Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 2
Lífið á landnámsöld Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hlutafélagavæðing Orkuveitu Reykjavík- ur er fyrsta skrefið í átt til einkavæðingar fyrirtæk- isins, og andmæla Vinstri græn áformunum. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar VG sem lauk á Flúðum í gær. Þar segir að um breytingar á grundvelli fyrirtæk- isins sé að ræða og slíkar breytingar eigi að taka á grundvelli umræðu kjörinna fulltrúa. Með þessari framgöngu sé lýðræðið að engu haft, enda þjóni það ekki markmiðum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, segir enn fremur í ályktun fundarins. „Það er afdráttarlaus afstaða Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs að samfélagsþjónustan, þar með talin Orkuveita Reykjavíkur, eigi að vera í eigu almennings. Af því verður ekki gefinn afsláttur undir nokkrum kringumstæðum,“ segir í ályktuninni. Flokksráð VG krafðist þess í annarri ályktun að afleiðingar markaðs- og einkavæðingar yrðu kannaðar með markvissum hætti, en þingmenn flokksins hafa boðað tillögu um slíkt á haustþingi. Krefst flokksráðið þess að þar til slík könnun hafi verið unnin verði fallið frá öllum áformum um frekari einkavæðingu og einkarekstur. Fundurinn krafðist þess enn fremur að unnin yrði rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma áður en lengra yrði haldið í átt til nýtingar. Þá leggur ráðið áherslu á að staða Íslands innan Atlantshafsbandalagsins verði tekin til umræðu, og að Ísland eigi ekki erindi í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna með óbreyttri stjórnarstefnu. Andmæla hlutafélagavæðingu Eigendur tveggja húsa í næsta nágrenni við gestahús for- seta Íslands á Laufásvegi 72 hafa nú kært borgaryfirvöld vegna synj- unar leyfis til að gera breytingar við hús þeirra. Skipulagsráð Reykjavíkur neitaði báðum húseigendunum um heimild til breytinganna á grundvelli örygg- ismats sem forsetaembættið fékk hjá ríkislögreglustjóra, sem taldi breytingarnar torvelda öryggis- gæslu við gestahúsið. Í kæru lögmanns Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns Vífil- fells, sem býr á Laufásvegi 73, segir meðal annars að synjun byggingar- leyfis til handa Þorsteini sé brot á meðalhófsreglu og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur gefið Reykj- avíkurborg frest til 6. september til að skýra sjónarmið sín. Það sama gildir um kæru Einars Eiríkssonar, sem býr á Laufávegi 74 og fær ekki að reisa sólstofu vegna nábýlisins við gestahúsið. Þorsteinn hefur nú um árabil reynt að fá leyfi fyrir ýmsum breyt- ingum. Meðal annars vill hann byggja nýtt tvöfalt bílskýli og jarð- hýsi og reisa skjólveggi. Forseta- embættið hefur ávallt lagst gegn því að leyfið verði veitt, bæði vegna áðurnefndra öryggissjónarmiða og vegna þess að breytingar myndu raska virðingu og ró götunnar. Hvorki skipulagsráð né umrædd- ir nágrannar gestabústaðarins fá aðgang að öryggismati ríkislög- reglustjórans. Þá segir lögmaður Þorsteins, Einar Þór Sverrisson, að ríkislögreglustjóri hafi snúist í skoðun sinni á málinu eftir samtöl við fulltrúa forsetaembættins. „Það hvarflar að kæranda (Þorsteini M. Jónssyni) að sjónar- mið um öryggi hugsanlegra gesta hússins hafi einfaldlega verið búin til af ríkislögreglustjóra samkvæmt forskrift forseta Íslands,“ segir Einar. Þeir Þor- steinn draga báðir í efa að gestahúsið sé í raun notað fyrir tigna gesti eins og sagt er. „Sé minnsti fótur fyrir þessum öryggiskröfum er starfsemin á röngum stað og ber að víkja en ekki eðlilegir hagsmunir hverfis- ins,“ segir Einar Eiríksson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur áður neitað að svara spurn- ingum Fréttablaðsins varðandi gestahúsið á Laufásvegi. Öryggismat sagt gert eftir forskrift forseta Athafnamaðurinn Þorsteinn Jónsson telur ríkislögreglustjóra kunna að hafa „búið til sjónarmið“ um öryggi gesta forseta Íslands á Laufásvegi eftir forskrift forsetaembættisins til að stöðva framkvæmdir sem falli embættinu ekki í geð. Hugo Chavez, forseti Venesúela, og Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hafa náð samkomulagi um að fulltrúi stærsta vígahóps Kólumbíu komi til Venesúela í því skyni að semja um lausn tuga gísla sem eru í haldi hópsins. Í staðinn yrði fjölda upp- reisnarmanna í haldi yfirvalda sleppt lausum. Þátttaka Chavez gæti aukið áhrif hans í Suður-Ameríku og bætt ímynd hans, en ekki er víst að viðræð- urnar fái farsælan endi. Í haldi uppreisnarmannanna eru meðal annars kólumbíska stjórnmála- konan Ingrid Betancout. Miðlar málum í gísladeilu Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig sagði af sér í gær í kjölfar handtöku fyrir að falast eftir kynmökum við óein- kennisklæddan lögreglumann á salerni flugvallar. „Ég biðst afsökunar á því sem ég hef gert,“ sagði Craig, sem hefur verið þingmaður rep- úblikana í Idaho í rúman aldarfjórðung. Eftir handtökuna hafði hann ekki viljað biðjast afsökunar. „Ég er ekki sam- kynhneigður og hef aldrei verið það,“ lýsti hann yfir. Segir af sér eftir kynlífshneyksli Ölvaður sautján ára drengur velti jeppa við Týsveg í Vestmannaeyjum klukkan fjögur aðfaranótt laugardags. Hann var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Drengurinn missti stjórn á bílnum þegar hann var á leið af dansleik í Týsheimilinu. Jeppinn fór út af veginum og endaði á hvolfi á knattspyrnuvelli Týs. Að sögn lögreglu varð drengnum ekki meint af, en hann var nær málstola af ölvun. Hann hafði haft ökuleyfið í tíu daga. Ölvaður dreng- ur velti jeppa Jose Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, flaug yfir sviðna jörð Grikklands í þyrlu í gær og lofaði fjárstuðn- ingi ESB við illa farin héruð. Alls 64 fórust í eldunum og um 190.000 hektarar ræktarlands og skóga lögðust í eyði. Rýma þurfti tvö þorp til viðbót- ar í gær og bjarga hópi slökkvi- liðsmanna sem voru umkringdir eldtungum. „Við stöndum með ykkur og munum gera allt sem við getum til að styðja Grikk- land,“ sagði Barroso eftir flug- ferðina ásamt forsætisráðherra Grikklands, Costas Karamanlis. „Vandamál Grikkja er vanda- mál Evrópu. Við munum þurfa að endurbyggja það sem tor- tímdist,“ sagði Barroso. ESB tilkynnti um rúmlega 17 millj- arða króna neyðaraðstoð, með vilyrði um aðra 34 milljarða eftir að ríkisstjórn Grikklands metur skemmdirnar. Barroso sagði fjármunina munu koma úr Samstöðusjóði ESB, sem settur var á fót árið 2002 til að fjármagna uppbygg- ingu eftir náttúruhamfarir. Öllum stærri eldsvoðum hefur tekist að halda í skefjum síðan á miðvikudag eftir að eld- urinn hafði logað í viku. Enn þurfa slökkviliðsmenn að berjast við nýja elda á hverri nóttu. Eldarnir vandamál allrar Evrópu Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitinga- stað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. Á snertiskjánum má velja af matseðli og er einnig upp gefið hversu langan tíma matreiðslan muni taka. Greiðslan fer svo fram með greiðslukorti sem krafist er í byrjun máltíðar. Eigandinn segist hafa orðið leiður á að bera fram diska. „Ég skil ekki að enginn hafi gert þetta áður,“ segir hann. Maturinn borinn fram á járnbraut Yngvi, ætti hann þá ekki bara að heita Menntaskólinn í Ekki-Reykja-vík? Hundruð múslíma efndu til mótmæla í Svíþjóð í gær gegn dagblaðinu Nerikes Allehanda, sem gefið er út í Örebro, vegna þess að blaðið birti skopteikningu af Múhameð spámanni. Múslímarnir söfnuðust saman fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins, en áður höfðu múslímar í Pakistan og Íran efnt til mótmæla gegn birtingu teikning- anna í Svíþjóð. Í uppsiglingu virðist svipuð deila og varð um skopteikningar af Múhameð, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllandsposten á síðasta ári. Mótmæli gegn myndbirtingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.