Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 36
20 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman SKÓBÚÐ VITOS fyrir öll tækifæri Hvað gerðist? Ætlaðirðu ekki bara að fá það snyrt? Þeir tóku aðeins af því! Heldur betur! Klipparinn lenti í smá slysi með rakvélina og til að jafna þetta út þá... þá... já... blankó! Gráturinn grípur mig! Hnnfh! Svona, svona! Fólk á eftir að hlæja að mér! Nei, nei... láttu ekki svona! Vélin er alveg vonlaus, er það ekki? Frekar. Við getum alveg eins gefist upp! Þetta dugir ekki! Hei! Við fáum þetta rúgbrauð aldrei af stað, því við vitum ekki... Gómurinn minn! Hvaða hljóð er þetta? Dunk dunk dunk dunk Hvað er þetta, Mjási? Gæludýrið mitt. Hvað eruð þið að gera!?! Ég og „Lalli litli“ erum í göngutúr. „Lalli litli“?!? Jább! Hingað til er það bara hann sem hefur gengið eitthvað. Takk fyrir hjálpina, pabbi. Það var lítið, elskan mín. Hefur þú séð heimavinnuna hjá þeim í fyrsta bekk? Já, og þér fannst á sínum tíma að stærð- fræðin væri tímasóun... Sú aldagamla hefð kaþólsku kirkjunnar að finna athæfi sem er verra en eitthvað annað vaknaði af værum blundi fyrir nokkru þegar kardín- áli einn í Róm bætti við nokkrum hlut- um sem gjafakort uppá farmiða til helvítis. Svokall- aðar dauðasyndir. Ástæðuna sagði hann vera afar einfalda; hinar sjö gömlu syndir væru of einstaklings- miðaðar og fylgjendur hinnar „einu, sönnu kristinnar trúar“ ættu að hugsa hnattrænt. Pæla aðeins í heimsvæðingu syndanna. Fyrir fimmtán hundruð árum hefði þetta þótt stórfrétt. Og væri skrifað stórum stöfum á forsíðum allra blaða; „Róm bannfærir auð- söfnun!“ Og síðan væri leitað við- bragða hjá Warren Buffet og Bill Gates. Ef bloggið hefði lifað á þeim tímum væru Jens Gud, Gurrý og Silfrið eflaust búin að segja sína skoðun og örugglega búin að slá athugasemdamet. En fæstir hafa myndað sér skoð- un á yfirlýsingu Páfagarðs nema roskinn ritstjóri og nokkrir kaþól- ikkar. Og kannski er það til marks um hnignandi áhrif kaþólsku kirkj- unnar að enginn kippir sér lengur upp við þau skjöl sem koma frá Vat- ikaninu. Eða öðrum útibúum þess. Meira að segja forsætisráðherra Spánar tókst að víkja sér undan sverði forvera spænska rannsóknar- réttarins þegar hann bar sigur úr býtum í kosningum. En kirkjan nánast bannfærði hann fyrir að vera of frjálslyndur í garð fóstur- eyðinga og réttinda samkyn- hneigðra. Kaþólska kirkjan er því í nokkr- um vanda. Þessi rúmlega tvö þús- und ára gamla stofnun sem áður stjórnaði allri vestrænni menningu hefur á einhvern undarlegan hátt glatað taktinum við samfélagið og misst sjónar á því sem upphafs- maður hennar, frelsarinn sjálfur, predikaði: að elska skaltu náung- ann eins og sjálfan þig og sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þótt vissulega hafi hún loksins, eftir kvöl og pínu margra ungra fylgismanna, bannfært barnaníð. STUÐ MILLI STRÍÐA: Nýjar dauðasyndir FREYR GÍGJA GUNNARSSON ÓTTAST ÖRLÖG RÍKRA KAÞÓLIKA Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rtu ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . ATH! Frábær sýnishorn af Þú finnur muninn frá fyrsta sopa! ATH! Frábær sýnishorn af Ice Age 3 frumsýnt á Horton 1958 – 200850 ÁRA 1958 – 200850 ÁRA Dagskrá Nútímaleg samkeppni um stefnumótun og hönnun skóla Morgunverðarfundur um hugmyndafræði, hönnun og byggingu nýs barnaskóla Í tilefni 50 ára afmælis VSÓ ráðgjafar býður fyrirtækið til morgunverðar- fundar miðvikudaginn 12. mars kl. 8:30 til 10:00 í Gullteig A á Grand Hótel. Á fundinum verður fjallað um hvernig sveitarfélög geta sótt ferskar hugmyndir til skólafólks og hönnuða úti í samfélaginu um byggingu nýrra skóla. Í Mosfellsbæ ríkir metnaðarfull og framsækin stefna í skólamálum og skólastarfi. Bæjarstjórnin ákvað að sækja nýjustu hugmyndir um uppbyggingu nýs skóla fyrir 1 til 9 ára börn með athyglisverðri samkeppni. Með þessari nútímaaðferð verður nýjum leik- og grunnskóla blandað saman. Efnt var til samkeppni meðal hönnuða og skólaráðgjafa um nýja skólann. Tvær athyglisverðar nýjungar í samkeppninni verða kynntar: Sagt verður frá samkeppni þar sem verkkaupi og keppendur áttu gagnkvæm samskipti á keppnistímanum. Greint verður frá samstarfi skólaráðgjafa í hugmyndafræði, kennslu og uppeldismálum, arkitekta og verkfræðinga sem unnu saman í einum hópi þar sem hugmyndafræðin hafði sama vægi og arkitektúrinn. Um þessa nýju aðferðarfræði, sem skilaði mjög jákvæðum árangri, verður fjallað á afmælisfundi VSÓ ráðgjafar. Dagskrá: Aðferðarfræði samkeppninnar, Þorbergur Karlsson, verkfræðingur hjá VSÓ Athyglisverð uppbygging skóla í Mosfellsbæ, Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur Að bræða saman hugmyndafræðina, arkitektúr og verkfræði Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla og Steffan Iwersen arkitekt Umræður, spurningar og svör Fundurinn er ætlaður: Skólastjórnendum, fræðslustjórum og fræðslunefndarfólki, arkitektum, verk- og tæknifræðingum og öðru áhugafólki um skólamál. Aðgangur er í boði VSÓ. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 11. mars nk. til: bergny@vso.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.