Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1982, Blaðsíða 6
6 liiíiliií Fimmtudagur 21. janúar 1982 stuttar fréttir Guðmundur Sæmunds- son ekki á frambods- lista Einingar AKUREYRI: Það virðist ætla að verða þungur róður fyrir Guðmund Sæmundsson að fá fram breytt kosningafyrir- komulag við kjör stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri. Gengið var frá framboðslista trúnaðarráðsá fundi þess hinn 14. jantíar s.l., en kjósa ber 7 manns i aðalstjórn og 5 til vara, og að auki 25 manns i trúnaðarmannaráð og aðra 25 til vara, auk tveggja endur- skoðenda ogeins til vara, eða allls 65 manns á einu bretti. A fundinum var tillaga upp- stillinganefndar samþykkt ó- breytt með öllum atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar. Hann flutti tvær breytingartil- lögur, aðra um breytingar á 5 sætum i aðalstjórn, og hina um að kosið verði i tvennu lagi, Þ.e. að fyrst verði kosið um stjórn, varastjórn, endur- skoðendur og varamann þeirra sérstaklega og á hinn bóginn um trúnaðarmanna- ráð og varamenn i það. Báðar tillögur Guðmundar voru felldar með 24 atkvæöum gegn tveim, að þvi' er segir i frétt frá Einingu. Tillaga uppstillinganefndar til stjórnar er um: Jón Helga- son, sem formann, Sævar Fri'mannsson, Olfhildi Guðmundur Sæmundsson. Rögnvaldsdóttur, Aðalheiði Þorleifsdóttur, Björn Snæ- björnsson, öll frá Akureyri, Guðrúnu Skarphéðinsdóttur frá Dalvfk og Agúst K. Sigur- laugsson frá Ólafsfirði. F jögur þau síöasttöldu hafa ekki átt sætií stjórn félagsins. Einn af þeim sem detta á Ut i stað þeirra er Guðmundur Sæmundsson, sem ekki er einu sinni stillt upp til varastjórn- ar. Framboðsfrestur er til há- degis 28. janúar n.k. og mun hafa heyrst að von sé á öðrum lista þar sem Guömundur Sæmundsson verði i for- mannssæti. —HEI Bætt aðstaða hjá Mjólkur- stöðinni á Hvammstanga IIVAMMSTANGI: „Þaö varð feiknskemmtileg breyting hjá okkur hér i Mjólkurstöðinni ndna i desember, þvi þá var tekið hér i' notkun nýtt við- bótar hUsnæði”, sagði Bryn- jólfur Sveinbergsson, mjólkurbUsstjóri. Húsnæöið sem um er að ræða sagði Brynjólfur vera nýtt skrifstofuhúsnæði, kaffi- stofu og búningsaðstööu fyrir starfsfólkið. „Þetta var orðið langt á eftir timanum hjá okkur hvað þessa aðstöðu snerti og við sem vinnum hér erum þvi ákaflega hress og á- nægð með þessa breytingu”, sagði Brynjólfur. —HEI að 5 bátar hafa aflað yfir 500 lestir frá 16. sept. til 20. des- emberþrátt fyrir erfitt tiðar- far allan timann. Aflahæstur var Vestri frá Patreksfirði með 619.8 lestir. Aðrir yfir 500 lestir voru: Ólafur Friðberts- son, Suöureyri með 561 lest Orri, tsafirði með 546,3 lestir, Núpur frá Tálknafirði með 530,7 lestir og Sigurvon, Suðureyri með 529,1 lest. Alls 13 togarar stunduðu veiðar i desembermánuði. Aflahæstur i mánuðinum var Páll Pálsson frá Hnifsdal með 381,4 lestir, en i fyrra varð Július Geirmundsson frá lsa- firði aflahæstur i mánuðinum með 520 lestir. Páll Pálsson varð einnig aflahæstur togar- anna á siðasta ári með 5.712 lestir. Arsaflinn á Vestfjörðum var 92.263 lestir, sem er um 1.600 lestum minni en árið áð- ur. —HEI Gódur línuafli þrátt fyrir ein- dæma ógæftir VESTFIRÐIR: Umhleypingar og ógæftir héldu áfram á miðum Vest- firðinga i desembermánuði. Afli linubáta var hins vegar almennt góður þá daga sem gaf til róðra. Þorskveiðibann bátanna hófst 20. desember og hafði þá aðeins gefið til róðra í 8-11 daga. Afli var á hinn bóg- inn yfirleitt mjög tregur hjá togurunum, auk þess sem ótið hamlaði veiðum. Þeir voru flestir búnir i þorskveiðibanni fyrir jól og héldu þvi almennt til veiða milli hátiðanna. En ó- tið hamlaði veiðum aílan tim- ann. 1 desember stunduðu 22 bátar (17 i fyrra) botnfisk- veiðar frá Vestfjörðum, allir með linu. Afli þeirra i mánuð- inum varð 1.273 lestir i 146 róðrum, eða 8,7 lestir að meðaltali i róðri, sem sagöur er óvenjulega góður meöal- afli. I fyrra var desember-afl- inn 832 lestir í 123 róðrum, eða 6,8 lestir að meðaltali í róöri. Aflahæsti linubáturinn nú i desember var Framnes frá Þingeyri með 126.6 lestir i 11 róðrum. Góðan linuafla á haustver- tiðinni má m.a. marka af þvi Þrjár orlofs- vikur ákvedn- ar á Sögu REYKJAVÍK: Vegna góðrar aðsóknar og almennrar á- nægju meðal þátttakenda i fyrri orlofsdvölum að Hótel Sögu hafa nú verið ákveðnar þrjár orlofsvikur i mánuðun- um jan., febrúar og mars. Or- lofsvikur þessar standa til boða öllum þeim er vinna við landbúnaðarframleiðslu i sveitum og eru skipulagðar af Stéttarsambandinu, Búnaðar- félaginu og Upplýsingaþjón- ustu landbúnaöarins. Flesta dagana er farið i skipulagðar heimsóknir i ýmis fyrirtækiog afurðasölu- félög bænda i Reykjavik. Að sjálfsögöu er þetta einnig upp- lagt tækifæri fyrir dreifbýlis- fólk að komast i leikhús, tón- leika og fleira á höfuðborgar- svæðinu,sem margirveröa oft að láta sér nægja að lesa um i blöðum. Þærorlofsvikursem nú hafa veriö ákveðnar hefjast: 25. janúar, 8. febrúar og 8. mars n.k. Þeim sem hafa áhuga er bent á aö leita nánari upp- lýsinga hjá honum Agnari Guðnasyni í sima 20025, sem mun svara öllum spurningum ljúflega að vanda. —HEI fréttir Bankarnir hafa gífurlegar tekjur af MgúmmítékkunumM: VHHIRLÖGIN GETA SAMSVARAÐ 1.625 PRÓSENT VÖXTIIM! — „Þeirra hagur að sem flestir fari sem oftast nokkud yfir” ■ „Bankarir hafa svo góðar tekjur af þeim sem fara framyfir á ávisanaheftunum sinum, að það hlýtur að vera þeirra hagur að sem flestir fari sem oftast nokkuð yfir”, sagði Magnús Finnsson, framkvæmdastj. Kaupmanna- samtakanna isamtali við Timann nýlega er Timinn ræddi við hann um ávisanamál. Að undanförnu sagði hann þó nokkuð hafa færst i vöxt að kaupmenn fengju endur- senda innistæðulausa tékka, þótt ekki sé það i miklum mæli. Spurningin er hvort fólk áttar sig almennt á þvi hversu gifur- lega „vexti” það borgar af slikum „lánum”, þ.e.a.s. af ávisunum sem ekki er næg innistæða fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka skiptist kostnaður af slikum „lánum” í fastakostnað sem 37,50 kr. af hverjum tekka án tillits til upphæðar og siðan 4.5% dráttarvexti, sem leggjast á 1. degi á þá upphæð sem er umfram innistæðu á reikningi við- komandi. Hámarksfrestur til að koma reikningnum i lag — og komast hjá lokun — eru 10 dagar, en flestir fara þó væntanlega á 1., 2 eða 3. degi. Kostnaður af t.d. 100 kr. inni- stæöulausri ávisun yrði þannig 42 krónur, sem samsvaraði þá nær 3.100% ársvöxtum ef ávisun væri greidd á 5. degi frá útgáfu. Að sjálfsögðu er þetta ekki hreinn hagnaður bankanna,þar sem þeir hafa nokkurn kostnað af inn- heimtunni. En þó aðeins sé litið á 4,5% dráttarvextina, samsvara þeir ekki undir 162% ársvöxtum miðað við hámarksfrest á greiðslu ávis- ananna og þá um 325% sé miðað við að reikningarséu að meðaltali sléttaðir á 5. degi. Þeir sem hlaupa I bankann strax daginn eftir til að leiðrétta reikning sinn ■ „Það er á hreinu að mjög mikil fækkun hefur orðiö á þeim tékkum sem bankarnir senda til baka til þeirra sem tekið hafa við þeim af útgefendum, enda gera bankarnir það ekki fyrr en þeir eru orðnir langþreyttir á fólki, sem lætur sér ekki segjast. Endursendir tékkar eru þvi ekki nema sáralitið brot af þeim tékk- um sem ekki er tilinnistæða fyrir þegar þeir eru gefnir út”, sagði Þórður Sigurðsson hjá Reikni- stofu bankanna er Timinn leitaði hjá honum upplýsinga um fjölda innistæðulausra tékka. Tölur um þá vildi Þóröur hins vegar ekki gefa upp. greiða þvi samsvarandi 1.625% ársvextiaf slikum „lánum”. Það leikur því ekki vafi á þvi að „lán” fengin með þessum hætti — viljandi eöa óviljandi — eru ein- hver dýrustu lán sem hugsast getur. —HEI Þórður sagði sammng þann sem bankarnir gerðu sin i milli fyrirum 5árum, um að tékki yrði diki sendur til baka nema að reikningi viðkomandi yrði lokað um leið, hafa haft i för með sér að um 1.000 reikningum hafi verið lokað á ári fyrstu tvö árin á eftir, þ.e. 1977 og 1978. Þegar búið var að loka reikningum þessara um tvö þúsund aðila, sem ekki var treystandi fyrir ávisanaheftum, hafi tékkaviitekipti farið að færast i frjálslegra og betra form. Þess má geta, að samkvæmt Hagtölum frá Seðlabanka voru alls gefnar út rösklega 10 milljón- ir ávisana á árinu 1980. —HEI „Mikil fækkun á tékkum sem bank- arnir senda til baka” — segir Þórður Sigurðsson hjá Reiknistofu bankanna KÚABÚIN GEFA BESTAR TEKJUR ■ Tjarnarfuglarnir slá ekki gogginum á móti brauömola þessa dagana.og fáttfinnst börnunum skemmtilegra en aö seðja hungur Þeirra- Tlmamynd: Róbert. • Nokkuð er breytilegteftir árum hvaða bútegund gefur bestar tekjur að þvi er fram kemur i skýrslum Búreikningastofu land- búnaðarins, fyrir undanfarinn áratug. Yfirleitt gáfu blönduðu búin þó minnstar tekjur, að undanskildum árunum 1976 þegar þær voru svipaðar i öllum þrem bútegundunum, og 1977 og 1979 þegar sauðfjárbúin voru i neðsta sæti. Arin 1974 og 1975 gáfu sauð- fjárbúin á hinn bóginn bestu fjöl- skyldutekjurnar. Bendir þetta til aö erfitt sé að spá fyrirfram i tekjur af sauðfjárbúum. Kúabúin virðast öllu stöðugri að þessu leyti, þar sem þau gáfu bestar fjölskyldutekjurnar flest árin, eða á árunum 1970-1973 og aftur áíirunum 1976-1980, en lengra ná niðurstööur bú- reikninganna ekki ennþá. Skipa- útgerðin kaupir skip frá Noregi ■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur nýlega heimilað Skipaútgerð rikisins að kaupa norska skipið Lynx, sem er systurskip Vellu, er tekið var á leigu i stað Coaster Emmy i júni á s.l. ári. Jafnframt hefur Skipaútgerðin fyrir nokkru gengið frá Samningi um smiði á einu skipi i Bretlandi, sem ætlað er að verði afhent i april á næsta ári. t lok siðasta árs skipaði sam- gönguráðuneytið viðræðunefnd hins opinbera og þriggja stærstu verslunarskipafélaganna til þess að gera könnun á þviá hvern hátt er unnt að koma á auknu sam- starfi og hagræðingu á strand- ferðaþjónustunni. Eitt af verk- efnum þessarar nefndar verður að kanna það á hvern hátt þessi nýju skip Skipaútgerðar rikisins geti nýst sem best m.a. i þágu verslunarskipafélaganna. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.