Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 18
18 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Vísitala neysluverðs Hinn séríslenski húsnæðisliður vísitölu neysluverðs skaðar íslenskt efnahagslíf og á ríkan þátt í vítahring skulda- aukningar og verðbólgu. Fréttatilkynning Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs í nóvember kristall- ar þessa staðreynd, en þar segir: „Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2% en vísitala án húsnæðis um 1,9%.“ Afleiðing þess að telja verðhækkun á húsnæði beint í vísitölu neysluverðs er að verðbólga mælist hærri en hún er í raun og veru. Samsetn- ing vísitölunnar felur þannig í sér innbyggðan hvata fyrir lánastofnanir að lána meira og leiðir beint til aukinna vaxtatekna þeirra í krafti verðtryggingarinnar, en aukin lán hafa verð- hvetjandi áhrif á fasteignamarkaði. Þessi hvati leiðir síðan af sér meiri þenslu og meiri viðskiptahalla. Vaxtahækkanir Seðlabankans verða þannig ekki í samræmi við efnahagslegan raunveruleika. Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan vel innan verðbólgumarkmiðs, skammtímavextir lægri og gengi krónunnar lægra. Það hefði aftur letjandi áhrif á lánastefnu fjármálastofnana, drægi úr peningamagni í umferð og myndi hjálpa til við að draga úr viðskiptahalla. Tölfræði- tjónið sem unnið er á íslensku hagkerfi vegna þeirrar þráhyggju að telja húsnæði með þeim hætti sem gert er byggir á röksemdafærslu sem hvorki getur talist góð hagfræði né góð tölfræði. Blandað er saman eðlisóskyldum tölum í útreikningum. Húsnæðisliður vísitölu neysluverð ætti frekar að byggja á vogun fjármögnunar- kostnaðar húsnæðis og húsaleigu. Enda eru leiga og afborganir lána greiddar mánaðar- lega, en húsnæðiskaup eru fjárfestingar sem þorri almennings ræðst í einu sinni til tvisvar um ævina. Skýringin er væntanlega sú að þegar Íbúðalánasjóður og forveri hans Húsnæðis- stofnun sátu ein að húsnæðislánamarkaði var aðgengi að húsnæðislánum takmarkað og hámarkslán fastsett og breyttust lítið. Allan tíunda áratug síðustu aldar stóð húsnæðisverð að mestu í stað og varð þessi liður í vísitölunni til þess að sýna verðbólgu lægri en hún var í raun og veru. Reddari gærdagsins hefur þannig snúist í andhverfu sína. Aftenging vísitölu húsnæðis- verðs úr almennri neysluvísitölu er því orðin brýnt hagsmunamál. Höfundur er formaður Framsóknarfélagsins á Akranesi. Tölfræðitjónið af húsnæðislið FRIÐRIK JÓNSSON En alla hina dagana? Allir urðu miklir íslenskumenn í gær, og var haft á orði að fólk hefði „óverdósað“ á Jónasi, svona í tilefni dagsins. Sum kvikmyndahúsin þýddu meira að segja titla kvikmynda í tilefni dagsins. Miðað við útkomuna yrði það greinilega lítið mál að þýða þessa titla alla daga ársins, því í nær öllum tilfellum var litlu til kostað. Hversu erfitt er að þýða Mr. Woodcock sem Hr. Woodcock eða Rogue Assassin sem Rogue leigumorðingi? Þýddi titillinn sem stóð upp úr var Borðtennis- bull, sem væntanlega nær bæði að lýsa titli og anda myndarinnar fullkomlega. 200 ára gamall Hamrahlíðarkórinn söng „Hann á afmæli í dag“ þegar gestir komu sér fyrir á tónleikum í gær af tilefni þess að tvö hundruð ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. En margir eru ósáttir við það að tala um þann dag sem afmælisdag, enda Jónas ekki það furðuverk að vera tvö hundruð ára gamall. Eyþór Arnalds tók í sama streng og Hamrahlíðar- kórinn á bloggsíðu sinni í gær, þar sem hann sagði „til lukku með árin 200“. Var hann að óska Jónasi til lukku með aldirnar tvær? Bara 150 ára Fimmtíu árum eftir fæðingardag Jónasar fæddist Jón Sveins- son, eða Nonni, á Möðruvöllum í Hörgárdal. Það hefði því verið hægt að byggja upp jákvæðan samkeppnisanda á milli íbúa í Hörgárdal og Öxnardal; á milli Nonnamanna og Jónasar manna, þar sem keppst væri um hver ætti besta skáldið. Það fór þó ekki svo, heldur týndist fæðing Nonna í Jónasar- deginum. Væntanlega hugsuðu ekki mikið fleiri en Zontakonur á Akureyri og aðstandendur Nonnahússins til Pater Jóns og verka hans í tilefni dagsins. Það er kannski ekki nógu fínt á degi íslenskrar tungu að halda á lofti nafni manns sem skrifaði á þýsku. svanborg@frettabladid.isA ðalhagfræðingur Seðlabankans sagði nýlega í afar skarpri grein í Morgunblaðinu að sjálfstæða peninga- stefnu og fljótandi gengi fyrir jafn lítið land og Ísland mætti kalla hagfræðilega tilraunastarfsemi. Bjargföst skoðun hans var þó sú að tilrauninni væri ekki lokið. Gagnstæð sjónarmið koma fram hjá framkvæmdastjóra atvinnulífsins í Fréttablaðinu í gær. Hann segir að nauðsynlegt sé að breyta samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um verðbólgumarkmið, eigi atvinnulífið að standa undir núverandi launakostnaði og komandi kjarasamningum. Svar framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins er að tilslökun um verðbólgumarkmið þýði lækkun vaxta, sem aftur hefði í för með sér gengislækkun með þar af leiðandi hækkun á innflutningsverði. Það sætti verkalýðsfélögin sig ekki við. Hér lýstur saman tveimur gagnstæðum sjónarmiðum. En þau hverfast um stefnuna í peningamálum sem ákveðin var árið 2001. Seðlabankinn fékk þá aukið sjálfstæði til þess að beita aðgerðum í peningamálum í þeim tilgangi að tryggja stöðug- leika. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn settu sameiginlega niður 2,5 prósenta verðbólgumarkmið. Frá því þessar ákvarðanir voru teknar hefur verðbólga sveiflast á milli þess að vera 1,6 og 9,4 prósent. Verðbólgan hefur því að meðaltali verið næstum tvöfalt meiri en að var stefnt. En sveiflurnar hafa eðlilega valdið meiri erfiðleikum en meðaltalið. Engir góðir kostir eru í stöðunni. Ekki verður séð að nokkur rök standi til að taka aftur upp svokallaða fastgengisstefnu. Þó að horfið yrði frá skilgreindu verðbólgumarkmiði stæði eftir krafa á Seðlabankann um að beita því eina vopni sem hann ræður yfir til þess að stuðla að stöðugleika. Þriðji kosturinn er sá að slaka á stöðugleikakröfunni og ákveða hærra verðbólgumarkmið. Sá kostur hlýtur þó að vera þung þraut hvort heldur horft er á viðfangsefnið frá pólitísku sjónarhorni eða hagfræðilegu. Helsti rökstuðningurinn fyrir sjálfstæðri mynt hefur verið sá að henni mætti beita í ljósi breytilegra hagsmuna hefðbundinna útflutningsframleiðslugreina. En spurningin er sú hvort aðstæður í þjóðarbúskapnum hafi ekki breyst þannig að sjávarútvegurinn væri betur settur með evru með því að nýríku vaxtargreinarnar eiga auðveldara með að laga sig að alþjóðahagkerfinu. Aðalhagfræðingur Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu í Morgunblaðsgrein sinni að kostirnir í þessu efni virtust bara vera tveir: Annaðhvort verðbólgumarkmið með fljótandi gengi eða alger gjaldmiðlasamruni. Margt bendir til að þetta sé í raun og veru sá veruleiki sem þjóðin stendur frammi fyrir. Í því ljósi hlýtur umræðan að snúast um það álitaefni hvenær hagfræðitilraunin frá 2001 telst vera fullreynd. Engum blandast hugur um að hún var bæði rökrétt og eðlileg á sínum tíma. Spurningin er bara sú hvort ætla megi að hún komist af tilrauna- stiginu til þess að duga inn í framtíðina sem það hagfræðilega vopn sem tryggi betri stöðugleika en verið hefur. Segja má sem svo að sverð Seðlabankans hafi verið of stutt. Hann hefur því réttilega gengið feti framar í baráttunni eftir því sem sú staðreynd hefur verið augljósari. Að því getur þó komið að vænlegra þyki að skipta um sverð. Hagfræðitilraun frá 2001: Hvenær lýkur henni? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Nú á dögum eiga að vera miklir frelsistímar. Allir vilja kenna sig við frelsið, ekki síst þeir sem fara með völdin og ráðskast með hag okkar hinna. Það er vinsælt slagorð stjórnmálamanna að þeir stefni að því að minnka eigin völd, en það er þó ekki annað en slagorð. Þvert á móti seilist samfélagið inn á mörg þau svið sem áður tilheyrðu einkalífinu. Skólakerfið er hluti af lífi barna frá 1-2 ára aldri þegar þau byrja að ganga í leikskóla. Eftir það fara flestar athafnir einstaklings fram á sviði samfélagsins og á hverjum degi þarf hann að eiga við ótal opinberar stofnanir. Samt finnst okkur við lifa á frelsistímum og kannski er það rétt. Kannski er það ekki annað en heimskuleg goðsögn að frelsi okkar minnki við það að samfélag- ið sé til staðar á sem flestum sviðum. Er það kannski frelsis- skerðing að börn gangi í leik- skóla? Því var einu sinni haldið fram, eins og Halldór Laxness lýsir ágætlega í Atómstöðinni. Þá þóttu „vöggustofur“ vera komm- únismi. En tímarnir breytast og núna finnst víst fáum leikskóla- vist barna grafa undan góðum siðum. Gamli tíminn Hið opinbera hefur ekki alltaf verið svona athafnasamt. Í fábrotnum sveitasamfélögum fyrri alda voru einstaklingarnir frjálsari en núna að því leyti að þeir rákust ekki oft á dag á fulltrúa almannavaldsins. Skattbyrði fólks var líka sérlega létt miðað við það sem fólk greiðir til hins opinbera nú á dögum. Fólk var ekki endilega sælla fyrir það – fæstir bjuggu á eigin jörðum og þorri fólks var settur undir húsaga heimilisföð- urins. Frelsi felst ekki endilega í því að losna við hið opinbera því að alltaf verða einhverjir til að taka að sér hlutverk kúgarans. Það felst því ákveðin þversögn í því þegar fólk segist vilja auka frelsið með því einu að minnka opinber afskipti og þá sérstak- lega með því að lækka skatta. Í því felst afturhvarf til fyrri tíma sem voru ekki endilega frelsis- tímar. Ef við vildum virkilega breyta til og auka frelsið ættum við frekar að ganga á hólm við aðra arfleifð fortíðarinnar – húsagahugsunarháttinn. Yfirvöld fyrri tíma voru ekkert sérlega ágjörn á skattfé fólks en þau voru því afskipta- samari um einkalíf þess. Ein af birtingarmyndum þess var ítarleg löggjöf um hjúskapar- form – hverjum mætti giftast og hverjum ekki. Nú má velta því fyrir sér hvað það kemur samfélaginu við hvernig fólk kýs að haga sínu heimilishaldi og með hverjum það vill búa. En þetta var ein leið yfirvalda til að aga fólk og halda því hlýðnu. Frelsi til einkalífs Núverandi hjúskaparlög eru leif úr fortíðinni þar sem m.a. er tekið fram að hjónaband geti einungis verið á milli karls og konu. Þessi löggjöf endurspeglar ekki þann veruleika sem við búum við núna. Allir vita að hjón þurfa ekki endilega að vera karl og kona; þau geta verið karl og karl eða kona og kona. Og hvers vegna eiga þá lögin ekki að taka mið af því? Þessu vilja nokkrir þingmenn breyta og núna liggur fyrir þinginu frumvarp um að hjónaband eigi að vera á milli tveggja einstaklinga án tillits til kynferðis. Þetta er líklega þarfasta málið sem tekið verður fyrir á alþingi næsta vetur. Samt verður maður var við að þetta frumvarp fer í taugarnar á ýmsum sem finnst þessar réttarbætur til óþurftar. Upp rís fólk sem finnst það verra ef skilyrðin til hjúskapar eru rýmkuð. Þetta er furðuleg afstaða í ljósi þess að hjónabönd okkar sem fáum núna að kalla okkur hjón verða ekki ögn léttvægari eða minna virði þótt aðrir öðlist sömu réttindi. Þetta frumvarp er raunar sjaldgæft dæmi um það að hægt er að auka réttindi eins án þess að það komi á nokkurn hátt niður á öðrum. Það er ekki oft að stjórnmála- menn hafa tækifæri til þess en ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir fagni því. Ég reikna fastlega með því að frumvarpið fái staðfestingu þingsins með 63 samhljóða atkvæðum. Ef við trúum því að núna séu frelsistímar hlýtur frelsi lögráða einstaklinga til að haga sínu einkalífi eftir eigin dómgreind að koma þar fyrst. Núna er tæki- færi alþingismanna til að sýna að þeir meini eitthvað með frelsishjalinu. Frelsi handa öllum SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Frelsi Nú er tíminn til að panta jólahlaðborðið Matreiðslumeistari Carl J. Johansen Glæsileg salakynni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.