Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 44
24 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Sýningarlok Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningar þeirra Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur, „Í forsal vinda,“ og Christinu Gartner, „Það sem lifir,“ í StartArt listamannahúsi, Laugavegi 12b. Sýningunum lýkur báðum á morgun og nýir listamenn taka við sýningarrýminu á fimmtudag. Hádegistónleikar á vegum Háskóla Íslands, háskólatónleikaröðin svokallaða, halda áfram á morgun í Norræna húsinu, en þá koma fram þær Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari og leika tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Robert Schumann og Henri Dutilleux. Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam fyrst við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk meistaraprófi frá Yale School of Music vorið 1989. Enn fremur stundaði hún nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati í Ohio. Kristín lék með Fílharmóníu- hljómsveitinni í Hong Kong veturinn 1991-92 og var búsett þar til 1998. Hún hefur síðan leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, í Íslensku óperunni og með ýmsum kammerhópum. Hún stofnaði blásaraoktettinn Hnúkaþey og fagottkvartettinn Fagotterí. Kristín Mjöll starfar jafnframt við kennslu auk þess að stýra ýmsum verkefnum í íslensku tónlistarlífi. Sólveig Anna Jónsdóttir stundaði píanó- nám við Tónlistarskólann á Akureyri, Tónlistarskólann í Reykjavík og University of Houston í Texas. Meðal kennara hennar voru Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems. Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og meðleik með nemendum að aðalstarfi, nú í Tónlistarskóla Kópavogs þar sem hún er einnig deildarstjóri píanódeildar. Hún hefur auk þess starfað með einsöngvurum og kórum, einleikurum og kammerhópum og komið fram á tónleikum hérlendis og erlendis. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 á morgun. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Aldraðir og öryrkjar fá þó 500 kr. afslátt en aðgangur er ókeypis fyrir nema Háskóla Íslands. Ævintýri á háskólatónleikum ATLI HEIMIR SVEINSSON Fluttur verður þáttur úr ballettinum Dimmalimm eftir Atla. Menningarstofnunin Alliance francaise stendur fyrir sérstakri kvöldstund til minningar um franska rithöfundinn og kvikmyndagerðarmanninn Alain Robbe-Grillet, einn merkasta rithöfund og kvikmyndagerðarmann 20. aldarinnar, en hann lést 18. febrúar síðastliðinn. Þeir Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Torfi Tulinius prófessor við Háskóla Íslands munu fjalla um Alain Robbe-Grillet og segja frá persónulegum kynnum sínum af honum, en hann kom meðal annars nokkrum sinnum til Íslands. Auk þess verður sýndur hluti heimildarmyndar um Robbe- Grillet sem kvikmyndagerðarmaðurinn Ari Alexander vinnur að um þessar mundir. Erindi kvöldsins verða flutt ýmist á íslensku eða frönsku. Dagskráin hefst kl. 20.30 annað kvöld í húsa- kynnum Alliance francaise, Tryggavagötu 8. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. - vþ Dagskrá helguð Robbe-Grillet ALAIN ROBBE-GRILLET Merkur rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður og landbúnaðarverkfræðingur. Hafliði Hallgrímsson tónskáld á þrjú verk á nýjum diskk sem útgáfan Delphian í Edinborg hefur gefið út. Þar leika Fidelio-tríóið og Matthew Jones verk Hafliða: Umbreytingar (opus 16 frá 1993), Sjö epigrömm (opus 23 frá 1999) og Brot úr dagbók (opus 33 frá 2005). Hafliði hefur lengi verið búsettur í Edinborg. Verkin fá jákvæða umsögn í menningarriti Sunday Times hinn 24. febrúar. Brot úr dagbók varð til eftir heimsókn tónskáldsins í Safn Önnu Frank í Amsterdam og eru hugleiðingarnar fimmtán samdar fyrir selló og fluttar af Matthew Jones. Epigrömmin eru með rússneskum blæ enda helguð ljóðskáldum Sovéttímans í Rússlandi, Pasternak og Mandelstam. Segir gagnrýnandi Umbreytingar fallega tónlist en Verk Hafliða á disk HAFLIÐI HALLGRÍMSSON Asíutúr Bjarkar lauk á sunnudags- kvöld í Shanghai og nú stefnir frúin á Evrópu með prógrammið sitt af Voltu. Á tímabilinu 11. apríl til 4. maí spilar hún með félögum sínum á Bretlandi; í Manchester, London, Plymouth, Wolverhampton, Belfast, Blackpool og Sheffield. Uppselt er á langflesta tónleika hennar á Bretlandi en hún mun fara um Evrópu í sumar og halda áfram tónleikahaldi. Björk á Englandi TÓNLIST Björk byrjar ferðalag sitt á Englandi. Við þökkum öllum velunnurum, listafólki, samstarfsaðilum og starfsfólki fyrir gjöfult og skapandi samstarf í aldarfjórðung. Í tilefni 25 ára afmælisins bjóðum við ykkur öll velkomin á opnun sýninga í kvöld kl. 20-22. Hljómfagurt stefnumót tónlistarfólks og hljóðfærasafnara og María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslitastemmningar frá ferðalögum sínum um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. Boðið verður upp á léttar veitingar, tónlistaruppákomur og notalega stemmningu að hætti hússins! Til hamingju með daginn! Gerðuberg 25 ára ...safnar reynslu! Stefnumót við safnara III Sjö landa sýn Miðasala hafin á midi.is! www.lokal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.