Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 32
Fasteignafyrirtækið Castle & Cooke Florida USA kynnir á Grand Hotel 19. -22. júní Fjárfestingar í glæsilegum fasteignum á besta stað í Keenes Pointe í Orlando Florida Ísland-Serbía 42-40 (24-22) Umspil fyrir EM 2008: Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn í gær eftir 3-1 sigur á Mallorca. Á sama tíma vann Barcelona Gimnastic og urðu félögin jöfn að stigum en Real varð meistari vegna betri ár- angurs í innbyrðisviðureignum. „Allir eiga hrós skilið, allir. Þetta var spennandi leikur en á endanum náðum við að tryggja þetta þrátt fyrir hátt spennu- stig. Ég er ótrúlega ánægður og mér finnst þetta vera verðskuld- að,“ sagði stjórinn Fabio Capello í leikslok. Real meistari Serbar unnu fyrri leik- inn ytra með einu marki og því var ljóst að Íslendingar urðu að vinna með tveimur mörkum til þess að komast á EM sem fram fer í Nor- egi í janúar. Það var boðið upp á hreint ótrú- lega skotsýningu í fyrri hálfleik þar sem alls voru skoruð 46 mörk á 30 mínútum. Varnarleikur og markvarsla var engin hjá báðum liðum og allt lak inn í sókninni. Ísland byrjaði leikinn hræðilega illa og var komið undir 1-4 áður en áhorfendur voru búnir að syngja 17. júní lagið. Serbarnir komu svo- lítið á óvart með því að spila 6/0 vörn en Alfreð reiknaði með því að þeir myndu klippa Ólaf út úr sóknarleiknum. Þeir byrjuðu á því síðar í hálfleiknum en ekki með neinum árangri. Serbarnir keyrðu auk þess hraða miðju sem íslenska liðið réði ekki við en varnarleikurinn í heildina var til skammar. Serbar fengu auðveld skot í nánast hverri ein- ustu sókn og höfðu lítið fyrir því að opna íslensku vörnina. Þrátt fyrir það gerði Alfreð engar breyt- ingar á vörninni. Markvarðaskipti breyttu engu þar sem Serbar fengu að skjóta án pressu og þá er markvörðunum vorkunn. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleik. Ísland komst fyrst tveimur mörkum yfir þegar Serbar höfðu skorað 14 mörk en Serbar jöfnuðu strax. Lokakafli hálfleiksins var frábær hjá Ís- landi þar sem vörnin datt aðeins í gang og í kjölfarið komu hraða- upphlaupin en Ísland skoraði úr níu slíkum í fyrri hálfleik. Ísland komst í 24-21 en Ser- bar minnkuðu muninn í 24-22 rétt fyrir hlé og mikil vinna eftir í síð- ari hálfleik. Íslenska liðið byrjaði síðari hálf- leikinn jafn vel og það byrjaði þann fyrri illa. Birkir Ívar datt í gírinn og hraðaupphlaupin komu á færibandi. Fyrr en varði var Ísland komið með fimm marka forystu, 28-23. Sá munur hélst lengstum en mest náðu Íslendingar sjö marka forystu snemma í síðari hálfleik. Serbar söxuðu á forystuna eftir því sem leið á hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem hver sókn og nánast hver einasta send- ing skipti öllu máli. Serbar minnkuðu muninn í tvö mörk, 42-40, og eitt mark í við- bót hefði komið þeim á EM. Guð- jón Valur sýndi þá afburðaskyn- semi og hélt boltanum allt til enda og þakið bókstaflega lyftist í fagn- aðarlátunum. Íslenska liðið sýndi enn eina ferðina þann ótrúlega karakter sem einkennir liðið. Liðið stóðst áhlaup Serbanna, sýndi útsjónar- semi og fór ekki á taugum þótt sig- urinn hafi verið ansi tæpur undir lokin. Held það sé ekki á neinn hallað þegar Alexander Petersson er sér- staklega hrósað. Hann sannaði enn og aftur hvílíkur afburðaíþrótta- maður hann er og Ísland er ríkt að hafa slíkan mann í sínu landsliði. Guðjón Valur var einnig ótrúlegur sem fyrr, skoraði mikilvæg mörk og reif vagninn bókstaflega áfram á köflum. Ólafur var útsjónarsam- ur og Snorri stýrði spilinu vel. Svo má ekki gleyma Birki Ívari mark- verði sem var eins og gömul dísel- vél og keyrði á öllum hestöflum í síðari hálfleik. Liðið er komið á EM þar sem það hefur getuna til að gera ótrúlega hluti. Það er óskandi að hershöfð- inginn Alfreð Gíslason verði áfram við stjórnvölinn á því móti. Strákarnir okkar sáu um flugeldasýninguna á þjóðhátíðardaginn þetta árið. Leikur þeirra gegn Serbum var stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda og Ísland komst á EM í Noregi með eins marks mun. Áhorfendur hjálpuðu okkur yfir erfiðustu hjallana Logi Geirsson átti góðan leik í gær og var í skýjun- um eftir sigurinn gegn Serbum. „Ég hef oft verið hamingjusamur en aldrei eins og í dag. Í dag rætt- ist draumur hjá mér en ég hef átt í vandræðum með að undirbúa mig andlega fyrir leikinn. En ég er núna búinn að fatta hvað er að. Ég er að spila í rangri deild, ég ætti að spila alltaf fyrir íslenska áhorfendur til að koma mér á rétta braut. Þetta er því yndislegt og á ekki til orð til að lýsa þessu betur. Ég elska að spila svona leiki og þess vegna er ég í hand- bolta.” Draumurinn rættist í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.