Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 18

Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 18
18 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is Vefurinn: Todoist Skipuleggðu líf þitt betur með því að búa til „to do“ lista. Láttu Todoist svo minna þig á hlutina. www.todoist.com Tæknin brúar bilið Tæknin hjálpar til við að minnka bilið á milli fátækra og ríkra þjóða, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Farsímar og nettengingar hafa meðal annars ýtt undir framfarir og bætt efnahagslífið í fátækari löndum á borð við Úganda, Senegal og Kenía. Þó er varað við of mikilli bjart- sýni; þróunarlönd séu ríkari þjóðum enn langt að baki. Hnýta saman sæstrengi Viðgerðamenn hafa hafist handa við að laga sæstrengina tvo í Miðjarðarhafinu sem skemmdust í síðustu viku. Búist er við að það taki um það bil viku að lappa upp á strengina, en skemmdirnar ollu miklum truflunum á netsambandi í Mið-Austurlöndum og Indlandi. Enn er ekki vitað hvað varð til þess að strengirnir slitnuðu. Eining eða óeining? Vísindamenn gætu þurft að endurskilgreina mælieininguna „stjarnfræðileg eining“ áður en langt um líður vegna breytinga sem verða á sólinni. Einingin, sem er skammstöfuð AU, er meðalvegalengdin milli sólar og jarðar og stendur í 149.597.870,691 kílómetrum. Formlega skilgreiningin er þó mun flóknari, og notar meðal annars massa sólarinnar sem fer stöðugt minnkandi. Nánar tiltekið um sex milljarða kílógramma á hverri sekúndu. Beðið eftir Nukem Godot tölvuleikjanna, Duke Nukem Forever, fékk útgáfudag í stutta stund í gær. Í dagblaðinu Dallas Business Journal var hann sagður eiga að koma út í desember á þessu ári, og var vitnað í talsmann framleiðandans, 3D Realms. Samkvæmt fréttatilkynningu sem forstjórinn George Broussard skrifaði og birti á spjallborði 3D Realms var þessi frétt hins vegar röng. Duke Nukem Forever hafi enn engan útgáfudag fengið. Aðdáendur Duke þurfa því að hinkra aðeins lengur eftir leiknum, sem átti upphaflega að koma út árið 1998. Nú árar vel fyrir tölvuleikjaunnendur. Á síðasta ári fengum við að njóta frábærra leikja á borð við Mass Effect, Bioshock, Skate, Halo 3, Super Mario Galaxy og Uncharted: Drake‘s Fortune, og allt stefnir í að þetta ár verði enn betra. Fréttablaðið skoðaði fimm áhuga- verða leiki sem eiga að koma út á árinu. Lengi getur gott batnað Hver: Löngu tímabært framhald einna vinsælustu hlutverkjaleikja allra tíma: Fallout og Fallout 2. Hefur verið frestað og frestað, en er nú loksins við það að koma út. Um hvað: Sem fyrr gerist leikurinn í Bandaríkjunum eftir kjarnorkustyrjöld. Einn daginn vaknar aðal per- sónan upp við það að faðir hans er horfinn úr kjarn- orkubyrginu þar sem þeir feðgar bjuggu, og yfirgefur sjálfur byrgið í leit að honum. Hlutverkaleikur með hasarívafi. Hvað er nýtt: Breytt bardagakerfi, nýtt umhverfi, spánný grafíkvél. Hægt að spila leikinn í fyrstu per- sónu sjónarhorni. Hvenær: Kemur út í haust fyrir Xbox 360, PlayStation 3 og Windows. FALLOUT 3 Hver: Fjórði leikurinn í Metal Gear Solid-leikjaröðinni eftir Hideo Kojima, og sá fyrsti sem kemur út á Play- Station 3. Um hvað: Gerist árið 2014, þegar algengt er orðið að málaliðar heyi stríð fyrir hönd stórfyrirtækja. Sem fyrr stjórnar spilarinn Solid Snake, sem er sendur til Mið-Austurlanda í þeim tilgangi að knésetja yfirmann stærsta málaliðafyrirtækisins. Það gerir hann með því að læðast um, fela sig og drepa hljóðlaust. Hvað er nýtt: Mun betri grafík, enda kom síðasti leikur- inn í seríunni út á PlayStation 2. Nýjar persónur, breytt umhverfi, nýr felubúningur og ýmislegt fleira. Hvenær: Kemur út á öðrum ársfjórðungi fyrir Play- Station 3 leikjatölvuna. METAL GEAR SOLID 4 Hver: Nýjasti leikurinn frá Will Wright, manninum á bak við SimCity og The Sims. Líklega sá metnaðarfyllsti sem sést hefur um árabil. Um hvað: Eins konar líf-hermir þar sem spilarinn hann- ar lífveru og fylgir henni eftir allt frá örverustiginu og þar til tegundin leggur undir sig önnur sólkerfi. Hægt er að stýra hverju einasta smáatriði í hönnun skepnunnar, til dæmis lit, fjölda útlima og augna, stærð, styrk og hraða. Hvað er nýtt: Allt. Spilunin skiptist í fimm hluta sem hver spilast eins og allt annar leikur. Án efa óvenjuleg- asti leikur ársins. Hvenær: Hefur ekki fengið staðfestan útgáfudag, en kemur út fyrir lok ársins á Windows og Mac OS X. SPORE Hver: Þriðji leikurinn í Super Smash Bros. bardagaleikja- seríunni frá Nintendo. Sá fyrsti sem kemur út á Wii. Um hvað: Óhefðbundinn slagsmálaleikur þar sem gamlar og nýjar tölvuleikjapersónur berjast hver við aðra. Meðal persóna sem koma við sögu eru Mario, Luigi og Yoshi úr Super Mario-leikjunum, Samus úr Metroid-leikjunum og Link úr Zelda-leikjaseríunni. Hvað er nýtt: Hægt verður að spila sem Snake úr Metal Gear Solid-leikjunum, Sonic úr samnefndum leikjum og Pit úr Kid Icarus-leikjaseríunni. Bætt grafík og netspilun. Hvenær: Kominn í búðir í Japan en kemur út síðar á árinu í Evrópu fyrir Wii-leikjatölvuna. SUPER SMASH BROS. BRAWL Hver: Níundi leikurinn í hinni vinsælu og ofbeldisfullu Grand Theft Auto leikjaröð. Sá fyrsti sem kemur út á leikjatölvum þessarar kynslóðar. Um hvað: Aðalpersónan Nikolai Bellic flytur til Liberty City (sem er nákvæm eftirlíking af New York) frá heimalandi sínu í Austur- Evrópu til að upplifa ameríska drauminn. Draumurinn verður að martröð þegar hann er látinn ganga í glæpasamtök og verður að drepa mann og annan til að komast af. Hvað er nýtt: Stórendurbætt grafíkvél, net- spilun, fjölbreyttari borg, nýtt miðunarkerfi fyrir vopn og margt fleira. Hvenær: Kemur út 29. apríl fyrir Xbox 360 og PlayStation 3. GRAND THEFT AUTO IV International studies in Denmark? Computer Science (2¼ years) Systems designer, Programmer, IT consultant, Project mana- ger, Systems administrator. Marketing Management (2 years) Marketing coordinator, Advertising consultant, Account mana- ger, Purchasing assistant. Multimedia Design and Communication (2 years) Web designer, Web developer, Multimedia consultant, Media planner, Event manager. Higher education academy programmes. Direct qualifications for employment or 1 year top-up to become a bachelor. Information meeting, 15 February at 17 Hilton Reykjavik Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavik www.aabc.dk/english Nýherji hélt ráðstefnu um helstu strauma og stefnur í upplýsingatækni á Hilton-hót- elinu í Reykjavík í gær. Meðal fyrirlesara voru stjórnendur frá erlendu upplýsinga- tæknifyrirtækjunum Gartner og Avaya. „Á þessari ráðstefnu var verið að fjalla um mikilvægi upplýsingatækni í þróun á viðskiptalíkönum og í viðskiptum,“ segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. „Upplýsingatækni er að verða mikilvægt bakland í rekstri fyrirtækja en ekki bara einhver tölvudeild. Þarna var verið að draga þessa staðreynd upp og fara yfir hvernig upplýsingatæknideildirnar geti staðið undir þeim kröfum og væntingum sem gerðar eru til þeirra.“ Þórður segir annað umræðuefni á ráðstefnunni hafa verið samþætt sam- skipti. „Það er lykilatriði til að starfsmenn geti verið virkari í sínum störfum að samþætta sam skiptakerfin þannig að þeir geti til dæmis sent símtöl úr borðsíma í farsíma eða svarað tölvupósti úr farsíma,“ segir hann. „Þetta er allt saman spurning um að þú komist inn í póst-, bókhalds- og þjónustu- kerfin hvar sem er.“ Um 150 manns sóttu ráðstefnuna, flestir yfirmenn úr upplýs- ingatæknideildum fyrirtækja. „Hérna voru framkvæmdastjór- ar úr öllum helstu fyrirtækjum,“ segir Þórður. Hann kvaðst ánægður með mætinguna. Aðspurður hvað honum hafi þótt áhugaverðast á ráðstefn- unni nefnir Þórður fyrirlestur Mary Mesaglio, þróunarstjóra hjá Gartner. „Svo fannst mér líka sérstaklega áhugavert að heyra í Peter Hannaford, viðskiptaþróunar- stjóra hjá fyrirtækinu APC, um orkunotkun í tölvurýmum og gagnaverum, og hvernig sé hægt að hagræða því.“ TÆKNISPJALL: ÞÓRÐUR SVERRISSON, FORSTJÓRI NÝHERJA Ræddu um strauma og stefnur í upplýsingatækni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.