Fréttablaðið - 07.10.2007, Page 82

Fréttablaðið - 07.10.2007, Page 82
VERTU VIRKUR STUÐNINGSMAÐUR STRÁKANNA OKKAR Í ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Í HANDKNATTLEIK VIÐ STYÐJUM HANDBOLTALANDSLIÐIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 93 69 1 0/ 07 Hvatning og stuðningur eru mikils virði þegar menn heyja harða keppni á alþjóðavettvangi. Icelandair og Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn taka nú höndum saman og bjóða handboltaáhugamönnum einstakt ferðatilboð í beinu flugi til Þrándheims í Noregi á EM 2008. Tryggðu þér strax sæti! Hvetjum strákana til dáða á EM 2008! ÁFRAM ÍSLAND, ALLTAF! * Innifalið: Flug, skattar, gisting í 4 nætur með morgunverði, flugvallarakstur erlendis og miðar á alla leiki íslenska liðsins í riðli eða milliriðli. FLJÚGÐU Á EM Í HANDBOLTA 2008 BEINT FLUG TIL ÞRÁNDHEIMS 94.500*KR. Á MANN Í TVÍBÝLI RIÐLAKEPPNIN 17.–21. JANÚAR EÐA MILLIRIÐLAR 21.–25. JANÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.uu.is/ithrottir eða í síma 585 4000 Enska úrrvalsdeildin Stjarnan og Valur spil- uðu leiki í Evrópukeppnum í hand- bolta í gær. Valur spilaði gegn Celje Lasko í Meistaradeildinni og Stjarnan mætti Brovary í Evrópu- keppni bikarhafa. Valur tapaði fremur stórt, 24-34, gegn geysisterku liði Celje Lasko en Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, var þó nokkuð ánægður með sína menn. „Þetta er mikið ævintýri fyrir okkur að spila svona leiki í frábærri höll og með líflega og skemmtilega áhorfend- ur, en ég held samt að stressið hafi ekkert verið að fara með okkur. Þetta er fyrst og fremst góður skóli fyrir okkar unga lið og við verðum bara að draga lærdóm af þessu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn og markvörsluna þegar við stóðum móti þeim, en þeir skoruðu allt of mörg mörk úr hraðaupphlaupum og við þurfum að laga það. Við þurfum líka að kunna að nýta okkur betur liðs- muninn þegar þeir fá brottvísanir í tvær mínútur. En heilt yfir var ég sáttur með þetta og mér hefði fundist c.a. sex marka tap vera sanngjarnari úrslit,“ sagði Óskar Bjarni. Stjarnan tapaði fyrri leik sínum heima gegn Brovary, 25-26, en vann útileikinn í hörkuleik í gær, 21-22. Því miður dugði sigurinn þó ekki til þess að Stjarnan kæmist áfram í næstu umferð, þar sem úkraínska liðið fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. - Stjarnan féll úr leik og stórt tap hjá Val Meistarakeppni KKÍ, þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar karla og kvenna frá síðasta tímabili mætast, fer fram í dag. Leikirnir marka að sama skapi nýtt tímabil í körfunni og í dag mætast Haukar og Keflavík í kvennaleiknum kl. 17.00 og KR og ÍR í karlaleiknum kl. 19.30. Báðir leikirnir fara fram í DHL-höllinni í Vesturbæ. KKÍ hefur jafnan notað þennan viðburð sem ágóðaleik og að þessu sinni mun allur ágóði leikjanna renna til SÁÁ til stuðnings við börn alkóhólista. - Karfan af stað Þrír kastarar eru meðal þeirra fimm einstakl- inga sem stjórn FRÍ hefur valið í Ólympíuhóp FRÍ vegna Ólympíu- leikanna í Peking í ágúst á næsta ári. Á heimasíðu sambandsins kemur fram að þetta sé líklegasta frjálsíþróttafólkið til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Þórey Edda Elísdóttir FH hefur þegar náð lágmarki fyrir leikana en hún stökk 4,40 metra í sumar. Aðrir frjálsíþróttamenn þurfa að ná lágmarki fyrir lok júlí á næsta ári. Þrír kastarar til Peking 2008? Powerade-meistarar Snæfellinga hafa fengið aftur til sín Serbann Slobodan Subasic sem lék með liðinu veturinn 2005- 06. Subasic var þá með 10,7 stig og 2,9 stoðsendingar í deildinni en hann lék með NMKY Helsinki í 2. deildinni í Finnlandi á síðasta tímabili. Subasic er 28 ára og 191 sm bakvörður og er ætlað að leysa af Helga Reyni Guðmunds- son sem spilar ekki með liðinu í vetur. Snæfell er því með þrjá útlendinga í vetur því fyrir hjá liðinu eru Bandaríkjamaðurinn Justin Shouse og Daninn Anders Katholm. Slobodan aftur með Snæfelli Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Eng- landsmeistarar Manchester Unit- ed burstuðu Wigan á heimavelli 4- 0 og er með sigrinum komið í efsta sæti deildarinnar. Aston Villa vann svo góðan sigur á West Ham, 1-0, og er komið í fimmta sæti deildar- innar. Manchester United, sem hefur hingað til verið að skora fremur lítið í deildinni, náði loksins að sýna sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn Wigan, en staðan var 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik þegar Carlos Tevez skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í deild- inni má segja flóðgáttir hafi opn- ast. Sir Alex Ferguson, stjóri Unit- ed, hafði því yfir mörgu að gleðjast í leikslok. „Við spiluðum frábæran fót- bolta í seinni hálfleik og ég held að styrkur hópsins sem við búum að hafi virkilega komið í ljós í dag. Við misstum bæði Nemanja Vidic og John O‘Shea út af í fyrri hálfleik og Louis Saha meiddist í upphitun og við þoldum þessi áföll. Það er enn löng leið eftir í deildinni en ég hef mjög mikla trú á hópnum sem ég er með í höndunum og sýndi það enn og aftur í dag að hann er svo sannarlega traustsins verður,“ sagði Ferguson sem hrósaði Carlos Tevez og Wayne Rooney sér- staklega. Aston Villa hélt áfram góðu gengi sínu í deildinni með 1-0 sigri gegn West Ham á heimavelli, en markið skoraði Craig Gardner beint úr aukaspyrnu. Villa var talsvert líklegra til að bæta við mörkum heldur en að West Ham myndi jafna í fyrri hálfleik. West Ham skoraði reyndar mark, en það var réttilega dæmt af Henry Camara fyrir að handleika boltann. Í seinni hálfleik komst West Ham meira inn í leikinn og ógnaði marki Villa, en eitt mark nægði Villa til þess að taka öll stigin og gladdi það Martin O‘Neill, stjóra liðsins, mjög. „Við spiluðum algjörlega frá- bærlega í fyrri hálfleik og West Ham kom sterkara inn í seinni hálfleik, en við sýndum mikinn viljastyrk að halda markinu hreinu og við erum á réttri leið. Það segir sig sjálft að þegar maður nær að halda markinu hreinu aukast líkurnar á því að maður vinni leiki og með þá sóknargetu sem við búum yfir þá erum við alltaf líklegir í stöðunni 0-0.“ Stíflan brast loks hjá Manchester United sem sýndi snilldartakta í 4-0 sigri liðs- ins á móti Wigan og Aston Villa vann góðan 1-0 sigur á West Ham á heimavelli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.