Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 8
8 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið MENNING Hátíðin er haldin í sam- starfi við Bozar, lista- og menning- armiðstöðina í Brussel sem er stærsta og þekktasta stofnun Belgíu á sínu sviði. Yfirskrift henn- ar er Iceland on the edge sem að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra skírskot- ar bæði til kraftsins og fjölbreytn- innar í íslensku listalífi og til legu landsins á jaðri Evrópu. „Þetta er eitthvert stærsta land- kynningarverkefni sem við höfum ráðist í og markmiðið er að efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vett- vangi og sýna þann kraft sem býr í íslensku lista- og menningarlífi. Við erum sannfærð um að með því er hægt að miðla mynd af Íslandi sem skiptir verulegu máli fyrir stöðu okkar í alþjóðlegu samhengi,“ segir Ingibjörg Sólrún og bætir við að menning og listir skapi verðmæti nú og til framtíðar. Á kynningarfundi með blaða- mönnum tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra undir þessi orð og sagði útrásarmenn í viðskiptum sjá sér hag í að efla útrás á sviði menning- ar. Það staðfestist meðal annars með því að Landsbankinn er mátt- arstólpi hátíðarinnar og Icelandair og Icelandair Cargo eru samstarfs- aðilar. Hátíðin er haldin að frum- kvæði íslenska sendiráðsins í Brussel en fjögur ráðuneyti, Reykja víkur borg, Ferðamálastofa og Útflutningsráð koma að verk- efninu. Þorgerður Katrín sagði listræn- an stjórnanda Bozar hafa að mestu valið listviðburði hátíðarinnar og ánægjulegt væri að hann beindi sjónum sérstaklega að ungu lista- fólki. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Brussel, segir borgina kjörlendi fyrir kynningu sem þessa. „Sumir kalla borgina hjarta eða höfuðborg Evrópu því hún er svo alþjóðleg.“ Hátíðinni er beint jöfnum höndum að Belgum og starfsmönnum erlendra ríkja og fyrirtækja í Brussel. Umfangsmikið kynningarstarf hefur farið fram af hálfu Bozar og segir Stefán Haukur að fjallað hafi verið um Ísland og Íslandshátíðina í tugum greina í blöðum og tíma- ritum. Að sögn Ingibjargar Sólrún- ar er verðmæti verkefnisins áætl- að um 120 milljónir króna og skiptist kostnaður á milli Bozar og Íslands. bjorn@frettabladid.is Ísland nemur land í Brussel Á annað hundrað listamenn koma fram á viðamikilli Íslandshátíð sem hefst í Brussel í Belgíu á morgun. MENNING STYRKIR ÍMYND ÍSLANDS Þorgerður Katrín, Ingibjörg Sólrún og Stefán Haukur kynna hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Brussel-búar og gestir fá að njóta margvíslegra listviðburða í Bozar-miðstöðinni næstu mánuði. Meðal annars verður íslensk samtímamyndlist sýnd, Fossaverkefni Rúríar og verk Kjarvals, Kristjáns Davíðssonar og Georgs Guðna. ■ Af sviðslistum má nefna dans- sýningu Ernu Ómarsdóttur og félaga og sýningu á uppfærslu Baltasars Kormáks á Pétri Gaut. ■ Haldið verður bókmenntakvöld tileinkað Halldóri Laxness í umsjá Halldórs Guðmundssonar með þátttöku Auðar Jónsdóttur og Hallgríms Helgasonar. ■ Kvikmyndahátíð verður í lok maí og fjöldi tónleika, bæði klassískra og popptónleika. Á ANNAÐ HUNDRAÐ LISTAMENN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.