Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 17
Nýr Laser Tag-salur verður opnaður um næstu mánaðamót. „Þetta er skotleikur sem fer fram inni í völundarhúsi og gengur út á að hæfa andstæðinginn með ljósgeisla- byssu. Honum svipar til leikja eins og litabolta og M- 16, fyrir utan að vera innan dyra. Auk þess sem maður fær ekkert í sig, nema ljósgeisla og þá í sérstakt vesti,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, sem hefur ásamt eiginmanni sínum Gylfa Sigurðssyni, endurvakið Laser Tag á Íslandi eftir fjögurra ára hlé. Að sögn Elísabetar verður tekið á móti einstakling- um jafnt sem hópum, sem hægt verður að sækja með rútum í eigu fyrirtækisins. Gildir þá einu hvort um óvissuferðir, hópefli, gæsun eða steggjun er að ræða. „Síðast en ekki síst er vel tekið á móti börnum, enda er þetta ekki hættulegur leikur þótt leikfangabyssur komi við sögu. Hér verður meira að segja hægt að slá upp afmælisveislum, þar sem þar til gerð herbergi verða í boði,“ segir Elísbet hress í bragði. Leikurinn fer fram í 400 fermetra rými, sem er þar með hið stærsta fyrir Laser Tag á Norðurlöndunum og eitt hið stærsta í Evrópu, þar sem Laser Tag nýtur mikilla vinsælda. „Til marks um það eru starfsræktir sérstakir Laser Tag-klúbbar um víða veröld og sérstök mót haldin, þar sem bestu leikmenn frá hverju landi etja kappi,“ segir Elísabet og útilokar ekki að efnt verði til slíkrar keppni hérlendis í náinni framtíð. Auk Laser Tag-salarins verður húsnæðið, sem er 800 fermetra stórt, útbúið billjarðstofu þar sem menn geta spilað og horft á fótboltaútsendingar í beinni. „Síðan er ætlunin að koma upp líkamsræktaraðstöðu, þar sem stílað verður inn á einkaþjálfun. Að ógleymdu draugahúsi, sem verður opnað í haust. Annars vil ég sem minnst segja að sinni,“ bætir Elísabet við, leynd- ardómsfull í bragði. Laser Tag endurvakið VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 23.4.2007. 3,4% Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 4,0% * 4,4% * 5,0% GREIÐSLUBYRÐI**** 66.500 100.800 96.600 * M.v. 1. mánaða Libor vexti 23.04.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY. *** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,4% til 4,5% m.v. myntkörfu 4. **** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga. Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.