Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 24
 4. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verktakar Girðir ehf. er, eins og nafnið vísar til, girðingafyrirtæki. Það sérhæfir sig í öllum tegundum girðinga en vítt og breytt um landið, bæði í sveit og bæ, má sjá girðingar sem Girðir hefur sett upp. „Við sérhæfum okkur í girðingum sama hvaða nafni þær nefnast,“ segir Árni Garð- ar Svavarsson, framkvæmdastjóri Girð- is og einn af eigendum fyrirtækisins. „Það eru hefðbundnar net- og rafmagnsgirðingar til sveita, öryggis- og timburgirðingar, akst- urshlið af öllum stærðum og gerðum, skjól- veggir og pallar í kringum hús og síðast en ekki síst þá merkjum við göngustíga með stikum.“ „Göngustígamerkin með stikum er alveg sér kapítuli í rekstri Girðis. Við höfum á undanförnum árum verið að merkja göngu- stíga fyrir Ferðamálasamtök Suðurnesja. Númeraðar stikur eru merktar með nafni göngustígsins og þær eru enn fremur allar hnitsettar í GPS-kerfinu,“ segir Árni. Þess- ar upplýsingar eru skráðar inn í gagna- grunn hjá Neyðarlínunni (112) og gera það að verkum að ef þeir sem eru á ferð um merktan stíg og þurfa á aðstoð að halda, þurfa aðeins að gefa upp nafn stígsins og númerið á þeirri stiku sem er næst og þá getur Neyðarlínan staðsett viðkomandi með einföldum hætti. „Ég á mér þann draum að hægt verði að setja upp svona heildstætt kerfi, tengt Neyðarlínunni, sem nái til allra merktra gönguleiða á Íslandi,” segir Árni. Girðir er með tvær starfstöðvar aðra í Mosfellsbæ og hina á Akureyri. „Það er alltof langt að sækja héðan frá Mosfells- bæ þegar við erum að vinna á Norður- og Austurlandi og þess vegna er það ótvíræð- ur kostur að geta líka gert út frá Akureyri,” segir Árni. Fyrirtækið starfar allan ársins hring, en eins og gefur að skilja er háannatíminn frá vori og þar til snemma vetrar. Yfir hávet- urinn eru umsvifin hins vegar lítil. „Núna erum við strax farnir að girða af fullum krafti. Með þeim tækjum og tólum sem við höfum er ekkert mál þótt jörðin sé freð- in,“segir Árni. Við spurningu blaðamanns hvort þeir not- ist enn við sleggjur og skóflur hlær Árni við. „Ég segi nú oft að það hafi ekki sést sleggja hjá fyrirtækinu í tíu ár, en hún er reyndar til. Við erum hins vegar með tvær fimm tonna gröfur, vörubíl og átta sexhjól, þar af þrjú sem jaðra við að vera bílar. Það eina sem vantar er að þau eru ekki með húsi.“ Árni segir að undanfarið hafi aukist mjög uppsetning á rafgirðingum. En þá eru raf- magnsvírar einfaldlega strengdir og síðan festir við staura. „Staurarnir eru ýmist plast-, tré- eða járnstaurar. Svo setjum við upp mikið af öryggisgirðingum sem steypt- ar eru niður,“ segir Árni sem er að fara upp í Kjós eftir helgi ásamt mannskapnum til þess að reisa þar rafmagnsgirðingu. Girðir ehf. er nú á sínu þrettánda starfsári og geng- ur reksturinn vel. Fastir starfsmenn fyrir- tækisins eru fimm og hafa þeir rétt tæplega fimmtíu ára starfsreynslu í sínu fagi. -nrg Girðingavinna allt árið um kring Girt er árið um kring enda lítið mál að koma niður staurum í gaddfreðna jörð með þeim tækjum og tólum sem Girðir ehf hefur yfir að ráða. Hér er Árni Garðar Svavarsson eigandi fyrirtækisins við störf í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýlega voru teknar fyrstu skóflustungurnar að byggingu Hljómhallarinnar í Reykjanes- bæ. Að viðstöddum fulltrúum Reykjanesbæjar og annarra aðila sem eiga þátt í byggingu hallarinnar voru það Ragn- heiður Skúladóttir tónlist- arkennari, Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, og Rúnar Júlíusson sem munduðu skófl- urnar. „Það er verið að breyta gamla Stapa og byggja við hann,“ útskýr- ir Samúel Guðmundsson, einn af forráðamönnum framkvæmdar- innar og starfsmaður THG Ar- kítekta. „Stapinn sjálfur verð- ur allur tekinn í gegn að innan en samt haldið í upprunalegt útlit hans enda vilja menn ekki missa sögufræg tengsl bæjarins við þennan stað. Svo verður hugað sérstaklega að hljóðvist.“ Stapinn mun áfram gegna sínu gamla hlut- verki sem tónlistarhús. Í viðbygg- ingunni verður svo tónlistarskóli og poppminjasafn, en einnig verð- ur gert ráð fyrir aðstöðu til ráð- stefnuhalds. „Fyrst og fremst er hugmyndin sú að byggja þarna tónlistarskóla,“ segir Samúel. „Aðalmálið verður að sameina þessa tvo tónlistarskóla sem starfa í Reykjanesbæ í sama húsið. Þeir voru reyndar sameinað- ir í rekstri en hafa verið á tveimur stöðum. Það er mikil tónlistarhefð í Reykjanesbæ, hefur verið það til fjölda ára og ásóknin er mikil í tón- listarnám.“ Poppminjasafn Íslands hefur verið starfrækt í Reykja- nesbæ í nokkur ár en á nú að fá al- mennilegt húsnæði. Hlutverk þess er að segja sögu poppsögu Íslands og bjarga ómetanlegum menning- arverðmætum frá glötun. Vonast er til að það að dragi til sín ferða- menn og aðra sem vilja kíkja við í bænum. En það eru margir sem vinna að byggingu hljómhallarinnar enda um stórt verkefni að ræða segir Samúel: „Arkitektinn er Guð- mundur Jónsson hjá Arkitektkont- or í Noregi, verkfræðingar eru frá VGK hönnun sem sér um lagn- ir, þeir sem eru með hljóðhönn- un eru á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við Stefán Einarsson, Landslag sér um lóðar- hönnun, Þróun og ráðgjöf er með verkefnisstjórnun heildarverk- efnisins og THG Arkitektar sjá um verkefnisstjórnun bygginga- framkvæmda.“ Nýlega var gerður samningur við Atafl um bygginguna og verða þeir aðalverktakar í verkinu. Þó verður gert ráð fyrir að bjóða út alla þætti eins og lagnavinnu og rafmagnsvinnu sameiginlega af verkkaupa og verktaka. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina er 1.300 milljónir króna og á húsið að vera tilbúið fyrir skólaárið 2009, en gert er ráð fyrir að Hljómhöllin verði vígð form- lega á Ljósanótt það sama ár. - nrg Margslungin Hljómhöll í Reykjanesbæ Stapi eins og hann kemur til með að líta út. Í Hljómhöllinni verður til hús, tónlistarskóli og poppminjasafn. Þar verður einnig hægt að halda tónleika. Ómar Örn verkstjóri fylgist grannt með verkefninu. Stapi er fornfrægur staður og verður reynt að halda í upprunalegt útlit að einhverju leyti. MYND/ ÞORGILS JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.