Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 19.10.2007, Qupperneq 46
 19. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið miðborgin SVIPMYNDIR FRÁ ÚKRAÍNU Á KAFFI MOKKA. Sýningin, Undir rauðum geisla - Svipmyndir úr úkraínskum veruleika, var sett upp nýlega á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg. Þar sýnir Pétur Geir Óskarsson svart/hvítar ljósmyndir teknar á ferðum hans um Úkraínu sumarið 2007. Myndirnar eru teknar í Krasnyi Luch, kolanámubæ í Luhansk-héraði og nágrannabyggðum þess í austurhluta Úkraínu. Pétur vill með myndum sínum veita innsýn í raunveru- leika og menningu sem kann að koma Íslendingum fyrir sjónir sem ókunn, framandi og jafnvel fátækleg. Virðing og aðdáun fyrir viðfangsefninu eru einkunnarorð Péturs í þessari nálgun. Þetta er fyrsta einkasýning Péturs sem hefur lagt stund á ljósmyndun í um fjögur ár. Nánar á www.zeranico.com Miðborg Reykjavíkur býr yfir fágætum sjarma og óm- ótstæðilegt að eyða þar degi í rólegt tölt milli forvitni- legra sérverslana, notalegra kaffihúsa og fagurra lista- safna. Yfir 250 verslanir, söfn og kaffihús bjóða gesti og gangandi hjartanlega velkomna, en í miðborginni er enn enginn staður tileinkaður börnum í ævintýraleit meðan mamma og pabbi sinna erindum sínum, líkt og fyrirfinnst hjá keppinautum miðbæjarins; Kringlu og Smáralind. „Það er alveg rétt. Slíka aðstöðu vantar alveg í mið- borgina enda erfitt að bera saman verslunarmiðstöðv- ar við miðborg. Við erum með Tjörnina þar sem börn geta gefið öndunum brauð en þar eru þau vitaskuld ekki eftirlitslaus,“ segir Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri Miðborgar Reykjavíkur. „Það hafa komið fram hugmyndir um barnasafn, auk þess að nýta minni svæði í eigu borgarinnar og græn svæði undir leiksvæði fyrir börn, en slíkt sér maður gjarnan í stórborgum austan hafs og vestan. Þá væri hægt að fara á góðum sumardegi með börn í bæinn og leyfa þeim að leika sér á litlum leikvöllum milli versl- ana, en ekki hefur verið talað um gæslu barna á slíkum svæðum. Lítil börn verða pirruð til lengdar að hanga á kaffihúsum eða í verslunum, en finnst auðvitað hrein skemmtun að heimsækja þessi ævintýralönd í klösun- um, sem er kærkomin tilbreyting fyrir bæði börn og for- eldra,“ segir Sigrún Lilja, en flestir kannast við óþreyju- full börn sem þvælast fyrir fótum þjónustufólks á kaffi- húsum borgarinnar. „Það má einnig varpa fram þeirri hugmynd að nýta listastofnanir borgarinnar með þeim hætti að tíma- bundna gæslu ásamt fræðslu væri þar að finna fyrir yngri meðlimi fjölskyldunnar. Þetta er ekki á prjónun- um, en vissulega ein leið til að efla verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur.“ thordis@frettabladid.is Ævintýri óskast í miðborgina Í miðborginni er enginn staður tileinkaður börnum í ævin- týraleit meðan mamma og pabbi sinna erindum sínum. Gömul húsgögn, búnaður og föt ásamt fleiru smálegu hefur notið æ meiri vinsælda. Bæði vegna tískustrauma og í umhverfis- skyni. Tískan fer í sífellda hringi og húsgögn og -búnaður fyrri ára ratar nú æ oftar inn á glæný heimili. Þau eru oft vandaðri og bera með sér sál svo ekki sé talað um gildi sígildrar hönnunar. Yngri kynslóðin hefur einnig verið iðin við að nota gömul föt á síðustu árum. Bæði úr geymsl- um foreldranna og af flóamörk- uðum. Svo ekki sé talað um barnaföt sem varla sér á. Miðborgin hefur upp á marga kosti að bjóða fyrir þá sem vilja finna eitthvað sérstakt og fal- legt. Eitthvað gamalt og gott. HERTEX: Fatabúð Hjálpræðishersins Garðastræti 6. Opið alla virka daga: 13.00-18.00 KOLAPORTIÐ: Fjölbreytt markaðstorg með not- aðar og nýjar vörur. Til dæmis fatnað, skartgripi, skó, antik- vöru, húsgögn, bækur, innflutt- ar vörur frá öllum heimshornum ásamt matvöru og kaffistofu. Opið laugardaga og sunnudaga: 11.00-17.00 VERSLUNIN FRÍÐA FRÆNKA: Vesturgata 3. Opið alla virka daga: 10.00-18.00 Laugardaga: 10.00-14.00 GLAMÚR: Notaður tískufatnaður Laugavegi 41. Opið mánudaga-fimmtudaga: 11.00-18.00, föstudaga: 11.00- 18.30, laugardaga: 11.00-16.00 RAUÐI KROSSINN: Verslun með notuð föt Laugavegur 12b. Opið alla virka daga: 10.00-17.30, laugardaga: 11.00-17.00 NYTJAMARKAÐUR HJÁLPRÆÐISHERSINS: Húsgögn, búsáhöld, bækur, föt og fleira. (Þar er einnig móttaka fyrir dót) Eyjaslóð 7 á Granda. Opið alla virka daga: 13.00-18.00 ROKK OG RÓSIR: Notaður tískufatnaður Laugavegi 28. Opið mánudaga-fimmtudaga: 11.00-18.00, föstudaga: 11.00- 18.30, laugardaga: 11.00-16.00 Eitthvað gamalt og gott Rauði krossinn á Laugavegi 12b selur notaðan fatnað sem jafnvel er aftur kom- inn í tísku. Notuð föt, húsbúnaður og húsgögn njóta æ meiri vinsælda. Bæði meðal yngra fólks sem vill vera í tísku og annarra sem huga að umhverfisvernd og endurvinnslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.