Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 22

Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 22
nám, fróðleikur og vísindi Ein fyrsta lýsingin á les- blindu birtist árið 1895 í British Medical Journal en í henni var frásögn læknis af vel greindum dreng sem átti í erfiðleikum með lestur þótt hann væri orðinn fjór- tán ára gamall. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma. Ráðstefna um dyslexiu, eða les- blindu, verður haldin í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 5. og 6. október. Er hún hugsuð fyrir kennara og í efri bekkjum grunnskóla og aðra sem málið varðar. Markmiðið er að auka skilning á dyslexiu eða leshömlun og styrkja kennara í kennslu nemenda með dyslexiu og mun Gavin Reid, einn helsti sérfræðingur Evrópu um lesblindu, halda þar fyrirlestur. Auk hans verður fjöldi innlendra fræðimanna með ýmis stutt nám- skeið í boði. Þeirra á meðal er Hró- bjartur Árnason, lektor við Kenn- araháskóla Íslands, en hann kynnir þar notkun svokallaðra hugar- korta. „Hugarkort eru leið til þess að setja það sem manni er í huga niður á blað á myndrænan hátt,“ útskýrir Hróbjartur. Aðferðina segir hann mun árangursríkari við nám og kennslu en hefðbundin framsetning. Ástæðan sé sú að aðferðin sem fólk notar við gerð hugarkorta líkist starfsemi hug- ans mun meira en aðrar þekktar leiðir. „Við vitum það að hugurinn man myndir mun betur en svart-hvítar línur á blaði, eins og hefðbundnar glósur líta út,“ segir Hróbjartur. Hann segir rannsóknir á námsað- ferðum hafa leitt í ljós að þeir nemendur sem setja námsefnið myndrænt fram, eins og til dæmis er gert með hugarkortum, muni það betur en þeir sem nota hefð- bundnar glósuaðferðir. „Það eina sem þarf til að gera einfalt kort er blað og blýantur. Með því geta nemendur sett flókin hugtök og atburðarás niður og haldið athygl- inni við efnið betur,“ segir hann. Hugarkortin eiga að virka vel fyrir alla nemendur en sérstak- lega eru þau gagnleg fyrir þá sem eru lesblindir eða eiga við aðra námsörðugleika að stríða. Þeir sem vilja kynna sér fleira sem boðið verður upp á á ráðstefn- unni er bent á upplýsingar sem finna má á heimasíðu Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, slóðin er fss.is. Lesblinda og nýstárleg kennsla með hugarkortum Fóstureyðing lætur karl ekki ósnortinn Útgjöld ríkissjóðs til menntamála á Íslandi hafa aukist samtals um 15 milljarða, eða 69 prósent, á síð- ustu tíu árum. Þetta kemur fram í grein í vefriti fjármálaráðuneytis- ins. Í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu er bent á nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) um menntamál í þessu samhengi. Þar kemur fram að á síðastliðnum áratug hafi fjöldi þeirra sem ljúka háskólanámi auk- ist um tólf prósent og fjöldi þeirra sem ljúka framhaldsskólanámi aukist um sjö prósent innan landa OECD. Í skýrslunni eru birtir mæli- kvarðar sem tengjast útgjöldum til menntamála. Þar segir að opin- ber útgjöld til menntastofnana í hlutfalli við landsframleiðslu eru næsthæst á Íslandi meðal landa OECD eða 7,6 prósent en meðaltal OECD-landa er um 5,4 prósent. Skýring á hlutfallslega miklum útgjöldum til menntamála á Íslandi má til dæmis rekja til þess að skráðir nemendur í skólum eru hlutfallslega flestir af öllum lönd- um OECD, eða um 31 prósent af heildarmannfjölda. Aukist um fimmtán milljarða á áratug

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.