Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 10
 Með fisk milli Egilsstaða og Akureyrar flýgur Antonov-12 vél sem rekin er af hinu kasakstanska ATMA Air. Vélin var gerð árið 1973 í Sovétríkjunum. Evrópskur flug- rekstraraðili fengi ekki leyfi til að reka vélina í Evrópu. Þar sem flugreksturinn er skráður í Kasakstan snýr málið öðruvísi við, því vélin uppfyllir kröfur Alþjóðaflug- málastofnunar, sem eru ekki eins strang- ar. Unndór Jónsson, framkvæmdastjóri fraktfélagsins Norðanflugs, sem leigir þjónustu ATMA Air, staðfestir þetta en segir ekkert að óttast. „Ef mér væri boðið að fljúga í þessari vél til Belgíu myndi ég stökkva um borð,“ segir hann. „Ef þær væru ekki öruggar þá væru þær ekki að fljúga.“ Útbúnaður vélarinnar er gamaldags og til að fljúga henni þarf fimm menn, þar á meðal flugvélstjóra, loftskeytamann og siglingafræðing. „Við fengum undanþágu hjá Flugmála- stjórn og höfum verið í samræðum við hana um þessar vélar. Það er ekki alveg fyrirséð með hvernig það fer,“ segir hann. Leyfi Flugmálastjórnar gilti í þrjár ferðir og sú síðasta verður farin 17. júní. Unndór heitir því að Norðanflug fljúgi áfram eftir það, hvort sem það verði með Antonov-vélum eða ekki. Samkvæmt yfirliti frá Flugmálastjórn hefur nokkrum sinnum verið veitt heimild til svona flugs. Það er gert við sérstakar aðstæður, til dæmis þegar hagsmunir Íslendinga krefjast þess. Pétur K. Maack flugmálastjóri telur að svo hafi verið í þessu tilfelli. Engir aðrir samningar hafi verið fyrir hendi til að fljúga með fiskinn út. Í yfirlitinu er einnig fjallað um sanngirni þess að meiri kröfur séu gerðar til íslenskra flugrekenda en til dæmis ATMA Air og hvatt til þess að fara gætilega í þeim efnum. Því hafi Flugmálastjórn ekki leyft nema þrjú flug. Samgönguráðuneytið hafi leyft þrjú til viðbótar, eftir kæru Norðan- flugs. Ákvörðunin um að leyfa svona flug sé „flugpólitísk“. Spurður hvort hann telji flugið hættu- laust segir Pétur það „alveg ljóst að þessi flug uppfylla ekki þau skilyrði sem við gerum til flugrekenda. Það er ekki í sama flugöryggisflokki.“ Fengi ekki lofthæfisskírteini Antonov-12 flugvélin frá Kasakstan sem flýgur með fisk milli Akureyrar og Egilsstaða uppfyllir ekki Evr- ópustaðla. Hún gæti ekki fengið íslenskt lofthæfisskírteini. „Flugpólitísk ákvörðun,“ segir Flugmálastjórn. Talsverð ölvun var á tjaldstæð- inu Hömrum við Kjarnaskóg aðfaranótt föstudags. Gestir tjaldstæðisins og gæslumenn kvörtuðu til lögreglu undan hávaða og ölvun unglinga á svæð- inu. Lögreglu gekk vel að stilla til friðar og enginn var handtekinn. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.