Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 18
Hvar er líklegra að finna ís- lenska húsgagnasmíði í háum gæðaflokki en á Smiðjuvegin- um í Kópavogi? Þar er Axis, eitt elsta innréttingaverkstæði landsins. Völundur ljósmyndari leit þar inn. „Staðlaðar einingar eru meginuppi- staðan í okkar framleiðslu og við framleiðum mjög breiða línu af þeim. Þær eru allar smíðaðar hér á Smiðjuveginum. Við erum hér í rauðu götunni með honum Geira!“ segir Hlynur Þór Sveinbjörnsson hlæjandi. Hann er sölufulltrúi hjá Axis og tekur fram að fyrirtækið fáist við sérsmíði líka. Nefnir sem dæmi að ýmsir bæti sérsmíðuðum glerskápum, vínrekkum og fleiru við staðlaðar eldhúsinnréttingar sem byggt sé á. „Eldhúsinnrétting- ar er hægt að fá í hvaða viðarteg- und sem er en við erum með þrjár á lager,“ segir Hlynur. Hann nefnir lakkað tekk sem vinsælt sé í eld- húsin og segir fólk gjarnan blanda saman tekki og hvítum sprautu- lökkuðum viði. Fataskápar eru til í fjórum viðar- tegundum á lager í Axis. Þær eru mahóní, eik, ölur og kirsuber. „Við erum líka að taka inn tekk því eftir- spurn eftir því er alltaf að aukast og um áramótin verðum við komin með það á lager,“ upplýsir Hlynur. Axis er langlíft fjölskyldufyrir- tæki. Axel Eyjólfsson stofnaði það árið 1935 á Akranesi og nýlega tóku Eyjólfur og Gunnar Eyjólfsson við því sem þriðja kynslóð eigenda. „Þetta er með elstu innréttinga- fyrirtækjum á landinu og hér hefur íslensk hönnun verið þróuð um árin,“ segir Hlynur Þór að lokum. Heimasíðan er www.axis.is Erum í rauðu götunni með honum Geira ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.