Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 77
Í austurríska listagallerí- inu Hangar-7 verður opnuð stór myndlistarsýning tileinkuð Íslandi í lok sept- ember. Valdir hafa verið sjö íslenskir listamenn til að sýna þar. Aðsókn í gall- eríið er með því mesta sem gerist á nútímalistasöfnum og er þetta því stórt tæki- færi fyrir þá sem fara út. Sýningarstjórinn Lioba Reddeker var hér á landi fyrr í sumar til að velja listamenn fyrir sýninguna. Þeir sem hlutu náð fyrir augum hennar eru Aron Reyr Sverris- son, Birgir Snæbjörn Birgisson, Davíð Örn Halldórsson, Guð- mundur Thoroddsen, Helgi Þor- gils Friðjónsson, Ragnar Kjart- ansson og Þorri Hringsson. Hangar-7 er gamalt flugskýli í útjaðri Salzburg sem hefur verið breytt í flugsafn og listagallerí. Safnið er ólíkt hefðbundnum listasöfnum. Það eru engin hvít ferhyrnd herbergi heldur er þetta stór glerskáli með stórum opnum rýmum sem líkist helst geim- skipi, nýlentu í borgarjaðrinum. Frá því að safnið var opnað fyrir fjórum árum hafa verið haldnar nokkrar sýningar árlega þar sem kastljósi hefur verið varpað á listasenu eins lands. Meðal þeirra landa sem hafa verið tekin fyrir eru Mexíkó, Kína og Spánn auk þess sem New York-borg varð einu sinni fyrir valinu. Í samtali við Liobu Reddeker fyrr í sumar kom fram að sýning- ar þarna hafa virkað sem aðgöngu- miði fyrir marga listamenn inn í virt gallerí í Evrópu og Banda- ríkjunum. Listamenn hafa selt verk sín þarna og þannig komist á kortið sem listamenn sem stærri gallerí þora að veðja á. Sýningin verður opnuð 21. sept- ember og íslenska hljómsveitin Seabear spilar við opnunina. . Sumarsýning Listasafns Íslands stendur enn. Alas Nature kallast hún upp á ensku en það virðist orðinn fastur siður íslenskra safna að hafa jafnræði með enskum yfir- skriftum sýninga sinna og íslensk- um í kynningu. Á íslensku kallast hún ó-náttúra. Sýningin geymir um 80 verk eftir 51 listamann. Þar er leitast við að skoða náttúruna í öðru ljósi og frá öðrum sjónarhóli en menn eiga að venjast. Þunga- miðjan er innsetning Katrínar Sig- urðardóttur, High Plane IV: Hún byggir á umbyltingu sjónarhorns þar sem landslagið er lagt lárétt á borð fyrir áhorfendur. Í staðinn fyrir að horfa á landslag málað á tvívíðan, lóðréttan flöt sjá gestir landið lárétt eins og þeir færu í þyrlu yfir. Ó-náttúra tekur mið af þessu óvænta sjónarhorni og bregður upp nýrri og framandi sýn á venjubundið umhverfi. Í dag kl. 14 ætlar heimspeking- urinn og útvarpsmaðurinn Hjálm- ar Sveinsson að leiða gesti um sali og tala um hugrenningar sínar varðandi einstök verk á sýning- unni. Hjálmar segir listina vera ónáttúru frá hlýskeiði: „Forsenda listsköpunar er að láta ekki stjórn- ast af blindum öflum og hvötum náttúrunnar heldur hefja sig yfir hana. Listsköpun felst meðal ann- ars í því að búa til eitthvað sem náttúran getur ekki búið til sjálf. Listsköpun er eitt af því sem greinir manninn frá náttúrunni. Sú aðgreining, svo það sé undir- strikað, er forsenda menningar og mennsku, við eigum henni allt að þakka. Menningin og listin eru ónáttúra. Samt sem áður, eða kannski einmitt þess vegna, leyn- ist í huga mannsins einhvers konar þrá eftir endurhvarfi til náttúr- unnar. Því hefur líka verið haldið fram að náttúran njóti sín best í listinni og listasöfnum; í málverk- um og ljósmyndum, skúlptúrum, söngvum og ljóðum. Íslendingar, svo dæmi sé tekið, virðast fyrst og fremst hafa áhuga á náttúrunni í líki málverka. Það flækir dæmið enn meir, eða einfaldar, að teg- undin Homo varð til á því skeiði náttúrusögunnar sem kallast ísöld. Íslendingar búa enn við ísröndina, eins og nafnið gefur til kynna. Það sem nú sést í Listasafni Íslands er einhvers konar hellamálverk frá hlýskeiði.“ Frekari pælingar má heyra í sölum Listasafns Íslands í dag. Jöklaskeið okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.