann í gær 2-1 sigur á bikar- meisturum Ajax í fyrri leik lið- anna um laust sæti í Meistara- deild Evrópu. PSV Eindhoven vann meistaratitilinn og er því komið í Meistaradeildina. Tvö mörk voru skoruð snemma í leiknum en sigurmarkið kom á 89. mínútu og var þar Georgíu- maðurinn Shota Arveladze að verki. Grétari var skipt af velli á 53. mínútu. AZ vann Ajax í fyrri leiknum Þjálfari Fredrikstad, Anders Grönhagen, var ánægð- ur með frammistöðu Garðars Jó- hannssonar í bikarleiknum gegn Lisleby á laugardaginn. Frétta- blaðið greindi frá því í gær að Garðar skoraði þrennu í leiknum á einungis fimmtán mínútum. Grönhagen var spurður eftir leik hversu langt frá byrjunar- liðinu Garðar væri eftir þessa frammistöðu en hann hefur ekki enn fengið að spreyta sig í deild- inni. „Það er erfitt að segja til um en við sáum í dag að hann er kom- inn í gang og að hann hafi skorað þrjú mörk hér í dag er gott fyrir sjálfstraust hans.“ Garðar hefur harða samkeppni um sæti í byrjunarliðinu því átta framherjar eru hjá liðinu. „Við erum með marga leikmenn í þessa stöðu og það er jákvætt,“ sagði Grönhagen. Gott fyrir sjálfs- traust Garðars Danska félagið Silke- borg féll í gær úr efstu deild þar í landi eftir 1-1 jafntefli gegn Nord- sjælland. Framtíð Íslendinganna þriggja hjá Silkeborg, Bjarna Ólafs Eiríkssonar, Hólmars Arnar Rúnarssonar og Harðar Sveinsson- ar, er í mikilli óvissu. Hólmar skor- aði eina mark liðsins í gær. Kent Madsen, stjórnarformað- ur Silkeborgar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að enginn Ís- lendinganna væri með klásúlu í samningi sínum um að hann breytt- ist við fallið og að það kæmi ekki til greina að neinn Íslendinganna færi frítt frá félaginu. „Íslendingarnir þrír eru allir enn á samningi og við viljum gjarnan hafa þá áfram. Það er eðlilegt að þegar lið fellur niður um deild er áhugi til staðar á einhverjum leik- mönnum og nokkur lið hafa spurst fyrir um Íslendingana. Það er ekk- ert öruggt í þessum efnum en það er ljóst að þeir fá ekki að fara frítt frá okkur,“ sagði Madsen. Hólmar Örn sagði við Fréttablaðið í gær að hann hefði hug á að spila í efstu deildinni í Danmörku en ef hann yrði áfram hjá Silkeborg væri það enginn dauðadómur. „Ég er í það minnsta ekki að koma heim, það er alveg öruggt. Ég skoða mín mál eftir tímabilið og það hafa ein- hverjar þreifingar verið í gangi en það er aldrei neitt öruggt í þessu. Til að vera áfram inni í myndinni í landsliðinu er kannski æskilegt að spila í efstu deild en það er alveg hægt að bæta sig í 1. deildinni hér líka,“ sagði Hólmar. Bjarni Ólafur sagði að það heill- aði ekki að spila í 1. deildinni í Dan- mörku en staðfesti þó ekki að hann myndi yfirgefa herbúðir liðsins. Bjarni hefur áður sagt að hann ætli að skoða hvort eitthvað bjóðist er- lendis en ef ekki gæti hann komið heim og spilað í Landsbankadeild- inni. Bjarni lék með Val áður en hann fór til Danmerkur en hann sagði að það væri ekki sjálfgefið að hann gengi aftur í raðir Hlíðarenda- félagsins og í raun kæmi hvaða lið sem er til greina. Ekki náðist í Hörð vegna málsins í gær. Enginn fer frítt frá Silkeborg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.