Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 47

Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 47
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2007 27 Popparanum Justin Timberlake er greinilega mikið í mun að kon- urnar í lífi hans geti skellt sér með honum á brimbretti. Nýlega gaf hann nýju kærustunni sinni, Jessicu Biel, sérhannað brimbretti og ársbirgðir af brim- brettavaxi, en það er sama gjöf og hann færði fyrrverandi unnustu sinni, Cameron Diaz, fyrir fjórum árum. Söngkonan Britney Spears þykir ekki sú vænlegasta til að gefa upp- eldisráð en ofurfyrirsætan Heidi Klum segist hafa lært margt nyt- samlegt af Britney þegar hún dúkk- aði óboðin upp í hrekkjavökupartí Heidiar. „Hún kenndi mér helling um bleyjur. Ég hafði ekki hugmynd um til hvers límmiðarnir á hliðunum voru. Til að loka bleyjunni að framan! Ég batt alltaf band utan um,“ segir þriggja barna móð- irin Heidi Klum. Leikaranum Tom Cruise hefur verið boðið að fara með hlutverk klámkóngsins Hugh Hefner í kvikmyndinni Playboy. Vinur Toms segir hann afar spenntan fyrir að túlka litríka ævi Hefner, sem er á níræðisaldri en býr með þrem- ur kornungum unnustum sínum. Leikar- inn Leonardo DiCaprio hefur einnig verið orðaður við hlutverkið en hann er víst fastagestur á Playboy-setri Hefners. Breska söngkonan Amy Wine- house hefur nú með villtu líferni sínu hrakið burt umboðsmann tónleikaferðar sinnar, Thom Stone. Kunnugir segja Stone hafa gefist upp á fylgifiskum starfsins, að þurfa iðulega að borga dömuna úr fangelsi, horfa á hana neyta eiturlyfja og lifa sífellt í óvissu um hvort af tónleikum verði vegna ástands stjörn- unnar. FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrsta plata Siggu Beinteins í fjögur ár, Til eru fræ, er væntanleg í búðir. Sigga segir að platan sé sú besta sem hún hafi gert til þessa. „Þessi diskur er rólegur en mjög hátíðlegur, þótt hann sé ekki jóladiskur. Ég er að taka bæði þekkt lög og óþekkt í nýjum útsetning- um, stórum og miklum,“ segir Sigga, sem fékk aðstoð frá yfir eitt hundrað hljóðfæraleikurum á plötunni. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu spilar undir í flestum laganna, auk þess sem Sigríður nýtur aðstoðar kórs. Um útsetningar sá Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Titillagið Til eru fræ, sem Haukur Morthens söng svo eftirminnilega á sínum tíma, er vitaskuld á plötunni. „Það kom mér á óvart hversu það er fallegt. Ég hafði aldrei pælt í því þegar ég fór að vinna með það. Svo útsetti Þorvaldur það líka svo yndislega.“ Sigga syngur einnig lögin Yndislegt líf og Nella Fantasia þar sem hún spreytir sig á ítölsku í fyrsta sinn. „Það gekk ágætlega. Ég veit ekkert með framburðinn og neitt slíkt, það verður bara að koma í ljós,“ segir hún og hlær. - fb Sigga Beinteins syngur á ítölsku SIGGA BEINTEINS Söngkonan Sigga Beinteins hefur gefið út sína fyrstu plötu í fjögur ár. Keira Knightley ver ákvörðun sína um að stefna blaðinu Daily Mail fyrir að ýja að því að hún væri haldin lystarstoli. Blaðið birti myndir af hinni afar grannvöxnu leikkonu í bikiníi og gaf í skyn að líkamsvöxtur hennar hefði verið „innblástur“ fyrir unga stúlku sem þjáðist af lystarstoli, og lést af sjúkdómnum. Keiru mislíkaði greinin stórlega, stefndi blaðinu og fékk skaðabætur. Hún heldur því nú fram að viðbrögðin hafi verið nauðsynleg. „Þetta hefði getað eyðilagt feril minn, því ef ég hefði þjáðst af lystarstoli hefði ég ekki getað leikið í mörgum hasarmyndum. Fólk hefði ekki ráðið mig,“ segir hún. „Þegar greinar sem miða að því að eyðileggja feril minn eru birtar, eins og þessi var, verð ég augljóslega að taka það mjög alvarlega,“ segir leikkonan. Nauðsynlegt að stefna Daily Mail EINKAR ILLKEYTT FERÐAKISTA, ÍMYNDAÐIR DREKAR, TRÖLL, PÚKAR, ÁLFAR, GALDRAMENN, DAUÐINN SJÁLFUR OG HAMINGJUSAMUR TÚRISTI SEM ALLIR VILJA DREPA ,,Einn fyndnasti og besti rithöfundur Bretlands” The Independent ,,Ég hef sjaldan hlegið eins mikið né skemmt mér eins konunglega yfir neinni bók” ,,Ótrúleg saga og ótrúlegt ímynd- unarafl hjá Terry Pratchett. Hvernig fer hann að þessu?” Litbrigði galdranna hefur verið gefin út á 33 tungumálum og selst í yfir 2 milljónum eintaka. Ef þig langar til að hlæja, lestu þá eina skemmtilegustu bók síðari ára.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.