Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 14
14 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Lífið og skákin „Ég er mjög svartsýnn á framtíð skákíþróttarinnar og í raun lífsins sjálfs.“ BORIS SPASSKÍ, FYRRVERANDI HEIMSMEISTARI Í SKÁK, SEM STADDUR ER Á LANDINU Í TILEFNI AF ALÞJÓÐLEGRI SKÁKHÁTÍÐ Í MINNINGU BOBBYS FISCHER. Fréttablaðið mánudaginn 10. mars. Til hvers? „Ef þetta verður of reglulega teljum við að fólk hætti að kippa sér upp við það.“ BJARNI GAUKUR ÞÓRMUNDSSON, FÉLAGSRÁÐUNAUTUR Í FJÖL- BRAUTASKÓLANUM Í BREIÐHOLTI, UM FÍKNIEFNALEITIR SEM GERÐAR HAFA VERIÐ Í SAMVINNU VIÐ LÖGREGLU TVISVAR TIL ÞRISVAR Á ÖNN SÍÐASTLIÐIN ÞRJÚ TIL FJÖGUR ÁR ÁN ÞESS AÐ NOKKUÐ HAFI FUNDIST. Morgunblaðið mánudaginn 10. mars. „Þetta er flókið mál,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, verkefna- stjóri hjá Manni lifandi. „Maður myndi ætla að aukið þorskeldi hefði tvennt í för með sér. Annars vegar að tilkostnað- ur við það að sækja þorskinn myndi minnka því að togarar kosta formúu. Hins vegar að ágangurinn í náttúrulega stofna myndi minnka þannig að þeir gætu fengið að vaxa. En síðan er það aftur ósvöruð spurning með eldisþorsk, hann væntanlega sleppur út og hvaða afleiðingar hefur það fyrir lífríkið? Það eru því margar áleitnar spurningar sem vakna og maður fær ekki svör við þeim alveg strax nema við frekari umræðu. Ég held að þorskeldið hafi staðbundin áhrif í Noregi og að við þyrftum ekki endilega að eltast við norska þorskeldið. Ef í ljós kæmi að við værum að ögra villta stofninum þá gætum við alveg haldið að okkur höndum en vissulega er það bara hið besta mál að efla þorskeldi ef það hefur ekki skað- leg áhrif á lífríkið.“ SJÓNARHÓLL AUKIÐ ÞORSKELDI Á ÍSLANDI Besta mál ef áhrifin eru ekki skaðleg HAFSTEINN INGÓLFS- SON Verkefnastjóri Kokkakeppni grunnskólanna verður haldin í annað sinn 12. apríl næstkomandi í Mennta- skólanum í Kópavogi. Alls munu fulltrúar 24 grunnskóla taka þátt að þessu sinni. Áslaug Traustadóttir, mat- reiðslukennari í Rimaskóla, á veg og vanda af keppninni. Hag- kaup styrkja keppnina næstu þrjú árin og er meðfylgjandi mynd tekin þegar Sigurjón Ólafsson og Gunnar Ingi Sig- urðsson frá Hagkaupum og Áslaug Traustadóttir undirrit- uðu styrktarsamninginn. - ovd Kokkakeppni grunnskólanna: Matreiðslufólk framtíðarinnar FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Nem- endur í heimilisfræðitíma í Rimaskóla fylgjast með undirrituninni. Slysavarnadeildir og björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í vetur gefið um 40 þúsund endurskinsmerki. Þar af hafa um 35 þúsund merki verið gefin börnum í leik- og grunnskólum. Í endurskinsmerkjum felst mikil slysavörn. Segir í tilkynn- ingu frá Landsbjörgu að öku- maður sem ekur bifreið með lágum ljósum sjái dökkklæddan einstakling án endurskins fyrst í 25 metra fjarlægð en ef viðkom- andi einstaklingur beri endur- skinsmerki sjái viðkomandi öku- maður hann mun fyrr, úr 125 metra fjarlægð. Þá hvetur Slysavarnafélagið Landsbjörg alla landsmenn til að vera sýnilegir í umferðinni og nota endurskinsmerki. - ovd Mikilvægi endurskinsmerkja: Vegfarendur sjást fyrr UM 40 ÞÚSUND MERKI GEFIN Merkin vinsælu eru fjölbreytt að lögun og lit. „Það er dálítill munur á að vera í minnihluta aftur en ég er að venjast því og reyni að vera dugleg,“ segir Margrét Sverrisdóttir varaborgar- fulltrúi. „Annars er ég bara að koma mér í gírinn fyrir páskafríið og set stefnuna vestur á Ísafjörð. Ég ætla að fara á Skíðavikuna. Ég reyni að missa aldrei af henni og útlit fyrir í ár að maður komist á skíði. Annars er þetta orðin tvöföld hátíð því á sama tíma fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram. Ég skrepp alltaf á nokkra tónleika á henni, sumt höfðar meira til mín en annað eins og gengur og gerist. En Ísafjörður er svo mikill menningarbær að það er alltaf mikið um að vera.“ Margrét er nýkomin af kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. „Það var geysilega skemmtilegt. Íslensku konurnar komu svo sterkar á þetta þing. Ég fékk á tilfinninguna að við værum leiðandi í jafnréttisbaráttunni, sem var mjög uppörvandi. Oft finnst manni þetta ganga hægt en þarna sást svo skýrt að við erum þó komin lengra en flestar þjóðir í jafnréttisbarátt- unni. Það var mjög gaman að finna það.“ Margrét er auk þess í menntaráði og umferða- og samgönguráði Reykjavíkur, þar sem hún segir mikið um að vera. „Þetta eru svo stór ráð og við viljum vera öflug í minnihlutanum.“ Margrét er óháður vara- borgarfulltrúi og segir ekki verða breytingu á því um sinn. „Ég er ekki að fara að ganga í annan stjórnmálaflokk á næstunni. Ég er í Íslandshreyfingunni og þar eru ákveðin mál sem þarf að greiða úr frá því í kosning- unum. Það er mikið verk óunnið þar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARGRÉT SVERRISDÓTTIR VARABORGARFULLTRÚI Hlakkar til páskafrísins fyrir vestan ■ Fyrsta alþjóðlega skákmótið var haldið í London árið 1851. Það var enski skákmaðurinn Howard Staunton sem skipulagði mótið þar sem sextán bestu skákmenn Evrópu mættust í fyrsta sinn. Þjóðverjinn Adolf Anderssen bar sigur úr býtum á mótinu. Anderssen sigraði Staunton í undanúrslitum með fjórum vinningum gegn einum og endaði Staunton í fjórða sæti. Eftir keppnina sagði Staunon að honum hefði gengið mun betur ef ekki hefði verið álagið sem því fylgdi að skipuleggja keppnina. SKÁKMÓT: SKIPULEGGJANDINN TÓK TAPINU AFAR ILLA „Það er enginn að ýta undir notk- un smokksins nema kennarar og svo Ástráður sem er forvarna- starf læknanema,“ segir Hrafn- hildur Ósk Sigurðardóttir í fyrir- tækinu Nýju upphafi, sem nú stendur fyrir verkefninu Okkar á milli. Hún pantaði 50.000 smokka sem verið er að koma um þessar mundir í hendur 9. og 10. bekk- inga í grunnskólum og allra fram- haldsskólanemenda. „Mér telst til að um 37 þúsund fari til nem- endanna og svo um 8 þúsund til Ástráðs sem getur svo nýtt sér það í sínum verkefnum og svo eru alltaf skólaböll og fleira þar sem afgangurinn gæti komið sér vel,“ bætir hún við. Nýtt upphaf hóf smokkainn- flutning í september síðastliðnum og segir Hrafnhildur Ósk söluna ganga vel. Fyrirtækið er með einu netsmokkasölu landsins en einnig er hægt að nálgast þá í söluturnum, matvöruverslunum á bensínstöðvum og fleiri stöð- um. „Það eru náttúrlega alls konar mýtur tengdar smokknum sem eiga ekki við nein rök að styðjast,“ segir Hrafnhildur Ósk. „Eins og sumir töffarar segja að notkun hans sé eins og að borða karamellu með bréfinu eða eitt- hvað slíkt. Svo er náttúrlega grínast mikið í kringum þetta, sem gerir starfið bara enn skemmtilegra. Reyndar er ég orðin nokkuð þreytt á spauginu hjá sumum karlmönnum sem spyrja í gríni hvort þeir megi prófa áður en þeir kaupa,“ segir hún og brosir við. - jse Grunnskóla- og framhaldsskólanemar fá smokka: Smokk á línuna HRAFNHILDUR ÓSK SIGURÐARDÓTTIR Nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna og allir nemendur framhaldsskólanna eiga von á smokkum en fyrirtækið Nýtt upphaf, sem Hrafnhildur Ósk er í forsvari fyrir, stendur fyrir verkefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.