Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. janúar 1982 5 — Tíminn ræddi vid nokkra þingmenn þegar Alþingi hóf störf í gær ad loknu jólaleyfi aögeröirnar náist I rikisstjórn- inni nú á næstu dögum.” — Hriktir ekkert i stjórnarsam- starfinu vegna þeirra? „Ja, þaö er svona aö menn tak- ast dálitiö á um þessi mál. Þaö hriktir kannski svolitiö i.” — En ekki mikiö, eöa hvaö? „Ja, þaö fer eftir þvi hvernig kaupin gerast á eyrinni.” — Ertu ánægöur meö afköst þingsins nú i vetur? „Þaö er mikil spurning hvort ' maöur á aö leggja mat á störf þingsins miöaö viö afköst. Þaö er ekki aöalatriöi hve mörg mál hafa veriö afgreidd, heldur er þaö innihaldiö sem skiptir máli. Ég er sæmilega ánægöur meö gæöi þeirra mála sem þingiö hefur af- greitt nú i vetur. Viöfangsefni númer eitt, tvö og þrjú er aö min- um dómi baráttan viö veröbólg- una og á þaö bæöi viö um viö- fangsefni þings og stjórnar.” //Mestu leyti niöurgreiösl- ur á kartöflum." Kjartan Jóhannsson, formaöur Alþvöuflokksins: „Ég er nú hræddur um aö þaö sé nauösyn- legt fyrir þingiö aö fjalla svolitiö um efnahagsmál, — þau ættu aö veröa viöamikill þáttur i störfum þingsins nú á næstunni.” — Attu von á þvi aö þiö alþýöu- flokksmenn muniö hafa margar athugasemdir viö efnahagsmála- pakka rikisstjórnarinnar? „Þaö er nú ómögulegt aö segja hvaö er i pakkanum fyrr en maö- ur sér hann, en eftir þeim lausa- fregnum sem borist hafa, þá sýn- ist mér að hér sé aö mestu leyti um niöurgreiöslur aö ræöa, og þá liklega mest um niðurgreiöslur á kartöflum, ef aö llkum lætur. Viö höfum nú reynslu af þvi aö svo- leiöis aögeröir bæöi endast illa og eru náttúrlega svindl. Þessar niöurgreiösluaöferöir hafa reynst okkur illa. T.d. það aö vera aö lækka veröið á landbúnaöarvör- um 1. febrúar og hækka þaö svo 1. mars, finnst mér nánast vera til vanvirðu.” //Pappírsverksmiðja á Húsavík er mér mikið kappsmál." Guömundur Bjarnason, alþingis- maöur: „Eins og menn vita, þá er enn eftir aö afgreiöa lánsfjár- áætlunina, og þaö er enginn vafi á þvi aö nú á næstu dögum veröur fengist viö þaö verkefni aö koma henni i gegnum þingið. Hún er þaö mál sem mestu ræöur um efnahagsmál og fjármál, fyrir ut- an fjárlagafrumvarpiö. Auövitaö veröur mikiö rætt um efnahagsmálin á næstunni og þaö er stefna ríkisstjórnarinnar aö koma nú á næstunni fram meö sinar hugmyndir um aögerðir I efnahagsmálum, þvl ef ekkert verður að gert, þá stefnir i mikla veröbólgu.” — Ertu þeirrar skoöunar aö til- lögur framsóknarmanna i efna- hagsmálum fái nógu mikinn hljómgrunn innan rikisstjórnar- innar? „Ég geri mér fastlega vonir um aö þaö veröi samstaöa um aö- gerðir innan rikisstjórnarinnar. Auðvitaö getur menn eitthvaö ■ Kjartan Jóhannsson ■ Guömundur Bjarnason greint á um þaö og auðvitaö fá menn misjafnlega mikiö fram af sinum tillögum þegar um sam- starf þriggja aöila er aö ræöa. Viö munum reyna aö ná fram þvi sem viö teljum aö viö getum viö unaö, en aö þar náist allt fram sem viö höfum lagt til, tel ég reyndar ekki liklegt. Þá liggur auðvitaö fyrir aö taka ákvöröun um þaö hvar skuli næst virkjaö, en þau mál hafa veriö I miklu þófi aö undanförnu. Ég vonast til þess aö samkomulag náist um virkjun Blöndu, en hana tel ég vera mikils viröi fyrir Norölendinga alla, bæöi i at- vinnulegu tilliti og svo þegar horft er til framtiöarinnar. Viö höfum lagt á þaö áherslu aö þar næöist samkomulag. i framhaldi af virkjunarmálum, þá þarf aö taka afstööu til nýtingar þeirrar orku sem skapast viö virkjun og i þvi sambandi er mér pappirsverk- smiöja, eöa trjákvoöuverksmiöja á Húsavik mikiö kappsmál, sem þingmanni Noröurlandskjör- dæmis eystra og Húsvikingi, og auövitaö er steinullarverksmiöja á Sauöárkróki mér einnig ofar- lega i huga.” //Strandar á óeiningu í Framsóknarf lokknum" Ólafur Ragnar Grimsson, for- maöur þingflokks Alþýöubanda- lagsins: „Seinni umræöan um lánsfjáráætlunina veröur eflaust meö stærri málum hér á þinginu á næstunni. Siöan veröa hér miklar umræöur um efnahagsmál, sem ég haföi nú vænst aö gætu hafist þegar i þessari viku, en mér skilst ab þaö strandi á óeiningu i Fram- sóknarflokknum. Það kemur mér mjög á óvart, þvi viö afgreiddum þetta frá okkur I gær og erum al- veg tilbúnir til þess aö ganga frá þessu og héldum aö þab væri ein- ing um þaö, slban kom þaö i ljós á rlkisstjórnarfundi I morgun aö Tómas Arnason er meö ýmsar sérskoðanir varöandi efnahags- aögeröir. Aö þvi er mér skilst, þá vill Tómas byggja þessar aögerð- ir á þvi sem hann kallar „loftiö I fjárlögunum”. Mér finnst sú af- staba nú ekki mjög ábyrgöarfull. Við viljum ganga lengra I niöurskuröi og sparnaði I rikis- rekstri en hann vill gera tillögur um. Viö viljum leggja skatta á bankana en mér skilst aö hann neiti þvi. Þetta er mjög slæmt og veikir rikisstjórnina, aö Fram- sóknarflokkurinn skuli ekki vera tilbúinn til þess aö ganga frá þessum efnahagsráöstöfunum núna viö upphaf þings, þegar aör- ir aðilar rikisstjórnarinnar eru tilbúnir til þess. Okkur skildist i gærkveldi og fyrir rlkisstjórnar- fundinn i morgun aö þaö væri samkomulag I ráðherranefnd þeirri sem þeir sátu i, forsætis- ráöherra, Svavar Gestsson og Steingrimur Hermannsson, en siðan kom Tómas meb þessar sérskoöanir I morgun og málið er strand þess vegna.” //Eins og fyrri daginn/ verða ef nahagsmá lin höfuðviðfangsefni" Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæöisflokksins: „Eins og fyrri daginn veröa efna- hagsmálin höfuðviðfangsefni þingsins — þaö tel ég vera alveg tvimælalaust. Þessi efnahags- málapakki rikisstjórnarinnar kemur fljótlega til umræðu, en enn vitum viö ekki nákvæmlega hvernig hann kemur til meö aö lita út. Þá á ég von á þvl aö umræöa i neöri deild um lánsfjáráætlunina hefjist fljótlega. Stjórnarliöar höföu samiö um þaö viö stjórnar- andstööu aö lánsfjáráætlun yröi afgreidd ekki siöar en 27. janúar, en viö höfum ekki trú á aö stjórn- in veröi tilbúin þá meö lánsfjár- lögin. Viö höfum ástæöu til aö ætla ab þaö frumvarp muni breytast frá þvl sem var fyrir jól, og það sýnir betur en ýmislegt annað aö þaö var engin skynsemi I þvi að reyna aö þvinga lánsfjárlögin I gegn fyriráramót.eins og rikisstjórnin ætlaöi aö gera.” AB KYNNINGARFUNDUR með frambjóðendum Framsóknarflokksins til prófkjörs við borgarstjórnarkosningarinnar 1982 verður haldinn að Hótel Heklu í kvöld og hefst stundvíslega kl. 20.30 ■ Ólafur G. Einarsson ■ Ólafur Ragnar Grimsson Heildsala Smásala SALOMOIVI PORTVAL Oryggisins vegna Hkmmtorgi — Simi 14390 ■ Sighvatur Björgvinsson ■ Eggert Haukdal ■ Tómas Arnason Ní FORGRUNNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.