Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 8
Íslenska loftvarna- kerfið verður lagað að varnarkerf- um annarra evrópskra NATO-ríkja og endurnýjað í framtíðinni. Við- ræður embættismanna um framtíð kerfisins fóru fram samhliða við- ræðum Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, á fimmtu- dag. Bjarni Vestmann, sendifulltrúi á varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, segir að viðræðurnar hafi gengið vel og Bandaríkjamenn séu jákvæðir. „Það er verið að ræða hvernig við tökum yfir reksturinn á kerfinu, en einnig hugsanlegt framlag Bandaríkjamanna til upp- færslu á hugbúnaði loftvarna- kerfisins.“ Bandarísk stjórnvöld sjá um rekstur loftvarnakerfisins fram til 15. ágúst, þegar íslensk stjórnvöld taka við. Utanríkisráðherra upp- lýsti í Fréttablaðinu í gær að kostn- aður Íslands vegna reksturs kerfisins yrði um 800 milljónir króna á ári. Bjarni segir íslenska loftvarna- kerfið með því fullkomnasta í heimi. Hlutverk þess er tvíþætt. Annars vegar má í gegnum ratsjár- kerfi fylgjast með flugumferð við landið, þar með talið umferð flug- véla sem ekki nota sjálfvirkan rat- sjársvara, sem borgaraleg flugum- ferðarstjórn fylgist með. Hins vegar er kerfið notað til að stýra orrustuþotum í íslenskri lofthelgi. Ratsjárstofnun hefur frá síðasta hausti fylgst með upplýsingum úr loftvarnarkerfinu. Ólafur Örn Har- aldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar fylgjast með lofthelginni allan sólarhringinn, sérstaklega flugvél- um sem ekki séu með sjálfvirkan ratsjársvara í gangi. Hann vildi þó ekki gefa upp hvort slík óþekkt loftför hefðu komið inn í lofthelg- ina á því tæpa ári sem starfsmenn stofnunarinnar hefðu staðið vakt- ina. Loftvarnakerfið er nauðsynlegt til þess að æfingar erlendra her- flugvéla geti farið fram hér á landi, en slíkar æfingar eru meðal annars fyrirhugaðar í ágúst. Kerfið er einnig nauðsynlegt ákveði NATO að hefja lofthelgiseftirlit við Ísland, en ákvörðun verður vænt- anlega tekin í næstu viku um hvort af slíku eftirliti verður. Íslenska loftvarnakerfið liggur á milli tveggja stórra kerfa, annars vegar Bandaríkjanna og Kanada en hins vegar evrópskra NATO- ríkja. Bjarni segir að til standi að samræma kerfið evrópska kerfinu, sem geri það meðal annars að verk- um að uppfærslur þess verði ódýr- ari í framtíðinni. Varnarkerfi lagað að kerfum Evrópuríkja Til stendur að endurbæta íslenska loftvarnarkerfið og laga það að kerfum evrópskra NATO-ríkja. Kerfið fylgist með óþekktum loftförum við Ísland og er nauðsynlegt til að erlendar orrustuþotur geti athafnað sig í íslenskri lofthelgi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.