Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 30
greinar@frettabladid.is Fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar liggur kauptilboð Orkuveitu Reykjavíkur á 15,45% hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Tilboðið, sem rennur út um áramót, hljóðar upp á um átta milljarða króna sem er gríðar- leg upphæð inn í bæjarsjóð Hafnarfjarðar. Ég mun greiða atkvæði með því að þessu til- boði verði tekið. Hafnarfjarðarbær hefur átt hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja frá árinu 1999 en hann kom til þegar Rafveita Hafnarfjarðar rann inn í HS í meirihlutatíð sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Við samrunann hafa því orðið til gríðarleg verðmæti. Bæjarfélagi eins og Hafnarfirði ber engin skylda til að vera í raforkuframleiðslu eða öflun heits vatns. Hlutverk bæjarstjórnar er hins vegar að tryggja að íbúar bæjarins hafi aðgang að rafmagni og hita á sanngjörnu verði. Með sölu á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja mun Hafnarfjarðarbær því verða í sömu sporum og meðal annars Garðabær, Kópavogur, og Mosfellsbær, sem hvorki eiga né reka raf- eða hitaveitur. Þess ber þó að geta að salan á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja hefur engin áhrif á framtíðarnýtingu jarðhitaréttinda bæjarins í landi Krísuvíkur. Hlutdeild í arði frá þeirri auðlind getur skilað umtalsverðum tekjum. Alls nema heildarskuldir og skuldbinding- ar Hafnarfjarðarbæjar um nítján milljörðum króna. Rekstur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar hefur gengið þokkalega undanfarin ár og er það einkum að þakka mikilli uppsveiflu í efnahagslífi landsins. Hægt væri að nýta söluandvirði hlutarins í HS til niðurgreiðslu skulda og lækka vaxtagreiðslur bæjarfélagsins um hundruð milljóna króna á ári. Þann ávinning mætti nota til að lækka útsvar á bæjarbúa, sem er í hámarki. Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hefur ekki sagt skoðun sína á þessu máli. Þar virðist enginn geta tekið af skarið – af eða á. Óttast ég að sami vandræðagangurinn og var í tengslum við stækkun álversins í Straumsvík endurtaki sig. Í því mikla hagsmunamáli þorði því miður enginn af sjö bæjarfulltrúum Samfylkingarinn- ar að taka afstöðu. Vonandi klúðrar núverandi meirihluti Samfylkingarinnar ekki enn einu fram- faramálinu fyrir Hafnfirðingum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Tilboð sem ekki er hægt að hafna Ísland er fákeppnisland. Það stafar þó ekki af smæð landsins. Mörg önnur smálönd búa við mikla samkeppni. Galdurinn er að greiða fyrir viðskiptum við útlönd, og þá stækkar heimamarkaðurinn eins og Adam Smith rakti með skýrum rökum í Auðlegð þjóðanna 1776. Til dæmis búa Eistar nú við gallharða samkeppni á fjármálamarkaði, þótt þeir séu aðeins fjórum sinnum fleiri en við og landsframleiðsla Eistlands hafi verið minni en landsframleiðslan hér heima, þegar Eistum tókst loksins að brjótast undan oki Sovétstjórnarinnar 1991. Smæð er engin fyrirstaða. Nei, Ísland er fákeppnisland fyrst og fremst vegna þess, að stjórnvöld hafa frá fyrstu tíð verið á bandi framleiðenda og skeytingar- laus um hag neytenda. Ég er að tala um Framsóknarflokkinn og bændur, Sjálfstæðisflokkinn og heildsalana og útgerðina og allt það. Enn eimir svo mjög eftir af þessum faðmlögum stjórnmála- flokkanna og framleiðenda, að ungt fólk hlýtur sumt að halda, að Samtök atvinnulífsins og Viðskipta- ráð séu landsmálafélög í Sjálfstæðisflokknum líkt og Vörður og Hvöt. Landbúnaðarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið hegða sér enn eins og þau séu fram- lengdir armar bænda og útvegs- manna. Og nú virðist Seðlabankinn með líku lagi vera genginn í lið með viðskiptabönkunum. Í þau skipti, sem háa útlánsvexti og lága innlánsvexti bankanna hér hefur borið á góma, hefur Seðlabankinn kveðið sér hljóðs með villandi upplýsingum um málið og reynt að gera sem allra minnst úr vaxta- muninum. Þetta gerðist fyrir kosningar í vor leið og aftur nú um daginn. Seðlabankinn á að lögum að gæta hagsmuna almennings, ekki bankanna. Ég lýsti því hér fyrir viku, að Seðlabankinn lagði án skýringar frá sér skætt vopn gegn verðbólgu, bindiskylduna, og ákvað heldur að styðjast einvörðungu við stýri- vexti. Þessi ákvörðun bankans 2001 ásamt máttlausum fortölum bar ekki betri árangur en svo, að verðbólgan hefur lengst af verið langt yfir verðbólgumarkmiði bankans og oftar en ekki yfir efri þolmörkum. Bankinn hlýtur að hafa reist ákvörðun sína um afnám bindiskyldunnar á rökstuddri, dagsettri greinargerð. Þá greinar- gerð ætti bankinn nú að leggja fram opinberlega. Viðskiptabankar kunna því auðvitað ekki vel að láta binda hendur sínar, því að þeir eiga yfirleitt ekki auðvelt með að varpa bindiskyldunni yfir á viðskiptavini sína með hærri útlánsvöxtum og þurfa því að hægja á útlánum beint frekar en eingöngu óbeint með vaxta- hækkun, sem bankarnir geta auðveldlega kennt hærri stýri- vöxtum Seðlabankans um. Bindiskylda er hvergi nefnd á nafn í tveim greinargerðum, sem bankinn birti við kerfisbreyting- una 2001. Greinargerð með rökum Seðlabankans fyrir afnámi bindiskyldunnar 2001 þarf að birta, svo að hægt sé auk annars að meta, hvort Seðlabankanum er treystandi fyrir umsjón fjármála- eftirlits, sem bankinn hefur sótzt eftir að endurheimta inn fyrir sína veggi. Í Sovétríkjunum sálugu réð framleiðslan lögum og lofum, og ríkið var eini vinnuveitandinn. Það var ekkert grín að lenda í útistöðum við hann. Fólk var rekið úr vinnunni fyrir minnsta andóf, og atvinnuleysi var fangelsissök. Ég er að lýsa nýliðinni tíð. Fyrrum viðskipta- ráðherra stóð með líku lagi upp á opnum fundi um bankamál í Reykjavík á dögunum og tvísagði fyrir fullum sal, að það væri alvarlegt mál, að annar frummæl- andinn starfaði í Háskóla Íslands. Þótt Ísland hafi frá fyrstu tíð verið lýðræðis- og réttarríki ólíkt Sovétríkjunum, sóttu leiðandi stjórnmálaöfl hér heima ýmsar fyrirmyndir í austurveg, til dæmis þjónkunina við framleið- endur og „andrúmsloft dauðans“, sem Morgunblaðið hefur nýlega gert að umtalsefni með eftir- minnilegu móti. Ástæðan var hin sama á báðum stöðum. Fylgispekt við framleiðendur skaffar völd, því að hagsmunir neytenda eru dreifðir og mega sín því ekki mikils gegn samþjöppuðum hagsmunum framleiðenda. Kommúnistar ákölluðu „Sovét- Ísland, óskalandið“ laust og bundið, og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sköffuðu í ýmsum hlutföllum og skiptu landinu á milli sín, nú síðast Búnaðarbank- anum og Landsbankanum, þegar þeir voru fyrir fáeinum árum einkavæddir með rússnesku sniði upp á þau býti auk annars, að varaformaður Framsóknarflokks- ins 1998-2001 auðgaðist mjög með atbeina áður greinds viðskipta- ráðherra sama flokks. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Morgunblaðið sáu neitt athuga- vert við þennan gjörning og innsigluðu með þögninni aðild sína að verknaðinum og velþókn- un, eins og ritstjóri Morgunblaðs- ins hefur lýst nákvæmlega í prentaðri ritgerð um þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Þaðan kemur orðtakið talsam- band við flokkinn. Framlengdir armar G reiðslur sem koma í hlut fatlaðra vegna vinnu sem þeir inna af hendi á hæfingarstöðvum hafa verið til umræðu undanfarna daga. Ástæðan er frétt Frétta- blaðsins í fyrradag um fatlaðan mann sem fékk 4.200 krónur í mánaðarlaun fyrir vinnu sína á hæfingar- stöðinni Bjarkarási. Nú er hæfingarstöð ekki vinnustaður í sama skilningi og vernd- aður vinnustaður. Hins vegar felst hluti af starfsemi hæfingar- stöðva fatlaðra í því að þeir sem þar dvelja vinna að verkefnum sem greitt er fyrir. Í því tilviki er ósanngjarnt annað en að þeir sem skapa tekjur með vinnuframlagi sínu fái laun fyrir. Hlutverk hæfingarstöðva er meðal annars að veita starfsþjálfun, og spyrja má hvort hluti af starfsþjálfuninni felist ekki einmitt í að þiggja laun fyrir störf sín, að fá greitt fyrir vinnu sem innt er af hendi og skapar verðmæti. Á vernduðum vinnustöðum fá starfsmenn laun samkvæmt kjarasamningi. Það sama ætti að gilda á hæfingarstöð þegar unnin eru verkefni sem skapa tekjur. Örorkubætur eru lágar og tekju- öflun ofan á þær er hvetjandi og ýtir undir sjálfstæði og reisn. Kristján Valdimarsson, formaður Hlutverks, samtaka um vinnu- og verkþjálfun, bendir í frétt Fréttablaðsins á að best væri að kjarasamningar yrðu gerðir milli verkalýðsfélaga og sveitar- félaga um launamál fólks sem starfar á hæfingarstöðvum á sama hátt og gert hefur verið á öðrum vinnustöðum fatlaðra. Þetta er lykilatriði. Á hverjum þeim launaseðli sem atvinnu- rekandi sendir frá sér verður að sjást hversu mikið hefur verið unnið og á hvaða taxta. Þetta er réttur alls vinnandi fólks og á að gilda um fatlaða jafnt sem ófatlaða. Gerður Aagot Árnadóttir, læknir og formaður Þroskahjálpar, bendir í frétt blaðsins á að Ísland sé langt á eftir öðrum löndum á þessu sviði. Hún bendir einnig á að sagt sé að tryggingabætur eigi að koma í stað launa hjá fólki sem tekur þátt í starfsemi hæfingar- stöðva. „Það segir sig samt sjálft að auðvitað vill fólk fá laun fyrir störf sín,“ segir Gerður. Taka má undir þessi orð Gerðar og einnig það sjónarmið Kristjáns Valdimarssonar að það sé prinsippmál að taki hæfingar- stöð við verkefnum sem gefa af sér tekjur eigi starfsmennirnir að fá þær að launum fyrir vinnu sína. Ljóst er að hér er breytinga þörf. Sveitarfélögin og félagsmála- ráðuneytið þurfa að taka höndum saman og leiðrétta það misrétti sem hér er á ferðinni. Í raun og veru er málið einfalt. Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, sem skapa verðmæti í störfum sínum eiga að fá greitt fyrir vinnu sína með sýnilegum og samningsbundnum hætti. Það eru mannréttindi. Brot á réttindum fatlaðra Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, sem skapa verðmæti í störfum sínum eiga að fá greitt fyrir vinnu sína með sýnilegum og samningsbundnum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.