Fréttablaðið - 19.10.2007, Page 8

Fréttablaðið - 19.10.2007, Page 8
 Ekki stendur til að einka- væða Landsvirkjun (LV), en þeirri spurningu hvort rétt sé að hluta- félagavæða fyrirtækið hefur ekki verið svarað. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráð- herra í umræðum á Alþingi í gær. „Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera varðandi eignarhald á Lands- virkjun?“ spurði Höskuldur Þór- hallsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Hann spurði enn fremur hvort til stæði að breyta LV í hluta- félag. „Sjálfstæðisflokkurinn er einka- væðingarflokkur, og nú eru öll merki þess að í skjóli Samfylkingar- innar eigi að ráðast í sölu og einka- væðingu á Landsvirkjun,“ sagði Höskuldur. Hann sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að LV yrði áfram í eigu ríkisins. „Það stendur ekki til af hálfu núverandi ríkisstjórnar að einka- væða Landsvirkjun,“ sagði Geir H. Haarde. „Hvort félaginu verður breytt í hlutafélag er önnur spurn- ing, og henni hefur ekki verið svarað. Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort þessu stóra og öfluga félagi sem nú er allt í eigu ríkisins verði breytt í hlutafélag.“ Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að ríkisstjórnin væri ekki samstiga í einkavæðingarmálum. Undan- farið hefði mikið verið rætt um þá skýru stefnu Sjálfstæðisflokksins að hið opinbera ætti ekki að koma að áhættusömum rekstri, og LV væri sannarlega í áhætturekstri. „Ég kalla eftir samkvæmni í þessum málflutningi hjá stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar,“ sagði Bjarni að lokum. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra sagði fullkomna sam- stöðu meðal stjórnarflokkanna um þetta mál. Forsætisráðherra hefði talað skýrt; LV yrði ekki einkavædd. Það skipti höfuðmáli að þær auðlindir sem væru á for- sjá ríkisins yrðu það áfram. „Ég óska Samfylkingunni til hamingju, þeir ætla að standa í lappirnar, þeir ætla að standa gegn þessu. Til hamingju Sam- fylking, þið hafið tekið við okkar hlutverki, Framsóknarflokksins, að þessu leyti,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Ég hef efasemdir um að það sé heppilegt fyrir ríkisvaldið að standa í stóriðjurekstri,“ sagði Ill- ugi Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. „Ég tel að þegar rætt er um fyrirtæki eins og Landsvirkjun, með 85 prósent af sinni orkusölu til áliðnaðar fyrst og fremst, þurfi að rökstyðja það sérstaklega að það sé í eigu hins opinbera.“ Hlutafélagavæðing ekki verið ákveðin Forsætisráðherra segir ekki standa til að einkavæða Landsvirkjun. Öll merki þess að ráðast eigi í sölu á Landsvirkjun, segir þingmaður Framsóknar. Hef efa- semdir um að ríkið standi í stóriðjurekstri, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra Pakistans, sneri aftur heim úr útlegð í gær og var vel fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna. Hún hyggst taka þátt í þingkosningum í janúar og vonast til þess að verða forsætisráðherra í þriðja sinn. Sumir telja þó að möguleikar hennar til þess hafi minnkað mjög eftir að hún gerði samkomulag við Pervez Musharraf forseta sem nýtur lítilla vinsælda. Þingið í Pakistan kaus í byrjun október Musharraf í forsetaembættið eitt kjörtímabil í viðbót. Hann lofaði hins vegar Bhutto að segja af sér sem yfirmaður hersins ef hæstiréttur landsins staðfestir að forsetakjörið brjóti ekki í bága við stjórnarskrá landsins. Bhutto er leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan, stjórnmálaflokks sem faðir hennar, Zulfikar Ali Bhutto, stofnaði árið 1967. Hann var tekinn af lífi árið 1979 og tók dóttir hans þá við formennsku flokksins. Benazir Bhutto varð forsætisráðherra fyrst árið 1988 en var steypt af stóli vegna ásakana um spillingu tæpum tveimur árum síðar. Hún náði aftur kjöri árið 1993 en var þá aftur rekin þremur árum síðar vegna svipaðra ásakana. Komin heim úr útlegðinni Ég kalla eftir samkvæmni í þessum málflutningi hjá stærsta stjórnmálaflokki þjóðar- innar. OKTÓBER TILBOÐ TIL SAFNKORTSHAFA Safnkortstilboðin færðu á næstu N1 þjónustustöð. Upplýsingar um Safnkortið og Safnkortstilboðin er að finna á www.n1.is. Punktar gilda tvöfalt 0 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 1.990 kr. Tilboðið gildir til 30. 11. 2007 eða á meðan birgðir endast. PlayStation2 leikir Nú ættu allir að geta fengið PlayStation2 leik við sitt hæfi. 11 nýir og gamlir leikir á frábæru tilboði.x2 Braun hitamælir Stafrænn eyrnamælir í hæsta gæðaflokki sem mælir hitann á einfaldan og öruggan hátt. Gefur niðurstöðu á 1 sekúndu. Lítill, mjúkur og sveigjanlegur nemi. Rafhlaða fylgir. 1.900 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 6.900 kr. Tilboðið gildir til 30. 11. 2007 eða á meðan birgðir endast.Vr. 81835573 Punktar gilda fimmfalt x5 Eitt öflugasta fitubrennsluefnið á markaðnum sem völ er á. Hydroxycut hækkar hitastig líkamans ásamt því að minnka matarlyst. Hægt er að velja um þrjár stærðir: 70 hylkja, 140 hylkja og 240 hylkja. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð frá: 3.990 kr. Tilboðið gildir til 30. 11. 2007 eða á meðan birgðir endast.Vr. 85060614 / 85060615 / 85060616 Punktar gilda tvöfalt x2 Hydroxycut 1.990 kr.FRÁ Vr. 85060622 Eiðfaxi áskriftarpakki 2.850 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 5.850 kr. Tilboðið gildir til 31. 12. 2007 eða á meðan birgðir endast. Glæsilegt áskriftartilboð á Eiðfaxa. Tölublöð 3, 4, 5, 6 og Stóðhestar 2007 ásamt næstu tölublöðum til áramóta. Eiðfaxi er glæsilegt tímarit um málefni hesta og hestamanna. Punktar gilda þrefalt x3 Valið stendur á milli Langferðalaga KK & Magga Eiríks annars vegar og Óvita hins vegar. Tveir frábærir geisladiskar – annar fyrir fullorðna fólkið og hinn fyrir börnin. 0 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 1.990 kr. Tilboðið gildir til 30. 11. 2007 eða á meðan birgðir endast. Punktar gilda tvöfalt Langferðalög / Óvitar CD Vr. 82158069 / 82158071 x2 Á fyrsta fundi borgar- ráðs eftir að nýr meirihluti tók við- var lögð fram tillaga um stofnun starfshóps um mál Orkuveitu Reykjavíkur undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Auk þess að kanna allar hliðar samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy er starfs- hópnum ætlað að vinna og leggja fram stefnu Reykjavíkurborgar í orkumálum, sem tekur meðal ann- ars til stefnumótunar Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykktu stofnun starfshópsins en lögðu fram bókun þar sem vissir hlutar tillögunnar eru gagnrýndir. „Við styðjum stofnun hópsins en þykir skjóta skökku við að Björn Ingi Hrafnsson eigi að vera í hópn- um og eigi að rannsaka eigið mál. Þá er líka einkennilegt að í hópnum, sem kallaður er þverpólitískur, eru fimm fulltrúar meirihlutans á móti einum fulltrúa minnihlutans,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgar- fulltrúi. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri telur gagnrýni sjálfstæðis- manna framhald af deilum sem hafi verið undanfarið. „Meginatriði er að allir studdu stofnun þessa hóps. Hópurinn er eins samsettur og hópurinn sem stofnaður var um hlutafélagavæðingu OR.“ Björn Ingi rannsaki eigið mál Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í hæstarétti í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir kynferðis- brot. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafði áður sýknað mann- inn. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið mynd á GSM-síma sinn af nafngreindri, nakinni stúlku án hennar vitneskju. Jafnframt að hafa síðar sýnt öðrum þessa mynd ásamt annarri mynd sem hann sagði vera af kynfærum sömu stúlku. Í dómi hæstaréttar kemur fram að með brotinu rauf hann skilorð dóms frá 26. janúar 2004. Nektarmynd á GSM-síma Hvaða íslenski söngvari söng á góðgerðasamkomu í London í gærkvöldi? Hve mikið reyndist magn fíkniefnanna í Pólstjörnumál- inu vera? Hvernig fór leikur Íslands og Liechtensteins á miðvikudag?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.