Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 18

Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 18
Þ orsteinn Ingi Sigfús- son, nýráð- inn forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar, fékk á dög- unum Alheimsorku- verðlaunin rússnesku. Eins og frægt er orðið var það Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem afhenti þau, til viður- kenningar fyrir fram- lag til orkumála. Við- mælendur Fréttablaðs- ins eru sammála um að á sínu sviði sé Þor- steinn einkar vel að viðurkenningu kominn. „Ég veit ekki um neinn betri,“ sagði samstarfs- maður hans til margra ára. Hinn ágætasti full- trúi Íslands, sem eins konar erindreki vís- indanna. Þorsteinn fæddist í Vestmannaeyjum árið 1954. Hann sýndi fljót- lega af sér leiðtoga- hæfileika og stofn- aði knattspyrnufélagið Knött. Snemma beygð- ist krókurinn því þótt leiðtoginn væri ekki drengja fimastur á vellinum sá hann vel um fjármál félags- ins og framgang á öðrum sviðum. Hann þótti snemma góður námsmaður og sleppti einum árgangi í grunn- skólanum. Í æsku var Þorsteinn áhugasamur um fræðin og fram- kvæmdi margs konar tilraunir, til að mynda á yngri systkinum sínum, sem eru fimm talsins. Þau eru Árni, sem nú er bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Gylfi framkvæmdastjóri í Bandaríkjunum, Þór, forstjóri Sjóvá, Mar- grét innanhússarki- tekt og Sif, varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokks. Sagt er að Þorsteinn hafi litið mjög upp til afa síns, Þorsteins Þ. Víglunds- sonar, skólastjóra við gagnfræðaskólann í Eyjum. Menntahneigð var honum því í blóði borin og lá beint við fyrir hann að ganga þann veginn, þótt lang- skólaganga hafi ekki verið sjálfgefin á þeim tíma í Vestmannaeyj- um. Þegar Þorsteinn var fimmtán ára gam- all fluttist fjölskyld- an til Reykjavíkur og gekk hann þá í Mennta- skólann við Hamrahlíð. Þorsteinn hélt síðan til náms utan landsteinanna og nam meðal annars við hinn fornfræga háskóla í Cambridge. Þar var hann valinn í skólaliðið í reiptogi og þótti fastur fyrir og sterkur. Þorsteinn þykir traustur vinur og fórnfús. Vinir segja hann sýna ræktarsemi sem gengur stund- um lengra en þeir áttu endilega von á. „Það má bera mikið traust til Þorsteins, hann hleypur í skarðið ef með þarf,“ segir vinur til margra ára. Sá bætir við að Þor- steinn sé ávallt óspar á að hampa öðrum og eigni sér ekki ann- arra verk. Hann er sagður prúður maður sem eigi auðvelt með að umgangast aðra. „Það fer ekki á milli mála að hann er einn ágætasti maður sem ég hef kynnst,“ sagði einn mætur maður um hann. Þorsteinn fer leikandi með að koma sínum sjónar- miðum og áherslum á framfæri. Gerir flókna hluti auðskilda og festir sig ekki í smáatriðum, held- ur er stór þáttur í fari hans hæfnin til að sjá og sýna heildarmynd- ina skýra. Þrátt fyrir kurteisina er Þor- steinn „fullfær að sjá um sig sjálfur,“ eins og einn viðmælandi orðar það. Ekki er hann skaplaus maður og fólki dylst ekki ef honum mislíkar eitt- hvað. Hann er hvort tveggja alvörugef- inn og léttur í lund. „Ekkert selskaps- dýr kannski, en allt- af mjög léttur. Mikill húmoristi.“ Þegar forvitnast er um hugðarefni Þor- steins, utan eðlis- fræði, er nefnt að hann hafi gaman af tungumálinu og íslenskum bókmenntum. Persónulegur metn- aður Þorsteins er mikill og djúpur og nýtir hann mikla at- orku sína til fulln- ustu. „Ekki týpan sem vill vera í friðsælu háskólaumhverfi til að sinna fræðilegum verkefnum eingöngu,“ sagði einn viðmæl- andi. Hann lætur ekk- ert tækifæri úr hendi sleppa til að ýta áfram sínum baráttumál- um og fer bróðurhluti tíma hans í þau. Þrátt fyrir að hafa gengið svo langt að hafa lýst því yfir að hann standi í plat- ónsku ástarsambandi við vetni er Þorsteini lýst sem afskap- lega miklum fjöl- skyldumanni. Hann á og „efnileg börn í sérklassa, glæsilegt fólk“. Þorsteini verður enda tíðrætt um afkvæmin og ber mikla umhyggju fyrir þeim. Einn viðmælandi bendir á dæmi sér til stuðnings að þegar Þorsteini var boðið að taka með sér hóp til Rússlands að hitta Pútín ákvað hann að taka börnin og eiginkonuna með sér, en margur hefði talið silki- húfur hæfa betur með í för. Erindreki vísindanna „Það hefur vissulega verið verkefni mitt að temja rót- eindina; að virkja léttasta og útbreiddasta atómið, vetni, í þjónustu heimsins.“ t o n / S Í A Sumartilboð Vildarþjónustunnar Osló, Stokkhólmur og Gautaborg með Iceland Express aðeins 19.900,- með sköttum Tilboðið er bókanlegt frá 15. - 30. júní og er ferðatímabilið 15. - 15. júlí www.spar.is MARKAÐURINN með Fréttablaðinu alla miðvikudaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.