Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 9íslensku tónlistarverðlaunin ● fréttablaðið ● Björgólfur Guðmundsson er fæddur í Reykjavík árið 1941. Fljótlega eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunar- skóla Íslands hafði hann tekið að sér forystustörf við rekstur fyrirtækja. Lengst af leiddi hann Dósagerð Reykjavíkur, þá Hafskip og síðar Pharmaco. Í dag er Björgólfur formað- ur bankaráðs Landsbanka Íslands, formaður stjórnar Portusar, sem er félag um byggingu og rekstur Tónlistar- hússins í Reykjavík, og þá er hann formaður og eigandi enska knattspyrnuliðsins West Ham United. Björgólfur Guð- mundsson er kvæntur Þóru Hallgrímsson og eignuðust þau fimm börn. Flestum er kunnur stuðningur Björgólfs Guðmundssonar og fyrirtækja undir forystu hans við listir, íþróttir og menningu. Þar hefur tónlistin notið ríkulega. Landsbankinn er aðalstyrktar aðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er í hópi bakhjarla Listahátíðar í Reykjavík. Þá veitti bankinn tón- listarmönnum af yngri kynslóð- inni skjól þegar hann rak í um tvö ár Klink og bank. Þá styður Lands- bankinn við ýmsar uppákomur og tónleika á ári hverju eins og t.d. Blúshátíðina sem er nýhafin. Þá hefur Menningarsjóður Lands- bankans lagt fjölda tónlistarmanna lið á undanförnum árum með fjár- styrkjum. Björgólfur hefur styrkt ýmis út- rásarverkefni íslenskra tónlistar- manna, m.a. alþjóðlega ráðstefnu sem haldin var hér á landi um tækifærin sem felast í breyttum sölu- og dreifileiðum tónlistar með tilkomu netsins. Þá er mörgum minnis stætt að Björgólfur reiddi sjálfur fram einn milljarð ís- lenskra króna til að tryggja að Tónlistarhúsið í Reykjavík gæti orðið sem glæsilegast. Síðast en ekki síst er rétt að nefna að hjónin Þóra og Björgólf- ur standa að minningarsjóði um dóttur þeirra Margréti sem lést af slysförum fyrir um tuttugu árum. Úr þeim sjóði hafa margir tugir íslenskra tónlistarmanna fengið stuðning á síðustu árum. Björgólfur Guðmundsson hlýtur Hvatningarverðlaun Samtóns árið 2008. Jakob Frímann Magnússon, formaður Samtóns. Björgólfur hlýtur Hvatningarverðlaun Björgúlfur Guðmundsson, formaður bankastjórnar Landsbankans. Íslenskir tónlistarmenn voru á síðasta ári duglegir sem fyrr að halda tónleika. Mesta athygli vakti hversu tónlistarmenn voru duglegir að nýta sér Laugardalshöllina og heppnuðust allir þeir tónleikar einstaklega vel. Vel heppnað ís- lenskt tónleikaár Björk Guðmundsdóttir spilaði í Laugardalshöll í apríl til að fylgja eftir plötu sinni Volta. Að sjálfsögðu var Höllin troðfull enda ekki á hverjum degi sem Björk heldur tónleika hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rúnar Júlíusson flutti öll sín þekktustu lög á stórtónleikum í Laugardalshöll í október. Fjöldi gesta kom fram á tónleikunum, sem þóttu heppnast með eindæmum vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Megas spilaði með hljómsveit sinni Senuþjófunum í Höllinni í október í til- efni af útkomu platnanna Frágangur og Hold er mold, sem báðar hlutu einróma lof gagnrýnenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Björgvin Halldórsson spilaði á þrennum jólatónleikum í Laugardalshöll í desember við góðar undirtektir. Fjöldi gesta aðstoðaði hann á tónleikunum auk strengja sveitar og barna-, gospel- og karlakóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hljómsveitin Amiina hélt útgáfutónleika í Iðnó síðasta sumar til að fagna sinni fyrstu plötu, Kurr. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýdönsk hélt tvenna tónleika í Borgarleikhúsinu í október þar sem hún söng öll sín bestu lög í tilefni af tuttugu ára afmæli sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.