Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 42
N1-deild karla í handbolta Powerade-bikar kvenna: Enski deildarbikarinn Spænska 1. deildin Þýski handboltinn Íslenska 17 ára landslið kvenna tryggði sér um helgina sæti í milliriðli Evrópukeppninnar eftir þrjá flotta sigra á Lettlandi, Slóveníu og Úkraínu. Fimmtán ára stelpa ættuð úr Vestmannaeyjum en núverandi leikmaður Breiða- bliks, Berglind Björg Þorvalds- dóttir, skoraði 8 af 15 mörkum íslenska liðsins. Berglind er ekki eini markaskorarinn í fjölskyld- unni því bróðir hennar er A-lands- liðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. „Þetta gekk mjög vel. Við sett- um stefnuna á það fyrir mótið að vinna allt og það tókst. Mér fannst við vera með langbesta liðið enda vorum við að spila mjög vel og náðum vel saman,“ sagði Berglind kát en hún er einu ári yngri en flestir leikmenn liðsins. Með því að skora þessi átta mörk bætti Berglind markamet Olgu Færseth og Margrétar Láru Viðarsdóttir sem báðar skoruðu 6 mörk fyrir 17 ára landsliðið. „Það var gaman að slá metið hjá þeim og vonandi tekst mér að komast eins langt og þær,“ segir Berg- lind. Berglind er í góðu sambandi við bróður sinn. „Ég hef fylgst vel með Gunnari bróður og hann er líka oft að gefa mér góð ráð. Ég er dugleg að leita til hans,“ segir Berglind. Berglind kom inn á sem vara- maður í fjórum leikjum Breiða- bliks í sumar. „Ég ætla að reyna að vinna mér sæti í liðinu næsta sumar. Ég tel mig alveg geta það,“ segir Berglind metnaðarfull. Sam- keppnin er hörð í Breiðabliki því þar spilar meðal annars Fanndís Friðriksdóttir sem varð marka- drottning á EM 19 ára landsliða í sumar. Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálf- ari 17 ára landsliðsins, var mjög ánægð með frammistöðu stelp- nanna og hrósaði Berglindi. „Hún er mikill markaskorari og rosalega yfirveguð fyrir framan markið. Hún er dugleg að koma sér í færi og klárar færin sín yfir- leitt mjög vel. Hún er leikin með boltann og hefur mjög góða tíma- setningu á öllum hlaupum,“ segir Kristrún Lilja sem sér líka takta hjá Berglindi og bróður hennar. Yfirveguð fyrir framan markið Aganefnd Enska knattspyrnusambandsins neitaði í gær áfrýjun Chelsea út af brottrekstri John Obi Mikel í leik Chelsea og Manchester United á dögunum. „Mikel var sýnt rautt spjald eftir gróft leikbrot og í kjölfarið þarf hann að taka út þriggja leikja bann, áfrýjun Chelsea í málinu hefur því verið neitað,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni í gær. Aganefndin gæti þó einnig átt eftir að taka á máli fyrirliða Chelsea, John Terry, en hann þótti ganga of harkalega fram í mótmælum sínum gegn rauða spjaldinu í leiknum og er m.a. sagður hafa reynt að rífa spjaldið úr höndum dómarans. - Bannið stendur Það berast ekki allt of góðar fréttir af Strákunum okkar í handboltalandsliðinu þessa dag- anna. Guðjón Valur fór í aðgerð á öxl í gær og Snorri Steinn Guð- jónsson er einnig að glíma við axl- armeiðsl, sem þýða að hann getur ekkert skotið á markið. „Ég er ekki búinn að láta athuga þetta hjá lækni og það er bara verið að meðhöndla þetta hjá sjúkraþjálfaranum. Þeir halda að ég hafi tognað aftan í öxlinni og ég get voða lítið beitt mér í skotun- um, sem er ekkert rosalega spenn- andi þegar maður er að spila hand- bolta. Þetta er ekkert sem ég hef áhyggjur af eins og er. Nú er samt vika liðin síðan ég meiddi mig og ég hef ekki tekið miklum framför- um. Ég spilaði reyndar leik í milli- tíðinni og versnaði töluvert eftir hann,“ segir Snorri. Snorri Steinn gekk til liðs við danska liðið GOG Svendborg í sumar frá þýska liðinu Minden og þar hafði Meistaradeildin mikið aðdráttarafl. Meiðslin hafa hins vegar sett fyrsta leik Snorra Steins í Meistaradeildinni í óvissu. GOG er komið til Spánar þar sem liðið mætir stórliði Portland San Anton- io í kvöld. „Ég hef aldrei spilað áður í Meistaradeildinni og stór partur af minni ákvörðun að fara í GOG var að fá tækifæri til þess að spila í henni. Ég reyni að pína mig í þess- um leik en það er erfitt að spila í gegnum þessi meiðsli og líka spurn- ing um hversu mikið maður hjálp- ar liðinu ef maður getur ekki skot- ið á markið. Ég ætla að prófa þetta, hita upp og svo verður bara að koma í ljós hvað ég get beitt mér mikið,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn þarf að bíða eftir nánari skoðun til að fá fullvissu um hvernig framhaldið verður. „Ég held að mín meiðsli séu ekki af sama toga og þau hjá Gaua, alla- vega ætla ég að vona það. Það er alltaf slæmt að missa menn í meiðsli og það er aldrei skemmti- legt að þurfa að vera lengi frá. Ég píndi mig í síðasta leik en skaut sama sem ekkert á markið. Von- andi getum við farið betur yfir þetta þegar ég kem til baka frá Spáni. Þá er heil vika í næsta leik og hægt að skoða þetta betur,“ segir Snorri, sem er bjartsýnn fyrir tímabilið. „Mér líst vel á tímabilið hjá okkur. Við spiluðum fínan bolta í æfingaleikjunum en svo byrjar tímabilið og þá hefur komið í ljós að hin liðin eru aðeins sjóaðri en við og búin að spila lengur saman. Það er alltaf þannig að menn spila illa einhvern tímann á tímabilinu. Við náðum að vinna fyrsta leikinn um helgina og með því var þungu fargi af mönnum létt og við von- andi komnir aðeins í gang. Við eigum nú leikinn á móti Portland og svo deildarleik sem við eigum að vinna sem ætti að geta komið okkur á skrið,” sagði Snorri að lokum. Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Svendborg mæta Portland í kvöld í Meistaradeildinni í handbolta. Þetta er fyrsti leikur Snorra í Meistaradeildinni en það er ekki víst hversu mikið hann getur spilað vegna meiðsla á öxl. Endurhæfingin gekk vonum framar Fernando Torres skoraði þrennu í seinni hálfleik í 2-4 útisigri Liverpool á Reading í enska deildarbikarnum í gær. Reading jafnaði leikinn í tvígang áður en Torres innsiglaði sigur Liverpool með tveimur mörkum. Torres skoraði öll mörkin af mikilli yfirvegun, það fyrsta eftir sendingu Sebastian Leto, annað eftir undirbúning John Arne Riise og það þriðja eftir laglegan einleik. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru ekki með Reading í gær. Arsenal fór einnig áfram eftir 2-0 sigur á Newcastle þar sem Nicklas Bendtner og Denilson skoruðu mörkin á lokamínútun- um. Arsene Wenger hafði sama hátt og vanalega og tefldi aðeins fram tveimur af þeim ellefu sem byrjuðu um helgina. Þrenna Torres Stjörnumenn byrja vel í karlahandboltanum og unnu í gær sinn þriðja leik í röð þegar þeir fóru til Eyja. Stjarnan vann 31-37 og er með fullt hús á toppnum en ÍBV á enn eftir að ná í sitt fyrsta stig. Björgvin Hólmgeirsson skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Heimir Örn Árnason skoraði 9 en hjá ÍBV var Sigurður Bragason með 10 mörk og Sindri Haralds- son skoraði 7 mörk. Stjarnan áfram með fullt hús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.