Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 66
Bragi Kristjónsson skrifar fallega minningargrein um Elías Mar í Mbl. 6. júní, og kemst skemmtilega að orði sem oftar – með haglegri myndhverfingu: „Eitt af falleg- ustu ævintýrum lífsins eru kynn- in og vináttan við Elías Mar skáld. Hann var furðufuglinn, sem undi alla tíð einn í bjargi sínu og stund- aði þaðan rannsóknir sínar á sjón- arspili mannlífsins. Hann lifði allt- af dularfullu lífi – þannig vildi hann hafa það. Skáldverk hans áttu gengi að fagna, en margan bezta skáld- skap sinn skrifaði hann bara í hugi vina sinna.“ Í Fréttablaðinu 19. maí var sagt að Þórunn Sigurðardóttir væri kvænt Stefáni Baldurssyni. Karlar eru kvæntir (dregið af kván: kona) og konur giftar, dregið af gefa, enda voru þær gefnar áður fyrr. Nú er að vísu algengt að tala um gifta karlmenn, enda má segja að karl og kona gefist hvort öðru. En kona getur tæpast verið kvænt, nema þá í samkynhneigðum hjúskap, kannski. Ekki veit ég hvernig Stef- áni líkar að vera kván konu sinnar. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins 10. júní var svo sagt frá hannyrðakonu sem „kvæntist aldrei“. „Þarna er verið að velja úr verulegu magni af sýningum...“ sagði við- mælandi í morgunútvarpi 1. júní. Ekki vil ég tengja orðið magn við sýningar, heldur fjölda. Megum við kannski búast við að heyra talað um verulegt magn af fólki á sýningu? Hljómar það ekki fremur aulalega? Þannig hljóðar fyrirsögn á for- síðu Mbl. 6. júní og er hressileg tilbreyting í annars litlitlu málfari íslenskra dagblaða. Orðið bitsljór en haft um hníf sem bítur illa, en fellur vel að þeirri ásökun að stýri- vextir Seðlabankans komi ekki að miklu gagni. Svona tilþrif í orð- færi sjást því miður sjaldan. eru tvö orð ólíkrar merkingar, en stundum ruglað saman, ef til vill vegna vankunnáttu í stafsetn- ingu. Þannig mátti sjá í Mbl. 7. júní „á næsta leyti“, sem er auð- vitað rangt. Leiti merkir hæð sem ber við sjónarhring, og ekki verð- ur séð lengra. Á næsta leiti merkir því nálægt, á næstu grösum. Leyti er aftur á móti haft um hluti, tillit, sbr. að mestu leyti: að hinu leytinu, eða um tíma, sbr. um sama leyti; um jólaleytið. Ég hélt að allir væru hættir þeirri vitleysu að „forða slysum“, en það sást í texta með frétt í Sjónvarp- inu 6. maí og í fyrirsögn í Mbl. 8. júní: „Ekki banna hreyfingu til að forða slysi“. Hvert á að forða slys- um? Frá hverju á að forða slys- um? Sjá ekki allir hvað þetta er vitlaust? Hins vegar er bæði gott og nauðsynlegt að forðast slys. Pétur Stefánsson sendir þessa frá- rímuðu vorbraghendu: Íslenskt vor er ylríkt, bjart og undur snoturt. Ekkert veit ég yndislegra eða hér í veröld fegra. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Maríubréf Einars Más Jónsson- ar kom út skömmu eftir páska og hefur síðan verið lesið víða. Deili- rit uppá þrjúhundruð og fimm- tíu síður eru fátíð hér í fámenn- inu. Þau komu reyndar nokkur út í vor. Kippurinn er merkilegur og bendir til að höfundar vilji reyna á mátt bókarinnar til að sveigja samtímaumræðu. Fyrstur var til eftir langt skeið Andri Snær. Hans bréf snerist um hugmynda- fræðina íslensku, ófrjósemi henn- ar og heimsku. Einar Már er mun eldri en Andri og hefur ákaflega víðan sjóndeildarhring: mennt- un hans í miðaldafræðum, eðlis- læg forvitni um ólíklegustu hluti, nærvera hans í íslenskri menn- ingu og sjálfskipuð fjarvera, en Einar hefur um margra áratuga skeið búið í París, sem gerir það að verkum að hann horfir yfir sviðið af stærri hól en flestir aðrir. Svo bætir ekki úr skák að höfundur bréfsins er fjörlegur penni, hugmyndaríkur og frjór í samsvörunum, andstæðum, hug- renningameistari mikill. Bókin er því afburðaskemmtileg og höf- undur færist mikið í fang. Raun- ar virðist mér hér faldar fáeinar bækur í einni. Hvað liggur honum á hjarta? Hann grípur til þess ráðs að svið- setja sjálfan sig að hluta í verk- inu: miðja heimins er París og hann er þar staddur í enn þrengri brennipunkti: andlegt líferni lat- ínuhverfisins er að sönnu fyrir- ferðarmest efni í bréfinu og hin áleitna spurning hvernig andleg- ar skammvinnar tískubólur í hug- myndasamkeppni franskra fræði- manna gátu dreifst yfir allan hinn menntaða heim, Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur: Sartre, Levi-Strauss, Althusser, Barthes, Foucoult, Derrida og Lacan eru dæmdir úr leik. Flestir áhangenda þeirra eru að mati Ein- ars sporgöngumenn öfgasinna úr stúdentapólitík maóista og trotta. Þetta er nokkuð snöfurmann- leg afgreiðsla en víða sannfær- andi þó ekki sé hún studd nægi- legum tilvitnunum til að hún hafi víðtækt gildi. Flesta þessa áhrifa- miklu fræðimenn mannvísinda lærðu menn hér á landi að þekkja af þýðingum og nota jafnvel texta þeirra í verðlaunuðum ritum í þýðingum. Einar sýnir fram á hvað það allt var varasamt. Ein þessi langa afgreiðsla er aðeins inngangur að úttekt hans á nýlegri bólum, frjálshyggjunni og röksemdum hnattvæðingar í hugsunarhætti. Gott ef það er ekki eitthvað þing hér á landi nú um helgina þar sem spekingar tala fyrir þessu tvennu og mætti Einar vera þar að deila við þá sem telja þjóðríkið liðið lík. Hvað gerir gömlum ofvita úr Austurbæjarskóla, MR og Svarta- skóla gerlegt að henda stórmenn- um andlegrar hugsunar á haug- ana sisona: jú, Einar er klassískt menntaður og les sjálfur frum- texta á mörgum tungum. Raunar er einn lokahnykkurinn í ádeilu hans vörn fyrir sígildri mennta- stefnu þar sem hann hirtir ný- mæli í skólun barna og því við- horfi að íslenska sé annars flokks mál. En maðurinn er með ein- dæmum vel lesinn, greindur og rökfastur á sitt mál. Mestu skiptir þau að hann les samtíma okkar í sögulegu ljósi, er skyggn á hversu sjálfhverfur hugsunar- háttur okkar tíma er á miklu lengra tímaskeiði en við miðum við. Í huga manns brýst fram sökn- uður að Einar skuli ekki hafa tekið þátt í opinberri umræðu meira og oftar en í einni bók og fáeinum ritdómum. Rit hans er hrópandi körp lýsing um sveita- mennsku og fáfræði okkar sem heima sitja. Líklega verður margt í beittri gagnrýni hans þaggað af þeirri kynslóð sem ólmust hljóp á eftir tískubólunum uppúr 1970 og lengi vel á eftir: falla nú margir tittlingar til jarðar og spörfuglar kveina. Maríubréf úr Svartaskóla Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. -99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. LEYSTU KROSS GÁTUN A! ÞÚ GÆ TIR UN NIÐ THE LA ST KIN G OF SCO TLAND Á DVD ! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.