Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 70
Kl. 21.00 Elvar Már Kjartansson opnar sýn- ingu sína „Streets of Bakersfield“ á Vesturveggnum í Skaftfelli Menn- ingarmiðstöð á Seyðisfirði. Elvar er annar í röðinni í sýningarröð Vestur- veggsins í sumar en í ár koma þar við sögu listamenn sem vinna á mörkum hljóðs/tónlistar og myndlistar. Í kjöl- far opnunar mun hljóðlistamaður- inn Auxpan halda tónleika í Bistró- inu. Sérstakur gestur verður tónlista- maðurinn Buck Owens sem dó langt fyrir aldur fram í fyrra.Sýningin mun standa til 4. júlí. Leikið og sungið á Gljúfrasteini Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður haldin vestur á Ísa- firði dagana 18. til 24. júní. Tinna Þorsteinsdóttir veitir henni nú forstöðu. Hefur hátíðin ekki verið stærri í sniðum en á þessu sumri. Gestir koma víða að úr heimin- um: frá Frakklandi, Danmörku og Bandaríkjunum. Glæsilegir lista- menn koma fram á tónleikum og kenna jafnframt á námskeiðum á tímabilinu fyrir lærða og leika. Þar fer fremstur í flokki hinn heims- og landskunni sellóleik- ari Erling Blöndal Bengtsson, sem fagnaði fyrr á þessu ári 70 ára starfsafmæli. Mun hann standa fyrir námskeiði fyrir unga tónlistarmenn og er þegar fullbók- að á það. Sérstakur gestur hátíðarinnar er Evan Ziporyn, klarínettuleikari, tónskáld og meðlimur hinar heims- þekktu samtímasveitar Bang on a Can, en hann heldur námskeið þar sem kynnt verður tónlist frá þeirri sælu eyju Balí. Hann er stofnandi sveitarinnar Gamelan Galak Tika, þar sem leikið er á hátt á þriðja tug Gamelan-hljóðfæra. Af þessu til- efni verða sérstaklega flutt inn til landsins Gamelan-hljóðfæri fyrir þátttakendur á námskeiði hans að spreyta sig á og hlustendur að njóta, en það verður að teljast fá- títt ef ekki einstakt tækifæri á Ís- landi fyrir áhugamenn um tónlist fjarlægra staða. Námskeið er opið öllum áhugasömum: tónskáldum, hljóðfæraleikurum og tónmennta- kennurum. Aðrir sem koma fram eru hinn þjóðþekkti píanóleikari Vovka Stefán Ashkenazy, Davíð Þór Jóns- son, spuna-/djass píanóleikari með meiru úr FLÍS-tríóinu, en tríó- ið kom fram á hátíðinni í fyrra og vakti þá mikla lukku. Einnig mun Tinna Þorsteinsdóttir kenna á nám- skeiði í samtímatónlist fyrir unga píanónemendur. Skipar því píanó- ið veigamikinn sess á hátíðinni í sínum fjölbreytileika. Tónleikarnir eru annar megin- þáttur hátíðarinnar: opnunartón- leikar verða á þriðjudegi 19. júní kl. 20 í Hamrinum. Þar leikur Er- ling Blöndal Bengtsson verk eftir Bach, Sibelius, Piatti og Kodaly. Á fimmtudagskvöldinu 21. júní verða lokatónleikar spunapíanó- námskeiðs með Davíð Þór Jónssyni og nemendum hans í Edinborgar- húsinu og hefjast kl. 20. Á föstu- deginum verða þar tónleikar kl. 20 með þeim Evan Ziporyn, Christ- ine Southworth og Aton. Á laugar- deginum kl. 21 gefst landsmönn- um nær og fjær kostur á að njóta beinnar útsendingar á Rás 1 með Erling Blöndal Bengtssyni, Vovka Ashkenazy, Evan Ziporyn, Christ- ine Southworth, Tinnu Þorsteins- dóttur og Aton í Hamri. Þar spilar svo Vovka Ashkenazy á hátíðartón- leikum á sunnudeginum kl. 16. Auk þessa verða tvennir nemendatón- leikar og tvennir hádegistónleika- gjörningar með Davíð Þór annars vegar og Aton hins vegar. Í ár er sú nýjung höfð á, að boðið er upp á tónsmíðanámskeið undir handleiðslu hins unga og efnilega Dana, tónskáldsins Simon Steen- Andersens og tónlistarhópsins Aton, sem mun frumflytja verk eftir hann á sérstökum tónleik- um og nemendur á námskeiðinu. Simon Steen-Andersen hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu fyrir frumlega nálgun með hljóð- heimi sínum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Hátíðin er haldin í samvinnu við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Háskólasetur Vestfjarða, Tónlist- arskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Edinborg- arhúsi. Nýverið hafa tveir splunku- nýir flyglar verið teknir í notk- un á Ísafirði, í sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, Hömrum og nú síðast í nýuppgerðu Edinborgarhúsi sem hátíðin mun njóta góðs af. Ísafjörð- ur verður því iðandi af mannlífi og tónlistarlífi um Jónsmessu, sem að heimamenn og ferðamenn geti notið. Skráning á hátíðina, sem er nú haldin í fimmta árið í röð, fer vel fram. Enn er hægt að skrá sig á nokkur námskeið, sem eru opin fyrir allt tónlistarfólk á mismun- andi stigum náms og atvinnu- mennsku. Nánari upplýsingar um dagskrána og skráningu er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: www. viddjupid.is. „Ég vil sýna raunveruleik- ann eins og hann er og vil að fólk upplifi tilfinningu og áhrif verka minna,“ segir Tinna Lúðvíksdótt- ir, listljósmyndari, sem hefur verið boðið að taka þátt í samsýningu fjög- urra listakvenna í Lund- únum. Sýningin hefst 29. júní og stendur til 29. júlí, en auk Tinnu sýna lista- konur frá Brasilíu, Þýska- landi og Englandi. Sýning- in verður í Danielle Arnaud lista- galleríinu, sem leggur áherslu á samtímaverk. Tinna hefur verið búsett í Nor- egi í fimmtán ár. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Bergen árið 2001 og hefur sýnt verk sín víða í Noregi. Hún hefur meðal annars starfað sem ljósmyndari í Noregi og við kvikmyndaframleiðslu. Yfirskrift sýningarinnar í Lund- únum er „A Private Paradise“. Galleríeigandinn, Danielle Arnaud, sem er virt á sínu sviði, vildi fá verk á sýning- una sem sýndu túlkun lista- kvennanna á „einkaparad- ís”. Tinna setti saman fjór- ar ljósmyndaseríur fyrir sýninguna, alls tólf mynd- ir, og hefur unnið að verk- unum frá áramótum. „Ég tók myndir á Íslandi, en ég sýni einnig mynd- ir sem ég hef tekið í Nor- egi. Myndirnar túlka mína einkaparadís og eru meðal ann- ars teknar á Snæfellsnesi,” segir Tinna. Tinna heldur til Kaíró í Egypta- landi í október þar sem henni hefur einnig verið boðið að taka þátt í sýningu. „Það verður mikið ævintýri að koma þangað,” segir hún. Upplýsingar um verk Tinnu má finna heimasíðunni: www.tinna.no Paradís Tinnu Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express SÉRFERÐIR Verð á mann í tvíbýli 84.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum, allur akstur, gisting í tvær nætur í Andernach ásamt morgun- og kvöldverði, þriggja daga sigling með fullu fæði og einum gala-kvöldverði. Íslensk leiðsögn. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 25.–30. ágúst Yndisleg ferð þar sem dvalið er á góðu hóteli í Andernach við Rín í undurfögru umhverfi. Farið í skoðunarferð um hina stórmerku Köln sem stendur við Rín, m.a. í dómkirkjuna sem var 600 ár í byggingu. Síðan verður farið um borð í skipið mps Statendam sem er glæsilegt hollenskt skip og siglt hina fallegu leið til Königswinter. Þar verður í boði að fara í skoðunarferð upp á Drachenfelsen. Talið er að þar hafi Sigurður Fáfnisbani vegið orminn. Haldið til Boppart sem er mjög skemmtilegur bær og dvalið þar í einn dag. Síðan er borgin Koblenz heimsótt og að því loknu farið aftur til Kölnar. Sama dag er ferðalöngum ekið til Frankfurt Hahn í flug. Lágmarksþátttaka er 20 manns Haustsigling á Rín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.