Tíminn - 18.12.1981, Side 7

Tíminn - 18.12.1981, Side 7
íi^r i_> 11 >>;_l J Föstudagur 18. desember 1981 erlent yfirlit ■ EINS OG sagt var frá i fjöl- miðlum, átti Haig utanrikisráð- herra Bandarikjanna stutta dvöl á Keflavikurflugvelli siðastliðinn mánudag. Ef hann hefði fylgt upprunalegri ferðaáætlun sinni, hefði hann átt að vera staddur i Ankara á mánudaginn. Ætlun hans var að heimsækja siðan lsrael, Pakistan, Egyptaland og Marokkó. Þessu ferðalagi var aflýst vegna fréttanna af þeim atburði, að herlög voru sett 1 Póllandi að morgni sunnudagsins. Af þeim ástæðum var talið heppilegt, að Haig héldi strax heimleiðis til að vera þar til ráðuneytis varðandi Póllandsmáliö. Þetta mun þó ekki eina ástæðan. Eins og Haig skýröi fréttamönnum frá, mun Banda- rikjamönnum þykja hyggilegast að biða átekta um stund og sjá hver atburðarásin verður i Pól- landi áður en ákvaröanir eru teknar vegna ástandsins þar. Undir þessum kringumstæðum verður jafnt að sýna festu og gætniog rasa ekki um ráð fram. Setning herlaganna i Póllandi átti á annan hátt einnig þátt i þvi, að Haig hætti við hina fyrirhug- uðu ferð sina. Það hefði ekki verið neittheppilegt fyrir Haig aðvera staddur i Tyrklandi á sama tima ogþað vaktiandúð viða umheim, að herlög höfðu verið sett i Pól- landi. iKenan Evren, æðsti maður herstjórnarinnar. Haig frestaði Tyrklanrlsfnr Herstjórnin þar veldur Nató áhyggjum Dvöl Haigs i Tyrklandi um þessar mundir hefði dregið óheppilega athygli að ástandinu þar. í TYRKLANDI fer nú herstjórn . meö völd likt og i Póllandi. Her- inn tók þar öll völd i sinar hendur 12. september 1980 og hefur farið með þau síðan. 1 fyrstu var yfirleitt ekki brugðizt illa við þessari valda- töku hersins. Um nokkurt skeið hafði rikt hálfgerð borgarastyrj- öld I landinu. Ofgaflokkar til hægri og vinstri höfðu haldið uppi manndrápum á vixl. í þinginu var flokkaskipan þannig háttað að erfitt var að koma starfhæfri rikisstjórn á laggirnar. Vaxandi upplausn og stjórnleysi virtist framundan. Þvi er ekki að neita að ástandið var einnig erfitt i Póllandi, þótt á annan hátt væri. Hungursneyö virtist yfirvofandi og hefði magnazt, rf illindi og átök milli Samstöðu og kommúnista hefðu aukizt. Herinn hefði að lokum orðið aðskakka leikinn, ef RUssar áttu ekki að gera það. Það gat verið hyggilegt að gera það áður en f meira óefni var komið. Herstjórnin i Tyrklandi hefur óneitanlega komið aftur á röð og reglui landinu og nokkur viðreisn hefur átt sér stað i efnahagsmál- um, en þó minni en bdizt var við. Jafnvel einræðisstjórn getur reynzt erfitt að glima við efna- hagsvandann um þessar mundir. Annað hefur að margra dómi snúizt á verri veg. Þegar hers- höfðingjarnir tóku völdin, lofuðu þeir þvi', að þeir myndu endur- reisa lýðræði i landinu við fyrsta tækifæri. Enn hefur ekki orðið neitt úr efndum. Herstjómin hefur að visu settá laggirnar eins konar þing, sem hún hefur skipað sjálf að mestu leyti. Þvier ætlað að setja rikinu nýja stjórnarskrá. Það, sem hefur frétzt af fyrirætlunum þess, virðist benda til, aö hin nýja stjómarskrá verði næsta ólýð- ræðisleg. Hershöfðingjarnir réttlæta þessar fyrirætlanir sinar m eð þvi, að reynslan sýni, að Tyrkjum henti ekki sama frjálsræði og gildandi er i Vestur-Evrópu og Bandarikjunum. ENN hefur tyrkneska her- stjórnin ekki nefnt timasetningu varðandi það hvenær hin nýja stjórnskipan eigi aö taka gildi. 1 Vestur-Evrópu aukast þvi kröfur um að Atlantshafsbandalagið beiti áhrifum sinum til að knýja herstjórnina til hraðari aðgerða i þessum efnum. Annars verði erfiðara fyrir Nató að halda þvi fram, að tilgangur þess sé aö treysta lýöræöi og frelsi i sessi. Það hefur ekki siður vakiö andúðaröldu gegn tyrknesku her- stjórninni, að handtökum og fangelsunum er enn haldið áfram, en þetta þótti ekki óeðli- legt I fyrstu meðan verið var að Bulent Ecevit handsama spellvirkja öfgahóp- anna til hægri og vinstri. Þegar hafa verið kveðnir upp dómar yfir fjölda manna. All- margir hafa verið dæmdir til dauða en aörir til lengri eða skemmri fangavistar. Þvi fer fjarri að þessum dóms- fellingum sé að ljúka. Stööugt eru að hefjast réttarhöld i málum, sem ná til stórra hópa sakborn- inga, sem tengdir hafa veriö viss- um samtökum. I byrjun þessa mánaðar hófust réttarhöld i málum nær tvö hundruð manna, sem gegndu trúnaðarstörfum hjá annarri stærstu verkalýöshreyfingu landsins, sem var undir stjórn vinstri manna. Krafizt er dauða- dóms yfir 52 þeirra. Meö þessum réttarhöldum munu fylgjast margir fulltrúar erlendra aðila, m.a. frá Alþjóðasam bandi frjálsra verkalýðsfélaga og Evrópuráðinu. Þá hefur þaö vakið andúð viða um heim, að nýlega var aðalleið- togi jafnaðarmanna og þekktasti stjórnmálamaður Tyrkja, Bulent Ecevit, dæmdur i fjögurra mánaða fangelsi fyrir aö gagn- rýna herstjórnina. Hann er nú i fangelsi. Atburðimir i Póllandi munu vafalitið herða þá baráttu i'Nató- löndunum, að herlögum verði af- létt i Tyrklandi og komið þar á lýöræðisstjórn, þvi aðeins geti Nató með góðu móti andmælt herstjórninni i Póllandi. Sagt er, að það hafi átt að vera eitt erindi Haigs til Ankara að hvetja herstjórnina til að flýta þessum fyrirætlunum, en rétt áður var Weinberger varnarmála- ráðherra þar á ferð og lofaði Tyrkjum aukinni hernaðarlegri og efnahagslegri aðstoð. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Allt X hers höndum í Póllandi: Einhverjir sagdir hafa týnt líf i ■ Enn er simasambandslaust v.ð Pólland og i gær voru þessi engin merki I Póllandi að ganga sú sem fara átti i tilefni þess aö þá voru 11 ár liðin frá óeirðunum I Gdansk, sem voru vegna verðhækkana, hafi ver- ið farin, né að fundur sá sem Eining hafi boðað til i sama tilefni að göngunni lokinni hafi verið haldinn. Herinn er sagður allsráð- andi I Póllandi, gjörvallt land- ið undir herlögum og Varsjár- útvarpiö er sagt hafa sent út stöðugar aðvaranir til fólks, þess efnis að það ætti ekki að taka þátt i göngu þeirri og fundi sem Eining haföi þegar i siöustu viku skipulagt, eða áð- ur en herlög tóku gildi i land- inu. Fylgdu orðsendingunum i útvarpinu hótanir þess efnis, að þeir sem tækju þátt i slfk- um aðgerðum gætu átt fangelsisvist eða dauðarefs- ingu ýfir höfði sér. öll félags- og stjórnmála- starfsemi liggur nú niðri i' Pól- landi, jafnvel starfsemi pólska kommúnistaflokksins. stártsmanni IVarsjá i gær, að 3.500 manns hefðu veriö hand- teknir i Póllandi siðan her- lögin tóku gildi, en áreiðanleg- ar heimildir frá Varsjá herma að fjöldi handtekinna nái a.m.k. tölunni 13.000, og aðrar heimildir hafa nefnt tölur allt frá 15.000 og upp i 70.000. Yfirvöld f Póllandi komast þannig aöoröi þegar þau iýsa andstöðu við herlögin i landinu að hvert einstakt tilfelli sé tek- ið fyrirsér. Heimildir frá iðn- aðarhéruðum Suður-Póllands herma að einhverjir hafi látið lifið i átökum hermanna óg‘ verkamanna, en þær fást ekki staöfestar. Að þvi er virðist, veit enginn i Varsjá hverskonar langtima- áætlun pólski herinn, eöa stjórnvöld I Póllandi hafa. En þó viröist ljóst aö ekki veröi aftur horfið til frjálslyndis- stefnu þeirrar sem ríkt hefur i pósku þjóðlifi undanfama 18 mánuði, og allt virðist benda til þess að i framtiöinni verði engin samtök til í Póllandi sem bera nafnið Eining. Lord Carrington, utanrikis- ráðherra Bretlands ávarpaði Evrópuþingið i Strassburg i gær og sagði þá m .a. að himn- ar Póllands héldu áfram aö myrkvast. Utanrikisráðherr- ann sagði jafnframt að þótt fregnir frá Póllandi væru rit- skoðaðar af pólska hernum, samband rofið og diplómatisk réttindi takmörkuð, þá væri það ljóst mál að einhverjir hefðu þegar týnt lifi i átökun- um i Póllandi. Argiðanleear jrpj>x>jr_icá Walesa, leiðtogi ‘ Einingar, væri i stofufangelsi utan við Varsjá, þar sem honum væri haldið með öllu i einangrun, i þeim tilgangi að brjóta niður mótstöðuþrek hans. Hópur fulltrúa Einingar, sem lenti i Sviss i gær, sagöist nú þurfa að skipulegga starf- semi Einingar i útlegö. Hópur. þessi reynir nú að ná sam- bandi við aðra leiðtoga Ein- ingar sem dveljast utan Pól- lands, til þess að skipuleggja starf sitt sem best. Sýrlendingar krefjast skyndifundar ■ Sýrlendingar hafa farið fram á að utanrikisráðherrar Arabarlkjanna héldu með sér skyndifund hið fyrst, til þess að ræða innlimun Israels- manna á Golanhæðum, i riki sitt. Sýrlendingar segja að á þessum fundi þurfi utanrikis- ráðherrarnir að ákveða til hvaða gagnaðgerða skuli grip- ið vegna þessarar ákvörðunar Israelsmanna. Innanrikisráð- herra Sýrlands sagði við sama tækifæri, að þó svo að Sýrlend- ingar vildu ekki fara út i striðsaðgerðir, þá yrðu þeir svo sannarlega að svara þess- ari gjörræðislegu ákvörðun Is- raelsmanna á viðeigandi hátt. Útvarps- og sjónvarpsein- okun afnumin í Noregi ■ 1 fyrradag ákvað stjórn Kaare Willoch að afnema ein- okun á útvarps- og sjónvarps- rekstri i Noregi og veitti stjórnin hvorki meira né minna en 40 samtökum og fyrirtækjum leyfi til reksturs útvarpsstöðva og kapalsjón- varpsstöðva. Eru þessi leyfi veitt i tilraunaskyni, til eins árs. Norska rikisútvarpið hefur haft einkaleyfi á þessum, rekstri i 48 ár, og þótti timi til kominn I Noregi, aö einokun þess yröi afnumin. Eins og áð- ur segir fengu 40 samtök eöa fyrirtæki leyfi til eins árs i til- raunaskyni, en alls lágu fyrir yfir 200 umsóknir um leyfi til sliks reksturs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.