Fréttablaðið - 02.06.2008, Side 4

Fréttablaðið - 02.06.2008, Side 4
4 2. júní 2008 MÁNUDAGUR TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ BANDARÍKIN, AP Þrátt fyrir að allt útlit hafi verið fyrir að Hillary Clinton ynni stórsigur í forkosn- ingum Demókrataflokksins í Púertó Ríkó, sem haldnar voru í gær, breyta þau úrslit litlu um stöðu frambjóðendanna tveggja, hennar og Baracks Obama. Síðustu forkosningar flokksins fyrir forsetakosningarnar í haust verða haldnar í Montana og Suður- Dakóta á morgun, en þær munu sömuleiðis breyta litlu um stöð- una. Í Púertó Ríkó var kosið um 55 kjörmenn, en í Montana eru kjör- mennirnir aðeins sextán og í Suður- Dakóta fimmtán. Obama hafði í gær, fyrir kosningarnar í Púertó Ríkó, nærri 180 manna forskot á Clinton og vantaði aðeins 64 kjör- menn til að ná meirihluta. Stuðn- ingsmenn hans telja víst að hann tryggi sér meirihluta kjörmanna á næstu dögum. „Ef það gerist ekki á þriðjudag, þá verður það fljótlega, býst ég við,“ sagði Robert Gibbs, tals- maður Obama, í sjónvarpi í gær. Um helgina tók landsnefnd Demókrataflokksins þá ákvörðun að úthluta bæði Obama og Clinton helmingi þeirra kjörmanna sem þau fengu í forkosningum í Flórída og Michigan í janúar síðastliðnum, þegar prófkjörsbaráttan var rétt nýhafin. Landsnefndin hafði áður ákveðið að þessi tvö ríki fengju enga full- trúa á flokksþingið í ágúst, þegar forsetaefni flokksins verður form- lega valið, sökum þess að þau höfðu brotið gegn flokksreglum með því að flýta forkosningum. Nú hins vegar fær Clinton sam- tals 24 kjörmönnum fleiri en Obama í báðum þessum ríkjum, og nær því að saxa aðeins á forskot hans án þess þó að staðan breytist að ráði. Um helgina sagði Barack Obama sig úr kirkjusöfnuði sínum í Chi- cago vegna umdeildra orða safn- aðarprestsins Otis Moss, sem hafa vakið harðar deilur undanfarna mánuði og verið Obama erfið í kosningabaráttunni. Obama sagðist hafa átt erfitt með að taka þessa ákvörðun: „Það er hér sem ég fann Jesú Krist, gekk í hjónaband og lét skíra börn- in mín. Við erum stolt af einstöku starfi kirkjunnar.“ Annar sóknarprestur við sömu kirkju, Michael Pfleger, bað hins vegar sóknarbörn sín í gær afsök- unar á orðum sínum og sagðist hvorki vera kynþáttahatari né kyn- remba. Hann sagði síðustu daga hafa verið sér erfiða. Í messu fyrir viku gerði hermdi hann eftir Hillary Clinton og sagði í vælutón að það væri „svartur maður að stela sen- unni frá mér“. Eftir þá messu hafa honum borist meira en þrjú þús- und hatursbréf í tölvupósti. gudsteinn@frettabladid.is LÍF OG FJÖR Á KOSNINGADEGI Börnin á Púertó Ríkó tóku af lífi og sál þátt í kosn- ingadeginum, þegar eyjarskeggjar kusu á milli forsetaframbjóðenda. NORDICPHOTOS/AFP Síðustu prófkjörin breyta vart miklu Prófkjörsbaráttu Demókrataflokksins að ljúka. Clinton spáð stórsigri í Púertó Ríkó. Obama segir sárt að hafa þurft að segja sig úr umdeildri kirkju. Það er hér sem ég fann Jesú Krist, gekk í hjóna- band og lét skíra börnin mín. Við erum stolt af einstöku starfi kirkjunnar. BARACK OBAMA FORSETAFRAMBJÓÐANDI VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12 15 16 13 15 12 10 12 1214 13 16 16 1416 23° 27° 27° 21° 24° 20° 28° 24° 22° 30° 30° 25° 20° 23° 22° 25° 23° 20° 11 Á MORGUN 3-10 m/s, hvassast með S- og V-ströndinni. 7 MIÐVIKUDAGUR 3-10 m/s, hvassast syðst. 12 11 12 13 10 3 4 4 6 6 5 6 13 4 6 ÚRKOMULOFT ALLRA VESTAST Í dag má búast við einhverri vætu hér og hvar á landinu vestanverðu. Þá má enn fremur reikna með lítils- háttar súld við suð- austurströndina. Fyrir norðan verður bjartviðri eitthvað fram á daginn en síðan eru horfur á að það þykkni smám saman upp. Hlýtt í veðri næstu daga. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur MAKEDÓNÍA, AP Skyndikosningar sem haldnar voru í Makedóníu í gær gengu ekki sem best í sumum kjördæmum, þar sem albanskir íbúar eru í meirihluta. Sums staðar urðu skotbardagar sem kostuðu einn mann lífið og urðu nokkrum að líkamstjóni. Háværar ásakanir voru um kosningasvindl og kjörkössum var bæði stolið og troðið í þá rusli. Fresta þurfti kosningu á 22 kjörstöðum vegna óskapanna. „Við þurftum ekki á þessu að halda,“ sagði Biljana Vankovska, stjórnmálaskýrandi í Makedóníu. „Nú er Makedónía að missa af tækifæri til að sanna sig sem lýðræðisríki.“ - gb Erfiðar kosningar í Makedóníu: Skotbardagar og atkvæða- stuldur Færeyingar fiska Skip frá Færeyjum voru að veiðum við landið í apríl. Alls lönduðu færeysk skip tæplega 332 tonnum af botn- fiski. Mest var um löngu í aflanum, rúmlega 100 tonn, og keila var um 88 tonn. Færeysk skip hafa landað rúm- lega 250 tonnum af þorski á árinu. SJÁVARÚTVEGUR HEILBRIGÐISMÁL Friðbert Jónas- son, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir, tók í gær við virtum verðlaunum evrópsku glákusamtakanna. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi samtak- anna, sem fór fram í Berlín, og þykja þau mjög virt. Verðlaunin eru veitt fyrir mesta vísindaafrek ársins á sviði glákurannsókna. Friðbert tók við þeim fyrir hönd hóps af íslenskum vísindamönnum sem unnu rannsókn undir hans stjórn. Í rannsókninni fannst gen sem stýrir flögugláku, sem er algeng tegund gláku hér á landi. Það voru vísindamenn frá Íslenskri erfðagreiningu og augnlæknar sem unnu að rannsókninni. - þeb Íslendingur hlaut virt verðlaun: Mesta vísinda- afrek ársins SJÁVARÚTVEGSMÁL Íslenskir fisk- verkendur munu eiga þess kost að bjóða í allan afla sem til stendur að flytja óunninn úr landi, verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um gámafisk að lögum. „Það er engin spurning að þetta gerir það að verkum að aðgangur íslenskrar fiskvinnslu að hráefni mun stórbatna,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra. „Svo verður það verð, mark- aðsaðstæður og annað sem mun ráða því hvort það dragi úr útflutn- ingi. Ég tel það sjálfur líklegast.“ Í frumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í vikunni, er lagt til að settur verði á laggirnar upp- boðsvefur fyrir sjávarafla. Þar verði útflytjendur skyldaðir til að gefa upplýsingar um fisk sem þeir hyggjast selja úr landi og munu fiskverkendur geta boðið í hann. Uppboðsskilmálar eru ekki skil- greindir nákvæmlega í frumvarp- inu. Það er sett í hendur sjávarút- vegsráðherra að setja slíka skilmála í reglugerð. „Auðvitað eru ekki allir glaðir með að vera skikkaðir til að bjóða upp aflann,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Hann segir útvegsmenn þó styðja frumvarpið, en öllu skipti hvernig útfærslan á uppboðs- markaðnum verði. - bj Frumvarpi um gámafisk ætlað að auðvelda fiskverkendum að bjóða í aflann: Aðgangur að hráefni batnar FISKUR ÚR SJÓ Í nýjum lögum um upp- boð á ekki að felast umtalsverð þvingun fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, segir Illugi Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE STJÓRNMÁL Stuðningur lands- manna við aðild að Evrópusam- bandinu og upptöku evru hefur aldrei reynst meiri og vill yfir- gnæfandi meirihluti allra flokka hefja aðildar- viðræður við sambandið. Er þetta samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Þar kemur fram að tæp 58 prósent svar- enda vilji hefja aðildarviðræð- ur á meðan 21 prósent séu því andvíg. Mestur er stuðningur meðal kjósenda Samfylkingar og Frjálslyndra, þá Framsóknar- flokks, en minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. - ovd Stuðningur við ESB og evru: Aldrei meiri stuðningur FÁNI ESB Tæplega sextíu prósent svarenda vilja evru í stað krónu. ATKVÆÐI GREITT Á þessum kjörstað fór allt fram með sóma. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Tíu manns hafa fengið greiddar tæpar fimmtíu milljónir í bætur frá ríkinu. Fólkið smitaðist af lifrarbólgu með blóðgjöf áður en farið var að skima blóð með tilliti til sjúk- dómsins. Að því er fram kom í fréttum RÚV í gær hafa tíu manns fengið greiddar bætur úr ríkissjóði en tveir til viðbótar munu hafa óskað eftir bótum. Bætur sem ríkið greiðir fólki eru misháar og taka mið af því hversu mikil örorka þess er. Alls smituðust 25 manns af lifrarbólgu C með blóðgjöf fram til ársins 1992, en þá hófst blóðskimun. - þeb Bætur vegna lifrarbólgusmits: 50 milljónir vegna smita GENGIÐ 30.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 149,2329 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,39 74,75 146,82 147,54 115,42 116,06 15,472 15,562 14,575 14,661 12,360 12,432 0,7055 0,7097 120,53 121,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.