Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 18
[ ]Önd er tilvalið leikfang fyrir börnin að taka með sér í kvöldbaðið. Gaman er að hafa fullt af leikföngum sem barnið getur skemmt sér með í baðinu. Sumarbúðirnar við Ástjörn hafa starfað lengi og fjöldi barna hefur upplifað þar ýmis ævintýri. „Upphaf Ástjarnar má rekja til ársins 1945 þegar tveir menn voru hér á ferð og fengu leyfi hjá Sig- ríði Jóhannesdóttur, húsfreyju að Ási í Kelduhverfi, til að reisa hér hermannabragga sem nota skyldi til sumardvalar fyrir íslensk börn,“ segir Árni Hilmarsson for- stöðumaður. Mennirnir tveir voru enski trúboðinn Arthur Gook og Sæmundur G. Jóhannesson, sam- starfsmaður hans frá Akureyri. Gook hafði fengið braggann að gjöf frá breskum liðsforingja árið 1944. „Sumarbúðirnar byrjuðu síðan árið 1946 og hafa því verið hér í rúma sex áratugi. Lengi vel voru sumarbúðirnar bara fyrir stráka og hétu þá Drengjaheimilið Ástjörn en svo breyttist það sumarið 1989 og núna koma stelpur líka. Það er bara mjög gaman að hafa stelpurn- ar með, það er ekki spurning,“ segir Árni og kímir. Að sögn Árna er mikið um að systkini komi saman og styðji hvort annað. „Stelpum og strákum er blandað í alla flokka og við erum með 6-12 ára flokka þannig að ald- ursbilið er frekar breitt og það er oft gott fyrir þessi yngri að hafa stuðning af systkinum sínum.“ Sumarbúðirnar við Ástjörn eru á fallegum stað nærri Ásbyrgi. Þar dvelja drengir og stúlkur á aldrin- um 6-12 ára og 13-16 ára unglingar. Að jafnaði eru milli 40 og 70 börn í sumarbúðunum í einu og hafa þau í nógu að snúast. „Við erum í mjög fallegu umhverfi sem er einstaklega heppilegt fyrir sumar- búðir. Hér er grunn tjörn, sandur og skógur og yfirleitt veðursælt. Með þetta umhverfi er hægt að hafa nóg fyrir stafni og eru bátarn- ir og tjörnin mjög vinsæl. Vinsælt er að veiða síli í tjörninni og svo eru alls konar leikir og keppnir bæði inni og úti og vinsælt föndur- herbergi,“ útskýrir Árni hreykinn og bætir við að töluverð áhersla sé lögð á að krakkarnir leiki sér líka sjálfir. Sumarbúðirnar við Ástjörn eru kristilegar sumarbúðir og hafa verið frá upphafi og því er einnig áhersla lögð á að kenna krökkun- um um trúna. „Við segjum þeim biblíusögur og syngjum heilmikið og ef þau vilja biðja þá aðstoðum við þau við það,“ segir Árni. hrefna@frettabladid.is Sumarævintýri á Ástjörn Það er fjör á Ástjörn og hafa krakkarnir gaman af að gantast í starfsfólkinu. Farið er í leiki úti og inni. Á Ástjörn er einn stærsti bátafloti sumarbúða á Íslandi og eru þar tuttugu og níu bátar þannig að allir komast á báta í einu, bæði börn og starfsfólk. MYND/HEIDA.IS                                      , U U T ] L Y S (S SHY ] L [ m Nýjar sumarvörur frá LEGO á gamla verðinu Gling-gló ehf Laugavegur 39 101 Reykjavík S. 552-7682 www.glingglo.is glingglo@glingglo.is Útsalan í fullum gangi! Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína Útsalan er ha n Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið í dag 10-18 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.