Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 102

Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 102
62 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Í fyrradag var tilkynnt á opinberri heimasíðu knattspyrnusam- bands Evrópu hvaða dómararar voru valdir til þess að dæma á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki og Sviss dagana 7.-29. júní. Valdir voru tólf dómarar og tuttugu og fjórir aðstoðardómarar og dómaratríóin sem koma til með að dæma leiki saman, koma frá sama landinu. Enn fremur voru skipaðir átta dómarar sem gegna munu starfi fjórða dómara og þar kemur enginn annar en Kristinn Jakobsson til skjalanna. „Þetta er náttúrulega mikill heiður og upp- hefð ef svo má að orði komast,“ sagði Kristinn sem fær tækifæri til þess að vinna með bestu dómurum Evrópu sem verða að dæma í keppni bestu liða í Evrópu. „Það má segja að undirbúning- ur sé í raun þegar hafinn og ég fékk úthlutað æfingaprógrammi frá UEFA sem ég kem til með að æfa eftir og síðan þegar nær dregur verður svo eitthvað um ráðstefnur og umræðufundi til þess að undirbúa dómarana sem best fyrir keppnina. Þá verða líka tvö þrekpróf sem menn verða að standast til þess að fá að taka þátt í þessu dæmi en ég á ekki von á því að þau verði með öðru sniði en þessi viðurkenndu FIFA-þolpróf sem ég hef þegar farið í. Ég hlakka mikið til að fá að fylgjast með bestu dómurum Evrópu að störfum og fá að komast með tærnar þar sem þeir eru með hælana,“ sagði Kristinn í léttum dúr. Kristinn mun vinna náið með því dómaratríói sem dæmir leikina þar sem hann verður fjórði dómari og tekur þátt í undirbúningi þeirra fyrir viðkomandi leiki. Kristinn þarf svo að vera í viðbragðsstöðu ef eitthvað kemur upp á meðan á leiknum stendur. „Það er þetta almenna ferli sem fylgir undirbúningi dómara fyrir alla leiki og ég þarf svo jafnframt að vera tilbúinn að taka við flautunni ef dómari leiksins meiðist til að mynda og það er vitanlega meginhlut- verk fjórða dómara. KRISTINN JAKOBSSON, DÓMARI: VAR VALINN TIL ÞESS AÐ VERA FJÓRÐI DÓMARI Á LOKAKEPPNI EM NÆSTA SUMAR Með tærnar þar sem þeir bestu eru með hælana LANDSLIÐSHÓPARNIR Landsliðshópur 1 sem tekur þátt í LK-Cup í Danmörku: Birkir Ívar Guðmundsson Lubbecke Roland Valur Eradze Stjarnan Hreiðar Levý Guðmundsson Savehof Guðjón Valur Sigurðsson Gummersb. Alexander Petersson Flensburg Róbert Gunnarsson Gummersbach Vignir Svavarsson Skjern Jaliesky Garcia Padron Göppingen Arnór Atlason FCK Snorri Steinn Guðjónsson GOG Ólafur Stefánsson Ciudad Real Einar Hólmgeirsson Flensburg Ásgeir Örn Hallgrímsson GOG Logi Geirsson Lemgo Sverre Jakobsson Gummersbach Sigfús Sigurðsson Ademar Leon Bjarni Fritzson St. Raphael Hannes Jón Jónsson Fredericia Sigurbergur Sveinsson Haukar Leikjaplan A-liðsins á LK Cup: 4. jan Ísland - Pólland 5. jan. Ísland - Noregur 6. jan. Ísland - Danmörk A-liðið leikur svo við Tékka hér heima 13. og 14. janúar og fer utan til Nor- egs 15. janúar. Landsliðshópur 2 sem tekur þátt í Posten Cup í Noregi: Björgvin Páll Gústavsson Fram Davíð Svansson Afturelding Ólafur Haukur Gíslason Valur Sturla Ásgeirsson Aarhus Baldvin Þorsteinsson Valur Andri Stefan Haukar Heimir Örn Árnason Stjarnan Jóhann Gunnar Einarsson Fram Arnór Gunnarsson Valur Fannar Þorbjörnsson Fredericia Kári Kristjánsson Haukar Gunnar Berg Viktorsson Haukar Einar Ingi Hranfsson Fram Ernir Hrafn Arnarsson Valur Elvar Friðriksson Valur Árni Þór Sigtryggsson Granollers Ólafur Bjarki Ragnarsson HK Gísli Kristjánsson Fredericia Rúnar Kárason Fram Guðlaugur Arnarsson Malmö Gunnar Ingi Jóhansson Stjarnan Leikjaplan B-liðsins í Noregi: 11. jan. Ísland - Ungverjaland 12. jan. Ísland - Portúgal 13. jan. Ísland - Noregur FIMLEIKAR Fimleikasamband Íslands tilkynnti í gær val sitt á fimleikafólki ársins. Fríða Rún Einarsdóttir og Viktor Krist- mannsson, bæði úr Gerplu, voru valin fimleikakona og fimleika- maður ársins 2007. Fríða Rún þykir mikið efni en hún hóf þátttöku í alþjóðlegum mótum haustið 2004. Hún hefur farið mikinn í unglingaflokki og hefur enn fremur nú þegar unnið til margra verðlauna í opnum flokki og er því ein bjartasta vonin í áhaldafimleikum sem Íslendingar eiga. Viktor hefur verið í sérflokki hér á landi og er ávallt meðal efstu manna frá Norðurlöndum á stórmótum. Viktor stóð sig vel á smáþjóðaleikunum í Mónakó á árinu og vann þar til fjölmargra verðlauna. - óþ Fimleikasamband Íslands: Fríða og Viktor voru valin best HANDBOLTI Alfreð Gíslason valdi ásamt þeim Kristjáni Halldórs- syni, þjálfara Stjörnunnar, og Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, B-landsliðshóp í gær en það lið mun taka þátt í Posten Cup í Noregi sem er sterkt mót. And- stæðingarnir eru Noregur, Ung- verjaland og Portúgal en mótið fer fram 11.-13. janúar og verður spilað í Þrándheimi og Lille- hammer. Kristján Halldórsson mun stýra liðinu í mótinu. „Þetta er gott tækifæri fyrir ungu og efnilega strákana. Ég mun einnig nota mótið til þess að gefa leikmönnum eins og Einari Hólmgeirssyni, Sigfúsi Sigurðs- syni og jafnvel Loga Geirssyni tækifæri til þess að spila en þeir hafa lítið leikið upp á síðkastið og vantar mínútur á vellinum,“ sagði Alfreð en fyrir utan unga og efni- lega leikmenn eru einnig reyndir leikmenn í þessum hópi sem hafa verið viðriðnir landsliðið í gegn- um tíðina. Nægir þar að nefna menn eins og Heimi Örn Árnason, Gunnar Berg Viktorsson og Andra Stefan. Það vekur engu að síður athygli að Alfreð skuli ekki velja suma af eldri strákunum eins og Gylfa Gylfason, Einar Örn Jónsson og Þóri Ólafsson en þeir spila allir í þýsku deildinni og hafa verið að spila með landsliðinu á síðustu árum. „Ég veit hvað þessir strákar geta og ég ákvað frekar að leyfa ungu strákunum eins og Arnóri Gunnarssyni að spila. Arnór er framtíðarmaður að mínu mati,“ sagði Alfreð sem mun ekki fara með liðinu til Noregs þar sem hann verður með A-liðið á æfing- um á sama tíma. - hbg Alfreð Gíslason valdi B-landsliðshóp ásamt öðrum sem mun spila á móti í Noregi: Gott tækifæri fyrir ungu og efnilegu strákana BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON Einn af ungu strákunum sem fá tækifæri til að sanna sig í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Alfreð Gíslason valdi 41 leikmann í landsliðshópa sína tvo í gær. 22 leikmenn eru í B-liði Alfreðs en 19 leikmenn eru í A-liðinu en líklegt er að leikmennirnir í þeim hópi muni skipa EM-hóp Alfreðs þó að það séu leik- menn í B-liðinu sem gætu átti smávægilegan möguleika. Fátt kemur á óvart í vali Alfreðs í A-liðs hópnum fyrir utan að þar er hinn ungi Hauka- maður Sigurbergur Sveinsson sem stóð sig vel er hann fékk tækifæri með landsliðinu á dögunum. Landsliðið kemur saman í byrjun janúar og fer beint á LK Cup í Danmörku sem hefst 4. janúar. Okkar sterkasti leikmannahópur „Ég er búinn að skoða marga leikmenn síðasta árið og margir hafa fengið tækifæri. Þessi hópur er samt að mínu mati okkar sterkasti eins og staðan er í dag. Sigurbergur er inni en hann stóð sig vel gegn Ungverjum og það er misjafnt ástandið á rétthentu skyttunum okkar. Svo er spurning hvernig staðan er á Sigfúsi en ég fæ gott tækifæri til þess að skoða hann þegar hann kemur heim. Hann hefur verið meiddur en er að koma til baka,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Eins og venjulega vekur athygli þegar ákveðnir leikmenn eru ekki valdir og miðað við fyrri hópa Alfreðs þá vekur kannski helst athygli að Ragnar Óskarsson og Valdimar Þórsson séu í hvorugum hópnum hjá Alfreð að þessu sinni. Valdimar í kuldanum og Ragnar ekki valinn þótt hann væri heill „Ragnar er meiddur en ég efast um að ég hefði valið hann þó svo að hann hefði verið heill. Valdimar fór með okkur til Parísar á sínum tíma og stóð sig vel á æfingum en það skilaði sér því miður ekki í leikjunum. Á móti kemur að við erum vel mannaðir á miðjunni með Snorra sem mann númer eitt og svo geta bæði Arnór og Ólafur leyst hann af,“ sagði Alfreð en Magnús Stefánsson og Björgvin Hólmgeirsson eru einnig í hvorugum hópnum en þeir fengu tækifæri gegn Ungverjum líkt og Sigurbergur. „Mér fannst Sigurbergur standa sig best af þeim þremur. Magnús og Björgvin eru ungir og efnilegir og fá eflaust tækifæri síðar. Svo þarf ég líka að skoða Ingi- mund betur.“ Bjarni Fritzson heldur sæti sínu í A-lands- liðshópnum þó svo að þar komi fleiri til greina eins og Gylfi Gylfason, Þórir Ólafs- son og Einar Örn Jónsson sem allir spila í Þýskalandi. „Við eigum marga góða hornamenn og Bjarni hefur staðið sig vel. Svo er Arnór Gunnarsson ungur og mjög efnilegur horna- maður sem ég er spenntur fyrir. Þess utan geta allar örvhentu mennirnir okkar spilað báðar stöður og það er mjög erfitt fyrir alla hornamenn að komast þarna inn,“ sagði Alfreð sem stendur frammi fyrir nýju vandamáli. Meiðsli Guðjóns Vals gætu opnað dyrnar fyrir Baldvin Þorsteinsson Á síðustu mótum hefur Guðjón Valur Sigurðs- son verið eini vinstri hornamaðurinn í hópn- um en hann er tæpur sem og Logi Geirsson. Hvað ætlar Alfreð að gera í því? „Það er allt opið enn sem komið er. Ef Logi er ekki í standi þá tek ég hornamann með og þá er Baldvin líklegastur. Svo er hægt að setja Hannes í allar stöður og hann leysir þau verk- efni sem honum eru gefin og gerir það vel.“ Roland Valur Eradze er kominn aftur í hóp- inn hjá Alfreð. „Hann vissi að hann ætti mögu- leika ef hann væri í standi. Ég sé hvernig hann verður í Danmörku. Ef hann er í formi þá er hann mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Alfreð en liðið verður án Jaliesky Garcia Padron í Danmörku þar sem hann er í fríi til 7. janúar vegna fjölskyldumála. Það er ljóst að Ísland mætir til leiks á EM með einn af sterkustu hópun- um í mótinu og Alfreð segir markið sett hátt að þessu sinni. „Við ætlum að komast inn á ólympíuleik- anna og því þurfum við að fara langt og við ætlum okkur langt í þessari keppni. Stefnan er sett á verðlaunasæti og það dugar ekkert annað ef við ætlum að komast í umspil fyrir ólympíuleikana,“ sagði Alfreð Gíslason. henry@frettabladid.is Stefnum á verðlaunasæti á EM Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari valdi í gær tvo landsliðshópa; annars vegar A-lið, þar sem flestir munu fara á EM, og svo B-lið óreyndari manna. Alfreð líst vel á mannskapinn og er bjartsýnn á gott gengi á EM þar sem verður mætt til leiks með hástemmd markmið enda stefnir Alfreð á verðlaunasæti. ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI Alfreð Gíslason mætir til leiks á EM með stórar væntingar en hann stefnir að því að vinna til verð- launa og koma landsliðinu í umspil fyrir Ólympíuleik- ana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Enn einn vináttuleikurinn Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir landsliði Wales í vináttulandsleik 28. maí á Laugardalsvelli, en þetta var tilkynnt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í gær. Þetta er sjötti æfingarleikurinn sem fyrirhugaður er hjá íslenska landsliðinu á næsta ári og annar leikurinn sem bókaður er á Íslandi. Með landsliði Wales leika nokkrir þekktir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni, en frægasti fótboltamaður Wales, Ryan Giggs, hefur því miður lagt landsliðsskóna á hilluna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.