Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 25. febrúar, 56. dagur ársins. 8.51 13.42 18.32 8.42 13.26 18.11 Margir líta þá hornauga sem tala um fræðigreinar sínar á skiljanlegan hátt. Það þótti ekki fínt í fræðikreðsum hér áður að vera í talsambandi við illa þveg- inn almúgann. Þetta er þó að breytast. En lúshægt. Svo er Jóhanni Húss og fylgismönnum hans fyrir að þakka að prestar víða um lönd tóku að tala móður- málið við sóknarbörn sín í stað þess að halda yfir þeim ræður á latínu. Það gerðist þó ekki fyrr en eftir að kirkjan hafði verið starf- andi í meira en eitt þúsund og fjögur hundruð ár. ÞAÐ ER mikil náðargáfa að vera svo skýr í hugsun og vel máli far- inn að geta lýst flóknum og sér- fræðilegum hlutum þannig að allur almenningur skilji og hrífist með. Frægasti gáfumaður nútím- ans, Stephen Hawking, skrifar svo skemmtilega um svarthol og afstæðiskenningu að bækur hans Saga tímans í stuttu máli og Alheimurinn í hnotskurn eru met- sölubækur. Venjulegir með- al skussar í fræðunum og sofandi sauðir öfunda vitanlega þá kol- lega sína sem bera skykkju lær- dómsins svona létt á herðum. FLESTAR stéttir í Vestur-Evr- ópu hafa að einhverju leyti varp- að af sér þeim leyndarhjúpi og alvörudrunga sem miðaldamenn notuðu til að hylja andlega fátækt sína. Þessi þróun virðist þó hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum stjórnmálamönnum sem virðast vera í innbyrðis sam- keppni um hver geti gert sig hulduhrútslegastan í tali og alvar- legastan í fasi. TIL MARKS um þetta er sú hneykslan sem íslenskur ráð- herra hefur vakið fyrir að túlka á hreinskilinn og skiljanlegan máta það sem gerist baksviðs í þeim helgileik stjórnmálanna sem stjórnmálamenn leika til þess að lokka auðtrúa almenning til að treysta sér fyrir lífi sínu og eign- um. Það fer hrollur um þingheim við þá léttúð að læsa ekki laun- helgunum að næturlagi fyrir almenningi. Og forsætisráðherr- ann muldrar ógnandi í barminn: „Ráðherrar eiga að vinna á dag- inn en sofa á nóttunni.“ Þessi djúpvitra setning getur þýtt allt frá „ætlarðu að koma okkur öllum í vandræði?“ yfir í „hún Lóa litla á Brú var lagleg mær“. JÓHANN HÚSS var brenndur 6. júlí árið 1415. Fyrir að tala tungumál sem almenningur skildi. Sofandi hulduhrútar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.