Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 1
Laugardagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 40% 70% Forsvarsmenn Radis- son SAS Hótel Sögu hafa fallist á að greiða á fimmta tug einstakl- inga upphæð sem nemur ferða- kostnaði, kostnaði við gistingu og vinnu vegna klámráðstefnu sem þeir ætluðu að halda og sækja hér á landi í mars síðastliðnum. Þeim var meinuð vist af forsvarsmönnum hótelsins en höfðu þá bókað gisti- rými og kynnt ráðstefnuna. Fréttatilkynning verður send út þegar málið verður formlega frá- gengið en eftir á að ganga frá fáeinum lausum endum, að sögn Árna Vilhjálmssonar, hæstaréttar- lögmanns hjá Logos lögmanns- stofu sem fer með málið fyrir Hótel Sögu. „Það er alveg ljóst að í þessu samkomulagi felst ekki viðurkenning á skaðabótaskyldu, heldur aðeins ákvörðun um að leysa úr þessu máli með sáttar- greiðslu,“ segir Árni. Ekki fæst uppgefið hversu háa upphæð for- svarsmenn hótelsins greiða en samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins nemur hún nokkrum milljónum króna. Oddgeir Einarsson, lögmaður hjá Opus lögmannsstofu sem vinnur að málinu fyrir hönd aðstandenda ráðstefnunnar, vildi ekki tjá sig um samkomulagið. Hrönn Greipsdóttir, hótelstýra á Hótel Sögu, segist ánægð með að málinu sé lokið en telur stjórn- málamenn þurfa að fara varlega við að beita áhrifum sínum gegn fólki sem ætli að koma hingað til lands í einkaerindum. „Það mynd- aðist mikill þrýstingur á forsvars- menn hótelsins að grípa inn í málið enda var umræðan afar hávær þegar þetta stóð sem hæst, og [Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson] borgar- stjóri fór þar fremstur í flokki. Það má spyrja sig að því hvort stjórnmálamenn eigi að blanda sér inn í svona umræðu með jafn afgerandi hætti og ýmsir gerðu.“ Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem eru eigandi hótelsins, vill ekki meina að í samkomulaginu felist viðurkenning á því að samtökin hafi í órétti komið í veg fyrir að fólkið kæmi hingað sem ferða- menn. „Eftir að hafa vegið málið og metið varð það okkar niðurstaða að farsælast væri að ljúka þessu máli með sáttargreiðslu, utan dómskerfisins. Það kostar tíma og peninga að reka mál fyrir dóm- stólum og því vorum við tilbúin að fara þessa leið.“ Klámráðstefnufólk fær milljónagreiðslu Forsvarsmenn Hótel Sögu hafa fallist á að greiða á fimmta tug gesta sáttar- greiðslu fyrir að slá af klámráðstefnu sem fram átti að fara á hótelinu. Ekki viðurkenning á sekt, segir Sigurgeir Þorgeirsson hjá Bændasamtökunum. Gestir veitingahúsa verða ekki sektaðir fyrir að reykja á börum eftir að reykingabann tók gildi á veitingastöðum. Ef starfsmenn kvarta undan reykingum er eftirlitsmanneskja frá heilbrigðiseftirlitinu send á staðinn. Tíðkist reykingar á veitingastaðnum fá eigendur áminningu eða jafnvel sekt. Bareigendum í Reykjavík finnst harkalega að reykinga- banni staðið á Íslandi. Athvarf reykingamanna á Íslandi er gangstéttin fyrir utan veitinga- staðina og því hafa margir bareigendur í Reykjavík brugðið á það ráð að setja hitalampa í portin við staðina. „Yfirvöld gáfu eigendum staðanna í raun ekkert svigrúm til að skapa reykingasvæði utandyra og flestir virðast vera upp á gangstéttina komnir,“ útskýrir Arnar Þór Gíslason, eigandi Ólivers. Vertar uggandi um afleiðingar Loftkastalinn hefur sennilega sjaldan hýst jafn stóra tísku- samkomu og „made in iceland“ sem fór fram á fimmtudag. Aðsókn innlendra og erlendra tískuspekúlanta var gífurleg. HÖNNUNKraumandi hönnun í gamla Fógetahúsinu INNLITVinnustofa í vélsmiðju ANTÍKGlamúr gömlu daganna LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 hús&heimili Karl Bjarni Guð- mundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni, sigurvegari fyrstu Idol- Stjörnuleitarkeppninnar, var hand- tekinn í Leifsstöð á fimmtudag með tvö kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi og fannst efnið í far- angri hans. Hann var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í gær. Kalli Bjarni náði þjóðarathygli eftir sigur sinn í fyrstu Idol-keppn- inni og naut í kjölfarið mikilla vin- sælda fólks á öllum aldri. Hann hefur komið fram opinberlega og sagt frá erfiðleikum sínum vegna neyslu áfengis og fíkniefna. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum staðfestir að málið hafi komið upp og að karlmaður um þrítugt hafi verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í gær. Efnið fannst við hefðbundið eftirlit Tollgæslunnar á Suður- nesjum og rannsóknadeild lög- regluembættisins á Suðurnesjum annast rannsókn málsins, sem er á frumstigi. Ekki fengust upplýs- ingar um hvort fleiri einstaklingar tengdust málinu en aðeins einn hefur verið handtekinn. Talið er að götuvirði tveggja kílóa af kókaíni geti numið tugum milljóna króna, eftir því hversu hreint efnið er. Þetta er mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári. Um átta- tíu prósent af því kókaíni sem lagt hefur verið hald á hér á landi síð- ustu ár hafa verið tekin í Leifs- stöð. Tekinn með tvö kíló af kókaíni Bátur tókst á loft þegar hann losnaði aftan úr jeppa sem var á leið austur Suðurlandsveg í gær. Mildi var að enginn slasaðist þegar báturinn kom aftur niður á jörðina, því þá lenti hann beint á Land Cruiser-jeppa sem var að koma úr gagnstæðri átt. Lögreglan á Hvolsvelli segir óhappið áminningu um að gæta þurfi fyllsta öryggis þegar tengivagnar séu aftan í bílum. Í þessu tilfelli hafi gáleysið verið ámælisvert, því báturinn hafi ekki verið tryggilega festur aftan í bíl eiganda síns. Fljúgandi bátur lenti á jeppabíl Níutíu og átta ára gömul kona, Alma F. Coate-Wilson, varð ánægð þegar fjórir borgar- starfsmenn í Ólympíu í Washing- ton-ríki komu heim til hennar með giftingarhringinn, sem hún hafði óvart sturtað niður um klósettið fyrir tveimur mánuðum. Eftir óhappið skrifaði hún borgarskrifstofunum og bað um hjálp við að finna hringinn og var ákveðið að verða við því. „Ég varð hamingjusamasta stelpa í heimi,“ sagði hún eftir að hafa endur- heimt hringinn. Giftingarhring náð úr klóaki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.