Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 42
fréttablaðið farið á fjöll 8. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 Bergur Pálsson fór í nýliðaferð 4x4 klúbbsins í fyrra og sér ekki eftir því. Þar læra nýliðar hvernig eigi að bera sig að á fjöllum og kynnast skemmti- legu fólki. Bergur Pálsson bjó lengi í Dan- mörku, þar sem lítil þörf er á jeppum og stórum dekkjum. Þó blundaði alltaf í honum draumur um góðan fjallabíl og þegar heim var komið var stefnan sett á jeppa- kaup. Fyrir þremur árum eign- aðist hann svo jeppa af gerðinni Benz G, 23 ára gamlan, fullbreytt- an og áreiðanlegan á fjöllum. Bergur hafði sjálfur ferðast eitt- hvað um hálendið í rúmt ár þegar hann ákvað að skella sér með í ný- liðaferð 4x4. „Þetta var tækifæri til að komast á fjöll, hitta fleiri sama sinnis og njóta góðs félags- skapar,“ segir Bergur um ástæðu fararinnar en Ferðaklúbburinn 4x4 býður upp á nokkrar nýliða- ferðir á hverju hausti sem Bergur segir að mikið sé að græða á fyrir nýgræðinga. Mismunandi nýliða- ferðir eru í boði, bæði fyrir mikið og minna breytta bíla og getur því hver fundið það sem honum hentar. Í ferðinni sem Bergur fór í fyrra var stefnan sett á Jökulheima, sem eru í Tungnaárbotnum nærri jaðri Tungnaárjökuls. Hópurinn lagði af stað á föstudegi. „Myrkur var á leiðinni og því þurfti að keyra eftir GPS,“ útskýrir Bergur. Allir komust heilir í hús um mið- nætti enda leiðangursstjóri ávallt fremstur og annar vel útbúinn bíll aftastur sem gat aðstoðað þá sem lentu í vandræðum. Sólin skein á ferðalangana á laugardagsmorgni þegar haldið var af stað í Grímsvötn. „Við jökul- rönd er farið yfir Tungnaá á ís. Ísinn hélt okkur þannig að fyrsta raunverulega brekkan var nokkuð inni á jöklinum. Hún lætur lítið yfir sér en vegna lauss snjós reynd- ist hún farartálmi fyrir nokkra. Einn var dreginn áleiðis upp og aðrir hleyptu passlega mikið úr dekkjum,“ segir Bergur og telur mikla list liggja að baki því að hleypa rétt úr dekki. „Sumir kom- ust reyndar upp með það að láta farþega bílsins ganga upp brekk- una til að létta jeppann.“ Einn bílinn varð að skilja eftir á miðri leið í Grímsvötn, líklega vegna stíflaðrar olíusíu. „Þá var okkur sagt að sía ætti að vera til vara í öllum bílum og vera hluti af útbúnaðarlista bíls,“ segir Bergur og líkir ferðinni við hálfgert nám- skeið í jeppamennsku. Bílstjóri og farþegar bilaða bílsins fengu far með öðrum og áfram var haldið í Grímsvötn. Bíllinn var síðan sóttur á bakaleið- inni og dreginn í Jökulheima, þar sem reynsluboltar komu honum í gang. Þegar upp á jökulinn var komið bilaði demparafesting í öðrum jeppa. Hófst þá mikil leit að svip- aðri ró í öðrum bílum. Hún fannst og fékk nýjan samastað í bilaða bílnum. Þegar komið var í Grímsvötn var alger logn og stilla. Mælar sýndu 30 stiga frost og aðeins var stoppað í stutta stund til að olían á bílunum myndi ekki byrja að krapa. Haldið var áfram í Þórðar- hyrnu, þá Pálsfjall og að lokum komið aftur niður í Jökulheima. Um kvöldið var sameiginleg- ur matur þar sem stjórn 4x4 grill- aði. Mikið var rætt og skrafað og sagðar jeppa- og reynslusögur sem nýliðarnir lærðu mikið af. „Þarna kynnist ég líka fólki sem ég hef farið í ferðir með síðan,“ segir Bergur og hrósar allri skipu- lagningu ferðarinnar enda hafi leiðangursstjórar verið miklir reynsluboltar og haft frá ótrúleg- ustu hlutum að segja. solveig@frettabladid.is Þegar komið var í Grímsvötn var dúnalogn og mælarnir sýndu 30 stiga frost. Andardrátt ferðalanga hélaði í nösum. MYND/BERGUR PÁLSSON Margt að læra í nýliðaferð Bergur ásamt börnum sínum þremur þeim Ingunni Lilju, Steini og Tinnu Björk, sem raða sér upp á Benz G jeppann góða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frá nýliðaferð 4x4 í fyrra. Skálar Jöklarannsóknafélags Íslands á Svíahnjúki voru kærkomin sjón fyrir þreytta ferðalanga enda útbúnir salerni og sánu. MYND/THOMAS WERNER FERÐIR FERÐAFÉLAGS 4X4 Á NÆSTUNNI Farið verður í tvær ferðir á vegum Ferðafélags 4x4 helgina 24.-25. nóvem- ber. Önnur er ætluð breyttum jeppum á 38 tommu dekkjum eða stærri. Farið verður inn í Strút, sem er skáli Útivistar. Skráning er hafin, verð er 4.500 krónur en innifalin er gisting, fararstjórn og sameiginleg kvöldmál- tíð á laugardeginum. Hin ferðin er fyrir óbreytta jeppa og einnig þá sem eru á breyttum jeppum en hafa ekki komið áður í ferð en langar að spreyta sig á jeppan- um sínum. Gist verður í Hólaskógi þaðan sem farið verður í skemmtilegan bíltúr. Í góðum snjóskafli fá menn að leika sér, festa bílana og glíma við að losna. Hópnum verður eitthvað skipt niður þannig að þeir sem eru á stærri dekkjum fái einnig að reyna á kunnáttu og getu bíla sinna. Þessi ferð er opin öllum sem hafa áhuga á að koma með. Í tengslum við ferðina verður væntanlega boðið upp á námskeið, litið í heimsókn í bílskúr einhvers og kíkt í húddið. Þessi ferð kostar 4.200 krónur en innifalin er gisting, fararstjórn og sameiginleg máltíð á laugar- dagskvöldinu. P IP A R • S ÍA • 7 19 8 3 ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Eigum einnig úrval af öðrum stærðum af heilsársdekkjum fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga á hagstæðu verði. Heilsárs- og vetrardekk fyrir jeppa og jepplinga Við míkróskerum og neglum dekkin fyrir þig Dæmi um gott verð: 31x10.50R15 Maxxis, kr. 12.900 33x12.50R15 Maxxis, kr. 15.900 275/70R16 GT-Radial, kr. 14.900 265/70R17 GT-Radial, kr. 16.900 Líttu vel út! Snjóskafa fylgir hverjum dekkjagangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.