Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 1
Lifði af 6000 volta spennu! - sjá bls. 5 í NÝJUM BUNINGI Fimmtudagur 28. maí 1981 118. töiublað — 65. árgangur i — Auglýsingar iþrótta- fréttir ■------------------------------ Lítilsháttar breyting á genginu á föstudaginn: VEXTIR Á FLESTUM ÚT- LÁNAFLOKKU M LÆKKA ■ Rikisstjórnin og Seðlabank- inn hafa ákveðið að gera litils- háttar breytingu á gengi is- lensku krónunnar frá og með föstudeginum, og lækka vexti á flestum útlánaflokkum frá og með 1. júni, að þvi er Halldór Ásgrimsson, formaður banka- ráðs Seðlabankans, tjáði Timanum i gærkvöldi. „Það var f jallað um þessi mál bæði hjá rikisstjórninni og Seðlabankanum og ákveðið að gera litilsháttar breytingu á genginu. Það hefur verið stöð- ugt frá áramótum, og eftir þessa smávægilegu breytingu verður það sett aftur fast i sam- ræmi við þá stefnu að halda genginu stöðugu”, sagði Hall- dór. Hann benti á, að frá áramót- um hefði visitala framfærslu- kostnaðar hækkað um 10.8%, og tvivegis hefðu verðbætur á laun hækkað, samtals um 14.5%. „Það er ljóst aö þetta hefur haft i för með sér versnandi sam- keppnisaðstöðu. Hins vegar hef- ur fiskverðshækkunin i Banda- rikjunum, og svo hitt, hversu dollarinn er sterkur, valdið þvi að þessi breyting núna verður mjög óveruleg”. Um vaxtabreytingarnar sagöi Halldór, að endanlega yrði frá þeim gengið á föstudaginn, og þær myndu gilda frá 1. júni, sem er á mánudaginn. „Vaxtalækkunin verður á flestum útlánaflokkum, en þó mest á vaxtaaukalánum, en vextir á þeim og almennum skuldabréfalánum verða sam- ræmdir”. — ESJ. Eldsvoði á Akureyri: MIKILL REYKUR OG SÝRUGUFUR HINDRUÐU SLÖKKVISTARF ■ Brum varð í listadúnsverksmiðju Efnaverk- smiðjunnar Sjafnar á Akureyri i gær og skemmdist húsið, sem er bakhús við byggingu þá sem Sjöfn var áður með málningarverksmiðju sina i, við Kaup- vangsstræti, geysilega af völdum sótmyndunar. Auk þess myndaðist svo mikill hiti við brunann, að pússning flagnaði af veggjum hússins og talið var mögúlegt að steypan i veggjunum hefði skemmst af hans völdum. Að sögn slökkviliðsins á Akur- eyri var ekki mikill eldur i hús- inu, þegar slökkvilið kom á stað- inn, rétt um kvöldmatarleytiði gær. Hins vegar var eldurinn i listadúni og þvi gifurlegur reykur og sót, auk þess að við bruna myndast blásýrugufur af svampinum. Gekk þvi erfiðlega að finna eldinn og þurftu slökkvi- liðsmenn að búa sig reykgrimum með yfirþrýstingi, til að geta sinnt slökkvistarfi. Þegar loks tókst aö finna eld- inn, gekk slökkvistarf greiðlega og þegar um fjörutiu minútur voru liðnar frá útkalli, hafði tek- ist að ráða niðurlögum hans. Lager listadúnsverksmiðjunn- ar er ekki staösettur i húsi þessu, þannig að það var ekki mikið magn af svampi sem brann. 1 gærkvöld var ekki ljóst hvert tjón hafði orðið á tækjum og búnaði verksmiðjunnar. Eldsupptök voru enn ókunn. — HV ■ „Enginn er reykur án elds”, segir máltækið, en stundum verö- ur reykurinn samt æði umfangs- mikill, þótt eldurinn sé i smærra lagi. Það lagöi mikinn reyk af brunanum á Akureyri i gærkvöld, sem sjá má af meðfylgjandi mynd. Eldurinn breiddist hins vegar litið út. Mynd: A.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.