Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 48

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 48
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR14 fréttablaðið ferðahelgin Bíldshöfða 12 - 110 Reykjavík - Sími 577 1515 - www.skorri.is Sumarhús og ferðalög Alvöru kælibox 12v / 24v/ 230v Mjög sparneytin. Sunwind gasgrill. Niðurfellanleg hliðarborð.Zero gaskæliskápur Áriðill 12v í 230v 110w Olíu ofn Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. þunnar 75 - 130w Gas vatnshitarar 5 - 14 l/mínGas ofn Coolmatic 12v ísskápar m/ kælipressu Kælibox gas/12v/230v Gas hitari Gas eldavélar og helluborð Kaffi vél 12v / 24v (fyrir 1 bolla) Tilvalið er að setja svefnpokann í strekkipoka svo hann taki sem minnst pláss. Einnig er hægt að setja föt í pokann. Flestum bakpokum er skipt upp í fleiri en eitt hólf. Gott er að geyma það sem ætlað er fyrir svefninn, svo sem svefnpoka og dýnu, í neðri hluta pokans. Sjúkrakassi og aðrir hlutir sem ekki er gert ráð fyrir að nota eru geymdir á óaðgengilegasta staðnum, botninum. Áttaviti, kort, vasaljós og annað sem oft er gripið til er geymt í topphólfinu. Ákveðin list felst í því að raða rétt ofan í bakpokann þannig að hann virki sem léttastur fyrir göngumanninn. Það er ekki eins auðvelt og það hljómar að pakka ofan í bakpoka. Að ýmsu þarf að huga svo maður erfiði ekki frekar fyrir sér í göng- unni, til að mynda að tjaldið, maturinn og annað sem vera á meðferðis, vegi eins lítið og hægt er. „Maður á fyrst og fremst að halda allri þyngd nálægt bakinu,“ segir Steinar Sigurðsson sölu- maður í Everest. „Þetta virkar eins og vogar- afl, ef eitthvað þungt er langt frá bakinu verð- ur pokinn þyngri. Síðan eru tvær kenningar um það hvort þyngdin eigi að vera ofarlega eða neð- arlega. Ef hún er hátt uppi leggst þyngdin meira á mjaðmirnar, en á móti kemur að maður hefur lélegra jafnvægi heldur en ef þyngdin er neð- arlega. Því er gott að hafa þyngdina ofarlega ef gengið er á sléttlendi en neðarlega ef verið er að ganga í bröttu landslagi eða til að mynda á gönguskíðum.“ Steinar segist ekki geyma neitt utan á pokan- um eins og sumir eiga til að gera. „Það sem er utan á pokanum tekur á sig vind ásamt því að sveiflast til sem er óþægilegt á göngu. Það er því um að gera að nýta allt loftrými í pok- anum, til dæmis að vera ekki með tóman pott heldur setja varahúfuna sína ofan í hann.“ Þegar allt er komið ofan í pok- ann og honum hefur verið lokað er svo um að gera að strekkja eins og hægt er, bæði að minnka hann og færa hann nær sér. „Þannig færir maður þyngdina að bakinu og hlutirnir veltast ekki um í pokanum,“ segir Stein- ar að lokum. Allir hlutirnir á myndunum fást í versluninni Everest. mariathora@frettabladid.is Raðað ofan í bakpokann Sniðugt er að setja varaföt í vatnsheldan poka ef allt annað skyldi blotna. Þau geta verið geymd neðst í bakpokanum enda koma þau vonandi ekki að gagni. Viðgerðateip eru gagnleg og geta bjargað allt frá hælsærum upp í biluð bakpokahólf. Ekki þarf að taka alla rúlluna heldur er nóg að líma snifsi hér og þar, til dæmis rúlla utan um göngustafina. Stafina er síðan hægt að binda utan á bakpokann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vatnsflöskur eru plássfrekar en vatnspokar taka sáralítið pláss tómir. Best er að hafa pokann uppvið bakið, þannig færist þyngdin að bakinu og vatnið frýs ekki ef frost er úti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.