Fréttablaðið - 02.06.2007, Side 33

Fréttablaðið - 02.06.2007, Side 33
að nokkru leyti vel í Reykjavík. Síð- ustu árin vorum við niðri í bæ í lít- illi íbúð á Hverfisgötu. En við það að búa í Reykjavík missti ég allt- af af sumrinu. Það er bara ein árs- tíð í Reykjavík og hún er nafnlaus. Þannig að það var sterk þrá hjá mér að komast út úr bænum, helst upp í sveit, en úr varð að ég settist að hér á Selfossi.“ Bjarni á sér mörg áhugamál, þar á meðal mótorhjól, sem hann segir sína leið til að halda í barnið í sér. „Ég átti skellinöðru þegar ég var fjórtán en seldi hana þegar ég byrj- aði í menntaskóla. Ég keypti mótor- hjól 25 árum síðar og hef átt svona drullumallara síðan. Ég kemst allt- of lítið til að hjóla og er orðinn svo lélegur í skrokknum að ég get þetta varla, en ég reyni aðeins.“ Bjarni er afburða mælskur en skroll einkennir tal hans. Hann kveðst ekki taka það nærri sér þótt aðrir hafi það í flimtingum. „Nei, nei. Mér var strítt í æsku en aldrei þannig að það hafi verið einelti. Oft- ast gat ég snúið mig út úr því með því að hlæja með en stundum sárn- aði mér. Skrollið er algengt í minni ætt. Gott ef við systkinin gerðum þetta ekki öll þrjú og svo eitthvað af börnum okkar. Þetta eldist yfir- leitt af fólki en hefur ekki gert það hjá mér. Eins og ég sagði, þá er ég seinþroska,“ segir Bjarni og hlær. Hann hlakkar til að byrja á þingi en ætlar að taka sér gott frí í sumar eftir kosningatörnina. „Við hjón- in eigum tuttugu ára brúðkaupsaf- mæli bráðum og ætlum að halda upp á það. En sumarið fer líka í það að funda með sveitungum mínum og sinna grasrótinni. Ég vinn við það.“ Hann segist finna fyrir mikl- um meðbyr frá sveitungum sínum en því er ekki að neita að hann á líka pólitíska andstæðinga á heima- slóðum. „Ég veit að það eru marg- ir sem myndu aldrei kjósa mig, en það er líka eðlilegt. Ég verð hins vegar aldrei var við rætni í minn garð. Í þeim efnum er líka mikil- vægt að heyra það sem maður vill heyra.“ En við það að búa í Reykjavík missti ég alltaf af sumrinu. Það er bara ein árs- tíð í Reykjavík og hún er nafn- laus.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.