Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 76

Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 76
Listinn yfir þá söngvara og hljóm- sveitir sem ætla að koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu 1. júlí næstkomandi verður sífellt stærri og glæsi- legri og í gær bættust Anastacia, Andrea Bocelli, Josh Groban og Fergie úr Black Eyed Peas í hóp- inn. Hjartnær tíu ár eru liðin frá því að Díana lést í umferðarslysi í París og af því tilefni hafa synir hennar, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, skipu- lagt tónleika sem fram fara á Wembley-leikvanginum. Tónleikarnir verða í raun einn allsherjar söngleik- ur þar sem listamennirn- ir koma fram hver í sínu lagi. Enginn annar en Andrew Lloyd Webber sér um stjórn söng- leiksins. Meðal annarra sem hafa boðað komu sína á Wembley þetta kvöld eru Take That, Duran Duran, Bryan Ferry, Rod Stewart, Kanye West og að sjálfsögðu Sir Elton John, sem var náinn trúnaðarvinur Díönu á meðan hún lifði. Allir vilja spila til heiðurs Díönu Gríman, íslensku leiklistar- verðlaunin, voru haldin í fimmta sinn í íslensku óperunni í gærkvöldi. Benedikt Erlingsson var óumdeildur sigurvegari kvöldsins. Sýningin Dagur vonar hreppti eftirsóttustu verðlaun Grímunnar í gærkvöldi og var kjörin besta sýning ársins. Leikfélag Reykja- víkur setti upp sýninguna, sem er eftir Birgi Sigurðsson, en Hilmir Snær Guðnason leikstýr- ir. Það var hins vegar áðurnefnd- ur Benedikt sem stal senunni en hann hlaut þrenn verðlaun. Benedikt var kjörinn leikstjóri ársins fyrir Ófögru veröld, einnig í sviðsetningu Leikfélags Reykja- víkur, og þá hlaut hann tvenn verðlaun fyrir frammistöðu sína í Mr. Skallagrímssyni, sem leik- ari ársins og leikskáld ársins. Þetta er í annað sinn sem Bene- dikt reynist sigursæll á Grímunni en fyrir tveimur árum var hann valinn leikstjóri ársins þegar hann stýrði Draumaleik, sem þá var einnig valin besta sýning árs- ins. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmir Snær stýrir verðlauna- leiksýningu en hann hefur tví- vegis hlotið Grímuna fyrir best- an leik í aðalhlutverki, árið 2003 fyrir Veisluna og í fyrra fyrir frammistöðu sína í sýningunni Ég er mín eigin kona. Leikararnir Herdís Þorvalds- dóttir og Róbert Arnfinnsson hlutu heiðursverðlaun Leiklistar- sambands Íslands í gær fyrir ævistarf sitt í þágu leiklistar á Íslandi. Voru þau hyllt af við- stöddum í Óperunni í gær þegar forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti þeim verðlaunin. Úrslitin í gær komu fáum á óvart og voru í takt við það sem flestir gagnrýnendur höfðu spáð. Dr. Jón Viðar Jónsson leiklist- arfræðingur spáði Degi vonar verðlaununum í viðtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu og þá hefur Sveinn Einarsson, leik- húsfræðingur og fyrrverandi Þjóð- leikhússtjóri, látið hafa eftir sér að Dagur vonar sé í hópi bestu leikrita sem skrifuð hafa verið hér á landi á síðustu árum. Benedikt hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á Agli Skallagríms- syni í leiksýningu sinni sem sýnd er á Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Benedikt var ein- mitt upptekinn við leik í sýning- unni framan af kvöldi í gær en var fluttur með þyrlu frá Borgar- nesi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Benedikt mætti á hátíðina í tæka tíð til að taka á móti verðlaunum sínum. Fyrr á árinu hlaut Benedikt Samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins sem uppfræðari ársins fyrir Mr. Skallagrímsson. Þá sagði Benedikt að vinsældir verksins kæmu sér mikið á óvart. „Mér datt ekki í hug að svona stór hluti þjóðarinnar hefði þennan Íslend- ingasagnanörd í sér,“ sagði Bene- dikt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.