Fréttablaðið - 07.10.2007, Side 83

Fréttablaðið - 07.10.2007, Side 83
MAGNA‹UR LÖGFRÆ‹ITRYLLIR DAMAGES – FYRSTI fiÁTTUR Í KVÖLD KL. 20:55 DAMAGES í kvöld kl. 20:55 THE TUDORS í kvöld kl. 21:50NÆTURVAKTIN í kvöld kl. 20:25 Damages er lögfræ›itryllir flar sem leikkonan Glenn Close fer á kostum. Hún er hér í hlutverki Patty Hewes, lögfræ›ings sem svífst einskis og gefur engum gri›. Verkefni hennar er a› knésetja spillta forstjóra á bor› vi› Arthur Fobisher, leikinn af Ted Danson, en fla› reynist hennar erfi›asta ... og hættulegasta verkefni. N†TT ÁSKRIFTARTÍMABIL ER HAFI‹ HK tryggði sér far- seðilinn í næstu umferð í Evrópukeppni félagsliða, EHF- bikarnum, þegar liðið lagði Conversano með ellefu marka mun, 35-24. Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 31-31, og HK komst því örugglega áfram. Það sást klárlega í leiknum í gær að það er klassamunur á liðunum en stress og óðagot gerði það að verkum að HK tók ekki full völd í einvíginu fyrr en í síðari hálfleik í gær. Ítalska liðið byrjaði mikið mun betur í gær og var komið í 2-6 áður en HK-menn vöknuðu til lífsins. HK mátti þakka markverðinum Petkevicius fyrir tveggja marka forskot í leikhléi en Petja gerði sér lítið fyrir og varði 18 bolta í hálfleiknum. Sóknarleikur ítalska liðsins var hvorki fugl né fiskur en 8 af 11 mörkum liðsins í hálfleiknum kom úr hraðaupphlaupum. HK skrúfaði fyrir hraða- upphlaupin strax í upphafi síðari hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörk hálfleiksins og gerði út um leikinn. Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari HK, var sáttur í leikslok. „Seinni hálfleikur var frábær og þeir sprungu hreinlega á limminu. Við erum klárlega mun sterkara liðið en stressið fór illa með okkur,“ sagði Gunnar en hann vill fá Lemgo í næstu umferð. Draumurinn er að fá Lemgo í næstu umferð Mótlætið í Digranesi í gær fór eitthvað í taugarnar á Golub Doknic, markverði Conversano. Þeg ar nokkrar mínútur lifðu leiks labbaði Doknic upp að harðasta kjarna stuðningsmanna HK, sem kalla sig Binnamenn, og gerði sér lítið fyrir og hrækti á þá. Allt varð vitlaust í stúkunni en blessunarlega héldu nokkrir ró sinni og öftruðu þeim æstustu frá því að fara inn á völlinn og lumbra á markverðinum. Atvikið fór fram hjá dómurun- um en þjálfari liðsins tók Doknic af velli. Þar hélt hann áfram að espa stuðningsmenn HK upp en lét sig hverfa frekar fljótt inn í sturtu eftir leikinn. Hrækti á stuðn- ingsmenn HK Evrópukeppni félagsliða: Meistaradeildin: Evrópukeppni bikarhafa: N1-deild kvenna:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.